24 stundir - 18.12.2007, Síða 33

24 stundir - 18.12.2007, Síða 33
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 33 Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Gegnum rifurnar eftir Sirrý nokkra Sig. Bókin fjallar um hinn fjöruga og hugmyndaríka Örn Hilmar sem býr einn með mömmu sinni sem vinnur mikið, þannig að hann leitar mikið til Guggu gömlu sem býr í kjallaranum. Eins og alla langar hann að eiga vini og vera vinsæll en það er ekki alltaf auð- velt. Hann fer því óvenjulegar leið- ir til að ná athygli skólafélaganna og fær að kynnast skrifstofu skóla- stjórans meira en hann kærir sig um. „Þetta er raunsæ saga um skemmtilegan strák sem lendir í alls kyns ævintýrum,“ segir Sirrý. „Það besta við hann er að hann er svona karakter eins og margir kannast við og það er örugglega allavega einn svona í hverjum bekk í grunnskóla.“ Þó svo að þetta sé fyrsta bók Sir- rýjar er hún þegar komin með töluverða reynslu af skrifum, enda hlaut hún fyrstu verðlaun í smá- sagnakeppni Nýs Lífs í ár og hefur verið einn af pennunum á rit- hringur.is um nokkuð skeið. „Það voru í raun og veru börnin mín fjögur sem hvöttu mig til þess að fara með söguna til útgefanda, enda lásu þau yfir hana og voru stórhrifin. Ég lét tilleiðast og nið- urstaðan varð sú að Tindur á Ak- ureyri féllst á að gefa hana út,“ seg- ir hún og bætir því við að hún sé ánægð með viðbrögðin sem hún hefur fengið við þessari fyrstu bók sinni. „Um daginn var ég til dæmis að lesa upp fyrir grunnskólanem- endur í Njarðvík og þeir voru afar áhugasamir og spurðu margs kon- ar spurninga eftir að lestrinum lauk. Áður höfðu fullorðnir hrósað sögunni en það eru auðvitað börn og unglingar sem eru markhóp- urinn.“ Sirrý segist þegar vera búin að skrifa næstu bók. „Það er mynd- skreytt barnabók og það eina sem ég á eftir að gera er að fara með hana til útgefanda.“ Ný bók eftir höfundinn Sirrý Sig Allir kannast við Örn Örn Hilmar er fjörugur og hugmyndaríkur 12 ára strákur sem býr einn með mömmu sinni, leitar á náðir gömlu konunnar í kjallaranum og fer óvenjulegar leiðir til að ná athygli skólafélag- anna. Börnin mín ýttu mér út í þetta Sirrý Sig. ➤ Heitir í raun Sigríður Sigurð-ardóttir en er alltaf kölluð Sirrý Sig. ➤ Á fjögur börn og jafnmörgbarnabörn og býr í Njarðvík. SIRRÝ SIG Draupningsgata 7,m 603 Akureyri S: 462 - 6600 polyak@simnet.is Auglysingasimi Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is Heilsa Serblad 24 stunda 4.januar 2008

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.