24 stundir - 18.12.2007, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Mér hættir til að lifa í fortíð-
inni vegna þess að mestallt
líf mitt tilheyrir henni.
Herb Caen
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
Hetjan er teiknimyndasaga sem
Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur
Örn Björgvinsson hafa gert í sam-
einingu. Áður hafa þau sent frá sér
teiknimyndasögurnar Blóðregn,
Brennuna og Vetrarvíg, sem allar
fjalla um atburði úr Njálu. Hver
bók stendur sjálfstæð en þær tengj-
ast innbyrðis.
Sögurík Njála
„Upphaflega ætluðum við bara
að gera eina bók upp úr Njálu en
við sáum fljótlega að efnið væri svo
mikið að við gætum gert nokkrar
bækur,“ segja Embla og Ingólfur.
Þegar þau eru spurð af hverju þau
hafi kosið að gera teiknimyndasög-
ur upp úr Njálu en ekki einhverri
annarri Íslendingasögu segja þau
ástæðuna vera þá að Njála sé svo
rík af sögum og henti því sérlega
vel inn í teiknimyndasöguformið.
Vinnulag þeirra er með þeim
hætti að þau gera gróft handrit að
sögunni saman, Ingólfur gerir síð-
an teikningarnar og Embla full-
vinnur textann. Um útlit persóna
segir Ingólfur: „Við fylgjum útlits-
lýsingum Njálu að hluta en persón-
urnar fá líf þegar maður byrjar að
teikna þær. Það hafa allir sína
mynd af persónum Njálu þrátt fyr-
ir nákvæmar lýsingar sögunnar.
Það hefur verið afar skemmtilegt
að teikna þessar persónur.“
Tvíeðli Gunnars
Gunnar á Hlíðarenda er aðal-
persónan í Hetjunni. „Gunnar er
hetjan okkar allra. Hann er Hetj-
an,“ segja Embla og Ingólfur. „Um
leið veit hann ekki hvað hann á að
vera. Þetta tvíeðli hans vakti áhuga
okkar. Hann er friðsemdarmaður,
bóndi og eiginmaður og vill öllum
vel. En um leið og hann grípur at-
geirinn hikar hann ekki við að vega
mann og annan.“
Embla og Ingólfur hafa ekki sagt
skilið við Njálu því síðasta bókin í
bókaflokknum fer senn í vinnslu
og fjallar um Hallgerði langbrók.
Ingólfur Örn og Embla Ýr „Gunnar
er hetjan okkar allra. Hann er Hetjan.“
Teiknimyndasaga um Gunnar á Hlíðarenda
Hetjan okkar allra
➤ Höfundarnir hlutu Barna-bókaverðlaun fræðsluráðs
Reykjavíkur árið 2004 fyrir
Blóðregn, þar sem sögð er
saga Kára Sölmundarsonar.
➤ Höfundarnir hlutu síðan Vor-vindaviðurkenningu Ibby árið
2005 fyrir Blóðregn og
Brennuna.
BÆKURNARGunnar á Hlíðarenda er
aðalpersónan í teikni-
myndasögunni Hetjunni.
Höfundar eru Embla Ýr
Bárudóttir og Ingólfur
Örn Björgvinsson en
þetta er fjórða teikni-
myndasagan sem þau
gera upp úr Njálu.
Hetjan Ein af myndum
bókarinnar.
24Stundir/Brynjar Gauti
Á þessum degi árið 1946 fæddist leikstjórinn Steven
Spielberg í Cincinnati. Hann var feimið barn sem kaus
að tjá sig með því að gera myndir heima hjá sér. Tólf
ára gamall var hann farinn að gera myndir eftir hand-
ritum og fékk nágrannakrakka til að leika í þeim.
Hann lagði stund á kvikmyndagerð og frami hans
varð undraskjótur. Meðal þekktra mynda hans eru
Jaws, Close Encounters, ET, Schindler’s List og Saving
Private Ryan.
Fyrri eiginkona hans var leikkonan Amy Irving. Sú
seinni er Kate Capshaw sem hann leikstýrði í Indiana
Jones and the Temple of Doom og samtals eiga þau sjö
börn.
Spielberg er talinn einn mesti kvikmyndasnillingur
sögunnar en hefur einnig hlotið sinn skammt af gagn-
rýni. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferl-
inum, þar á meðal þrenn Óskarsverðlaun.
Spielberg
fæðist
MENNINGARMOLINN
Vetrarhefti tímaritsins Þjóð-
mála er komið út. Meðal efnis
er ritgerð eftir heimsþekktan
hagfræðing, Geoffrey Wood,
þar sem hann veltir vöngum
yfir kostum þess fyrir Íslend-
inga að taka upp nýjan gjald-
miðil, t.d. svissneskan franka.
Bjarni Bragi Jónsson, fyrrver-
andi aðstoðarseðlabankastjóri,
vísar hins vegar öllum slíkum
hugmyndum á bug í annarri
ritgerð. Gísli Freyr Valdórsson
birtir nýja rannsókn sem sýnir
hlutdrægni fréttastofu Útvarps
við fréttaflutning af umræðum
um ójöfnuð og fátækt veturinn
2006–2007. Guðni Th. Jóhann-
esson rýnir í óbirtar dagbækur
Gunnars Thoroddsens og segir
frá upphafi þingmennsku
hans. Þá svarar Skúli Magn-
ússon Kínafari ritdómi Morg-
unblaðsins um ævisögu Maós.
Nýtt hefti
Þjóðmála
Afmæl-
isútgáfa með
verkum
Sveinbjörns
Sveinbjörns-
sonar og íslenskum flytj-
endum í fremstu röð er kom-
in út á nýjum geisladiski á
vegum Naxos í 62 löndum.
Sveinbjörn, hinn ástsæli höf-
undur þjóðsöngsins, er því
kominn í útrás. Flytjendur á
geisladisknum eru: Nína
Margrét Grímsdóttir píanó-
leikari, Auður Hafsteinsdóttir
fiðluleikari, Sigurður Bjarki
Gunnarsson sellóleikari og
Sigurgeir Agnarsson sellóleik-
ari.
Sveinbjörn
í útrás
AFMÆLI Í DAG
Paul Klee
myndlistarmaður, 1879
Keith Richards
tónlistarmaður, 1943
5X SNYRTISPEGILLINN
ÓVIÐJAFNANLEGI
TILVALIN JÓLAGJÖF
LAUGAVEGI 80
SÍMI 561 1330
WWW.SIGURBOGINN.IS