24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 18

24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 18
Tilefni þess að ég skrifa þessar lín- ur er tvær fréttir, hlið við hlið á blaðsíðu átta í 24 stundum þann 14. desember, sem varpa ljósi á mis- munandi aðferðir í utanríkisþjón- ustu. Það skal strax tekið fram að ég er ekki að fjalla um málið sem um var rætt heldur aðferðir í hagsmuna- gæslu þjóða, að þessu sinni Íslend- inga og Norðmanna. Sú fyrri fjallar um ósæmilega meðferð Bandaríkjamanna á ís- lenskri konu á JFK-flugvellinum í New York. Að því tilefni ræddi ut- anríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, við sendiherra Banda- ríkjanna og kom formlegum mót- mælum á framfæri vegna málsins. Hin síðari fjallar um flug og sigl- ingar Rússa milli norskra borpalla. Þetta eru Norðmenn ekki sáttir við. Því er sendiherra Norðmanna í Rússlandi falið að mótmæla þessu athæfi. Fyrir mörgum árum, á tíma land- helgisstríðanna, skrifaði fyrrverandi sendiherra Íslands grein í Morgun- blaðið og sagði að hann teldi sendi- herra vannýtta í átökum sem þá áttu sér stað og sem eru áþekk því sem er að gerast nú um stundir enda þótt um ólík mál sé að ræða. Sendiherr- ann sagði hlutverk sendiráða vera að gæta hagsmuna þjóðarinnar gagn- vart öðrum ríkjum. Það gerðu þeir með því að koma sjónarmiðum (mótmælum?) á framfæri við þá sem áhrif hefðu þannig að árangur yrði af. Ef sendiherra lands tæki við mótmælum væri á það litið sem ranga hagsmunagæslu ef hann væri að stússast í slíkum málum. Því væri slíkur erindrekstur illa séður í stjórnkerfi því sem sendiherrann til- heyrði og tími kominn til að flytja hann um set, ef ekki eitthvað vonds- legra. Það sem síðra er er þegar utanrík- isráðherra beitir aðferðum í hags- munagæslu landsins sem eru til pólitísks framdráttar hans sjálfs, ekki til að ná árangri í tilteknu máli. Auðvitað er erfitt fyrir mig að kenna ráðherra frumatriði utanrík- isþjónustu, ekki síst þegar áþekkar aðferðir hafa verið notaðar svo mörgum áratugum skiptir. Samt þykir mér ekki ástæða til að þegja yfir þessu máli, eins og svo oft áður, er tilefni gefst er málið liggur ljóslega fyrir á blaðsíðu átta í 24 stundum. Niðurstaða máls míns er sú að beita þurfi aðstöðu og hæfileikum sendiherra okkar og starfsmanna utanríkisþjónustunnar betur en gert hefur verið. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Að reka erindi landsins UMRÆÐAN aEggert Ásgeirsson Það sem síðra er er þegar utan- ríkisráðherra beitir aðferð- um í hags- munagæslu landsins sem eru til póli- tísks framdráttar hans sjálfs, ekki til að ná ár- angri í tilteknu máli. 24stundir/Sverrir Hagsmunagæsla Ingi- björg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra ræddi við sendiherra Bandaríkjanna og kom formlegum mót- mælum á framfæri. 18 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir Sigríður skrifaði: Mig langar til að lýsa ánægju minni með þáttinn Laugardags- lögin í Ríkissjónvarpinu. Þótt ég sé ekki ýkja mikið fyrir tónlist þykir mér alltaf gaman að horfa á þátt- inn sem er fjölbreyttur, skemmti- legur og líflegur. Undanfarið hef ég beðið alla vikuna til að sjá þetta líf- lega og skemmtilega fólk sem kem- ur fram í þættinum. Mér þykir það vera góð hugmynd að fá alls kyns lagahöfunda til að semja lögin því þannig höfðar þátturinn til allra. Gísli Einarsson hefur líka lengi verið í uppáhaldi hjá mér og horfi ég á alla þætti sem hann birtist í. Unga stúlkan sem kynnir þáttinn er ekki síðri og henni fer einkar vel að vera í sjónvarpi, þótt mér þyki klæðnaður hennar stundum svolít- ið furðulegur. BRÉF TIL BLAÐSINS Góður þáttur á laugardögum hringdu og pantaðu í síma 510-37 28 eða atvi nna@24stu ndir.isATVINNUBL AÐIÐ fylgir blaði nu alla laug ardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.