24 stundir


24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 16

24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Stofnun fyrirtækisins Landsvirkjun Power utan um útrásarverkefni Landsvirkjunar hlýtur að verða til þess að fleiri átti sig á nauðsyn þess að hefja hið fyrsta undirbúning að einkavæðingu orkuframleiðslufyrirtækja, sem nú eru í almannaeigu. Rétt eins og hið margfræga fyrirtæki Reykjavík Energy Invest er Lands- virkjun Power stofnað til að standa í áhætturekstri. Vissulega felast gífurleg tækifæri í þeirri hreyfingu, sem er nú um allan heim í átt að virkjun end- urnýjanlegra orkugjafa. En áhættan er engu að síður veruleg. Það er hægt að taka dæmi af hliðstæðum til að setja málið í skýrara ljós. Fyrirtæki, sem fyrir nokkrum árum voru í eigu ríkisins, þ.e. tveir af stærstu viðskiptabönkum landsins, hafa undanfarin ár tekið þátt í ákaflega vel heppnaðri og arðbærri útrás á fjármálamarkaði. Hefði nokkrum manni fundizt koma til greina að sú útrás færi fram á vegum ríkisfyrirtækja? Áreið- anlega ekki. Annars vegar hefði fólk ekki tekið í mál að taka þá áhættu með fé almennings. Hins vegar hefði útrásin einfaldlega ekki orðið eins vel heppnuð og raun ber vitni, ef bankarnir hefðu áfram verið í eigu ríkisins. Þær hömlur, sem fylgja opinberu eignarhaldi, gera fyrirtæki of svifasein. Útrás opinberra orkufyrirtækja má líka bera saman við umsvif norrænu ríkissímafélaganna á síðasta áratug. Þau fóru öll í uppkaup á fjarskipta- félögum erlendis til að styrkja stöðu sína. Þessar fjárfestingar voru umdeild- ar, en menn gátu þá vísað til þess að fyrir lágu skýr áform um að einkavæða félögin. Því er ekki að heilsa með hina opinberu, íslenzku orkuútrás. Einhverra hluta vegna er það ennþá pólitískt tabú að tala um einkavæð- ingu orkufyrirtækja. Þó er með lagabreytingum búið að koma á samkeppnismarkaði á sviði orkuframleiðslu hér á landi. Ekkert er því til fyrirstöðu að orkufram- leiðsla sé í höndum einkaaðila, þótt veituhluti orkufyr- irtækjanna verði áfram í almannaeigu. Íslenzkum stjórnmálamönnum finnst hið bezta mál að íslenzk orkufyrirtæki í útrás taki þátt í einkavæðingu orkufyrirtækja erlendis. En það má ekki tala um einka- væðingu hér heima. Með einkavæðingu orkuframleiðslu fá skattgreið- endur peninga í vasann en losna við áhættuna, sem fylgir útrásarstarfsemi. Um leið er útrásarstarfseminni bjargað frá hömlum opinbers eignarhalds. Einkavæðum áhættuna SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra vill koma upp vel vopnaðri óeirðalöggu að erlendri fyr- irmynd. Hún á að njóta verndar fjögurra óeirða- bíla, eins og við sjáum stundum í sjónvarpi frá út- löndum. Ráð- herrann gerir ráð fyrir gjá milli stjórnvalda og borgara. Sem endi með, að stjórnvöld þurfi að verja sig gegn almenningi. Hann hefur fattað, að himinn og haf er milli hans og fólksins í landinu. Telur beztu viðbrögðin felast í að koma upp óeirðalöggu á óeirðabílum. Til að keyra um og sprauta vatni á fólk? Jónas Kristjánsson jonas.is BLOGGARINN Óeirðalögga Málið snýst um ratsjárstofnun sem nú er orðin íslensk stofnun. Björn Bjarnason vildi að starf- semin heyrði undir starfsem- ina í Skógarhlíð og þar með dómsmálaráðu- neytið. Hann taldi það stílbrot fyrir nokkrum dögum að varn- armálastofnun yrði til. