24 stundir - 18.12.2007, Síða 30

24 stundir - 18.12.2007, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Það hefur verið vaxandi aðsókn hjá okkur núna á aðventunni en um 15 til 20.000 gestir heimsækja okkur á ári, flestir erlendir á sumrin. Nú í desember erum við með sérstakan aðventumatseðil og erum líka í sam- starfi við jólasveinana sem búa í Dimmuborgum. Þeir koma og heimsækja okkur um helgar klukkan hálfsex, á mjaltatíma, segir Ólöf Hall- grímsdóttir, eigandi kaffihússins. Hrátt hangkjöt með kotasælu Á aðventumatseðlinum má finna margt þjóðlegt, meðal annars hverabrauð, hangikjöt og reyktan silung. Auk þess er á matseðlinum heimagerður mosarella- og fetaost- ur framleiddur á staðnum. „Hver- arúgbrauðið er bakað við jarðhita í sólarhring og það notum við mjög mikið með öllum réttum. Síðan bjóðum við upp á hrátt hangikjöt sem við berum fram með kotasælu og heimagerðri bláberjasultu, en þetta þrennt fer mjög vel saman. Fólki finnst hráa hangikjötið mjög gott og vinsældir þess hafa tekið kipp, en er það kjörið í smá- og for- rétti. Að reykja kjötið tekur sinn tíma þar sem það tekur lágmark tíu daga upp í hálfan mánuð og síðan er það látið hanga eftir á. Í fetaost- inn sem við framleiðum tínum við villtar jurtir eins og blóðberg og birki og förum svo út í eyjar hér skammt undan og tökum hvanna- rfræ sem við notum í olíuna þannig að osturinn fær svolítinn keim af villijurtum. Fetaosturinn þarf um viku til að verða góður, en hann er bestur eftir að hafa legið dálítinn tíma í olíunni. Mosarellaosturinn er þægilegri í framleiðslu en hann er búinn til í dag og borðaður á morg- un. Einnig erum við ætíð með gúll- assúpu á matseðlinum og notum einungis okkar kjöt í hana eins og annað en það má segja að einkunar- orð okkar séu þú ert það sem þú borðar og því viljum við vita hvað- an hráefnið kemur. Loks verkum við og taðreykjum silung sam- kvæmt okkar gömlu hefðum en fiskinn kaupum við hjá eldisstöð í Kelduhverfi,“ segir Ólöf. Mývetnskar gjafakörfur Fyrir jólin er einnig hægt að kaupa mývetnskar matarkörfur í Vogum en í þær getur fólk valið úr þeim matvælum sem framleidd eru á staðnum. Auk þess er hægt að setja í körfurnar konfekt jólasvein- anna í Dimmuborgum og nýja spil- ið Fiskispil, sem er hönnun stráks úr Mývatnssveitinni. Segir Ólöf að vinsældir hafi verið vonum framar og sé hangikjötið af veturgömlu svo til uppselt. Körfurnar eru sendar víða um land og þær er hægt að panta í síma 464 4344. Aðventumatseðill á kaffihúsinu í Vogum í Mývatnssveit Heimatilbúnir ostar og hrátt hangikjöt ➤ Notast við matvæli frá bónda-bæjum í nágrenninu, svo sem grænmeti og ís. ➤ Tekur á móti hópum á að-ventunni með öllu tilheyr- andi. ➤ Hefur til sölu mývetnskargjafakörfur fullar af heima- gerðu góðgæti sem hafa ver- ið afar vinsælar. KAFFIHÚSIÐ Í VOGUM Kaffihúsið í Vogum í Mý- vatnssveit er innbyggt í fjósið á bænum. Þar er í boði þjóðlegur matur á aðventunni en kaffihúsið er nú opið um helgar fram til 23. desember. Vinsælt Hráa hangikjötið er mjög vinsælt og borið fram með sultu og kotasælu. Fyrir þá sem vilja ekki alveg tapa sér í konfektinu um hátíðarnar er tilvalið að hafa skálar af ávöxtum, hnetum og rúsínum um allt hús. Konfektátið stafar oft hreinlega af leiða og vegna þess að það er uppi við. Að sama skapi er tilvalið að hafa hollari valkost í boði og þá eru minni líkur á að konfektið sé alltaf valið. Best er að skera ávext- ina niður því þá eru þeir aðgengi- legri auk þess sem meiri líkur eru á að fólki næli sér í bita, séu þeir niðurskornir og lokkandi. Hnetur og rúsínur eru að sama skapi góð- ur kostur og seðja þessa sæt- indaþörf, sem hellist yfir marga á jólunum. Hollt nasl á jólunum Söluaðilar.: Garðheimar - Húsasmiðjan - EGG - Búsáhöld, Kringlunni - Pottar og Prik, Akureyri www.weber.is hnífaparatöskur Jólatilboð www.pottar.is Pöntunar sími 897-0513 Sýni vörurnar í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu ef óskað er. 72 hlutir, verð 16.000 krónur gyllt eða stál 114 hlutir, aðeins 25.000 krónur stál Ice-Atlantic ehf. Serblad 24 stunda jolablad Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 Kata@24stundir.is

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.