24 stundir - 18.12.2007, Page 19

24 stundir - 18.12.2007, Page 19
EF ÞÚ GETUR BORIÐ HANN PAKKINN 600 KR Hámarksstærð pakka er 1x0,7x0,9 m. Á ekki við um kæli- og frystivöru. Verð fyrir heimakstur með jólapakka er 600 kr. Sími 525 7700 Fax 525 7709 www.flytjandi.is. Sæll vinur Laumaði kleinupoka og f leiru í þeim dúr með jólagjöfunum þar sem það kostar sama og ekker t að senda núna. Þín amma TB W A \R EY KJ AV ÍK \ SÍ A 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 19 Um 82 prósent þjóðarinnar tilheyra Þjóðkirkjunni. Það gerir kirkjuna að stærstu fjöldahreyf- ingu landsins. Mikill áróður hef- ur verið gegn kirkju og kristni undanfarin misseri og þrátt fyrir það tilheyra fyrrnefnd 82 prósent kirkjunni. Öðrum kristnum trú- félögum tilheyra um 8 prósent þjóðarinnar. Samtals gerir þetta um 90 prósent landsmanna. Í því ljósi er mjög eðlilegt og rökrétt að snertiflötur kirkju og sam- félags sé mikill. Það er í raun mjög eðlilegt að gott samstarf sé milli kirkju annars vegar og leik- skóla, grunnskóla, framhalds- skóla, háskóla, sjúkrastofnana, fangelsa og annarra opinberra stofnana hins vegar. Það skerðir á engan hátt stjórnarskrárbundið trúfrelsi að hafa samstarfið gott og náið. Það væri frekar skerðing á trúfrelsi að slíta öll tengsl fyrr- nefndra stofnana við kirkju og kristni. Að rétt hlut hins smáa Að tilheyra trúfélagi er val hvers og eins. Auðvelt er að velja annað trúfélag en það stærsta ef fólk vill. Engum er úthýst fyrir það. Sem prestur í níu ár hef ég skírt nokkurn fjölda barna og það er yndislegt að eiga samtal við foreldra fyrir skírn og skynja að einlægur vilji þeirra er sá að barnið alist upp sem kristin manneskja. Almenningur er vel meðvitaður um muninn á skírn og nafngjöf og velur nær alltaf skírn. Erindi kirkjunnar og kristninnar er hið góða, fagra og fullkomna. Kristnin leitast við að rétta hlut hins smáa og reisa upp hinn niðurbeygða. Kristnin leit- ast við að vernda þá sem geta ekki varið sig sjálfir og heldur á lofti þeim kristna mannskilningi að allir menn séu jafnir. Eins og það er eðlilegt að starfsfólk kirkj- unnar geti mætt sóknarbörnum sínum á vettvangi hins daglega lífs þá er jafn eðlilegt að önnur trúfélög/lífsskoðunarfélög geti mætt sínum meðlimum á vett- vangi hins daglega lífs. Kærleikshugsjón Kristin trú og kristin gildi vilja manneskjunni vel, leita leiða til að styrkja sjálfsmynd manneskj- unnar, hjálpa henni að velja hið góða og hafna því slæma. Kristin trú er lifandi samfélag við lifandi Guð, forvörn fyrir hinn fallvalta, gleði fyrir hinn gæfusama, björg- unarhringur hins bjargarlausa og sálarró hinum sorgmædda. Horfum yfir sviðið. Hvað sjáum við? Tugþúsundir kristinna manna sem mæta náunganum í daglegu lífi af virðingu, um- hyggju og elsku. Hvort sem þar er kennari, læknir, bifvélavirki, smiður, sjómaður eða ræstitækn- ir. Alls staðar er fólk sem mótað er af kærleikshugsjón kristinnar trúar og er hin lifandi kirkja í samfélaginu. Guð gefi öllum gleðileg jól. Höfundur er sóknarprestur á Hvammstanga Þjóðkirkjan er kirkjan þín! UMRÆÐAN aSigurður Grétar Sigurðsson Í því ljósi er mjög eðlilegt og rökrétt að snertiflötur kirkju og samfélags sé mikill. Það skerðir á engan hátt stjórnarskrár- bundið trúfrelsi að hafa samstarfið gott og náið. Það væri frekar skerðing á trúfrelsi að slíta öll tengsl fyrrnefndra stofn- ana við kirkju og kristni. Kærleikshugsjón Alls staðar er fólk sem mótað er af kær- leikshugsjón kristinnar trúar og er hin lifandi kirkja í sam- félaginu. 24stundir/Ómar

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.