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum og nú sér hann ekkert því til fyrirstöðu ef marka má pistil á heimasíðu ráðherrans. Sem sagt hann er á harðahlaup- um frá fyrri skoðunum. Það er hins vegar algjör „smjörklípa“ hjá ráðherranum að blanda mér inn í málið í þessu sambandi … Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is Breytt skoðun Hvað má lesa út úr orkuútrásinni undir merkjum nýs dótturfélags Landsvirkjunar – Landsvirkjun Power? Vænt- anlega að engin prinsippafstaða um þessi mál er til innan Sjálf- stæðisflokksins? Enda segir í sátt- mála ríkisstjórn- arinnar að orku- fyrirtæki skuli fara í útrás í samstarfi við einka- fyrirtæki. Sexmenningarnir í borgarstjórninni eru hins vegar á allt annarri línu og fleiri áhrifa- menn í Sjálfstæðisflokknum. Og Morgunblaðið – sem reyndar tal- aði allt öðruvísi í fyrra. Hefur þetta þá öðru fremur snú- ist um pólitískan hráskinnsleik? Egill Helgason eyjan.is/silfuregils Ný útrás Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Á loftslagsráðstefnu SÞ náðist marktækur árangur í viðleitni mannkyns til að sporna við loftslagsbreytingum og þeirri vá sem af þeim stafar. Þar ber hæst að þjóðir sem mættu á ráð- stefnuna eru aðilar að samkomulaginu sem náðist um vegvísi samningaviðræðna sem leiða til næstu loftslags- ráðstefnu þegar ákveðið verður hvað tekur við þegar núverandi skuldbindingartímabil Kýótó-bókunarinnar rennur út. Bandaríkjamenn voru í lykilaðstöðu á Balí enda allt til þess að vinna að hafa þá með. Þótt þeir hafi ekki fallist á töluleg markmið um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda verður að hafa í huga að sendi- nefndin var í þeirri erfiðu stöðu að hafa ekki umboð frá Hvíta húsinu um að semja um slíkt. Aðalráðgjafi Bush forseta í umhverfismálum, James Connaughton, er ekki vísindamaður heldur lögfræðingur og var skip- aður af Bush eftir að hafa varið starfsferlinum sem verj- andi framleiðenda í efnaiðnaði og áliðnaði í dóms- málum. Aldrei voru miklar líkur á því að afstaða Hvíta hússins til loftslagsmála yrði allt önnur á Balí en hún hefur verið hingað til. En mikið er að gerast í loftslags- málum í Bandaríkjunum á öðrum vettvangi, t.d. sveit- arstjórnarstiginu og í einstökum fylkjum með Kali- forníu í fararbroddi. Stundum heyrast þær raddir að Kýótó-bókunin hafi verið til lítils gagns vegna þess að hún skuldbindur aðeins þróuð ríki en ekki þróun- arlönd og að útblástur hafi haldið áfram að aukast. Það er rétt að þróunarlönd verða að vera hluti af heildar- samkomulagi. Þær loftslagsbreytingar sem spáð hefur verið eru vá sem mannkynið hefur aldrei áður staðið frammi fyrir og það er gífurlega flókið ferli að ná heildarsamkomulagi um hvernig á að ná utan um þennan vanda. Kýótó-samningurinn var að- eins fyrsta skrefið á þessari leið og óraunhæft að ætla að einn alþjóða- samningur gæti leyst vandann í fyrstu atrennu. En Kýótó skapaði rammann, ruddi brautina og hrinti af stað ferli sem hefur í raun breytt hugarfari til loftslagsmála. Án Kýótó hefði ekki náðst samkomulag á Balí. Höfundur er formaður Landverndar og sótti ráðstefnuna á Balí. Heimurinn eftir Balí ÁLIT Björgólfur Thor- steinsson bth@landvernd.is Gæða fatnaður og reiðtygi • Úlpur • Jakkar • Peysur • Skór • Hanskar • Hjálmar • Hnakkar • Beisli Allt í jólapakkann fyrir hestafólkið Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Sími 568 4240. www.astund.is astund@astund.is ® Gleðileg jól

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.