24 stundir - 18.12.2007, Page 36

24 stundir - 18.12.2007, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir LÍFSSTÍLLFERÐIR ferdir@24stundir.is a Það ríkir meiri ró yfir öllu úti. Búðir eru ekki opnar eins lengi og fólk er búið að öllu fyrr. Það gefst nægur tími til að lesa jóla- bækurnar og spila. Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Við förum út til að njóta samver- unnar með börnunum okkar og njóta þess að vera hvert með öðru,“ segir Helga Sverrisdóttir en hún og eiginmaður hennar, Bjarni Ár- mannsson, ætla að fara með börn- in sín fjögur til Óslóar og dvelja þar yfir jólin. Þau eru nú í óðaönn að klára allt sem þarf að gera áður en haldið er út, en þar ætla þau að slappa af og njóta jólanna. Jólamaturinn valinn úti í búð „Það ríkir meiri ró yfir öllu úti. Búðir eru ekki opnar eins lengi og fólk er búið að öllu fyrr. Það gefst nægur tími til að lesa jólabækurnar og spila. Trivial Pursuit og Party og co. eru ofarlega á vinsældalistanum hjá krökkunum,“ segir Helga sem var að leggja lokahönd á jólakorta- skrif ásamt Bjarna þegar viðtalið var tekið. Einfaldleikinn ræður ríkjum í jólahaldinu hjá Helgu og Bjarna en til marks um það ákveða þau hvað verður í jólamatinn úti í búð og fá börnin miklu ráðið um hvað verður á borðum á aðfanga- dagskvöld. Sækja í rólegheit „Íbúðin sem við verðum í er í skemmtilegu hverfi þar sem er gaman að rölta um og útrétta síð- ustu hlutina fyrir jólin. Við kaup- um til dæmis jólatré hjá blómasal- anum á horninu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjölskyldan dvelur erlendis yfir jólin því fyrir tveimur árum voru þau í Kaupmannahöfn. „Það var mjög gaman og friðsælt. Til marks um rólegheitin fórum við fjölskyldan á skautasvell á Kóngsins nýja torgi á Þorláksmessu og í gönguferð klukkan fjögur á aðfanga- dag. Heima er ég yfirleitt á barmi taugaáfalls á þeim tíma.“ Meiri tími með börnunum En hvernig skildi krökkunum lí- tast á að fara út yfir jólin? „Þau eru mjög spennt og hlakka mikið til. Þau vita sem er að þarna úti gefst tími til að gera hluti sem ekki væri hægt að gera heima með foreldr- unum.“ Fjölskyldan kemur heim fyrir gamlárskvöld og segir Helga að allir vilji vera á Íslandi um ára- mótin. „Bjarni verður að fá að hlaupa í gamlársdagshlaupi ÍR og það toppar enginn okkur Íslend- inga á gamlárskvöld. Þá skal vera handagangur í öskjunni,“ segir Helga að lokum. Sækja í friðsæl jól í Ósló þar sem börnin fá að njóta sín Í Trivial með börn- unum á jólunum Íslendingar eiga það til að gleyma sér í stressi og verslunarferðum á síð- ustu stundu yfir hátíð- arnar. Helga Sverrisdóttir og Bjarni Ármannsson ætla að njóta jólanna í friði og ró í Ósló þar sem börnin verða í aðal- hlutverki. Fjölskyldan ætlar að hafa það náðugt í Ósló. ➤ Helga og Bjarni eiga 4 börn.Þau eru Tómas, 13 ára, tvíbur- arnir Benedikt og Helga Guð- rún, 9 ára, og Auður, 4 ára. ➤ Fjölskyldan hefur áður dvaliðerlendis yfir jólin, þá í Kaup- mannahöfn. STÓRFJÖLSKYLDA Samkvæmt úttekt indverska blaðsins The Economic Times er Ísland fimmti áhugaverðasti áfangastaðurinn í heiminum að mati þarlendra ferðamanna. Blaðið, sem er annað stærsta við- skiptadagblað í heimi, tekur fram að Ísland sé óvænt á þessum lista, en aðeins Bandaríkin, Sviss, Austurríki og Þýskaland eru eft- irsóknarverðari áfangastaðir í augum indverskra ferðamanna. Ferðamannaiðnaðurinn á Ind- landi vex gríðarlega ört og þá fjölgar þeim sérstaklega sem fara út fyrir landsteinana. Duglegir að eyða Það gefur augaleið að þeir Ind- verjar sem ferðast hingað til lands eru flestir loðnir um lófana enda er afar kostnaðarsamt að fara hingað í frí. Á ferðum sínum um heiminn eyðir hver Indverji að meðaltali tíu til sautján þús- und krónum á dag. Ferðaskrifstofur beina því sjónum sínum í auknum mæli að Indverjum og keppast við að selja þeim ferðir á áfangastaði sína. Aðalástæðan fyrir auknum ferða- lögum Indverja er að sögn The Economic Times hækkun ráð- stöfunartekna landsmanna. Rúmlega 8 milljónir indverskra ferðamanna lögðu upp í ferðalög árið 2006 þannig að það er eftir miklu að slægjast, og ljóst er að íslenskar ferðaskrifstofur hugsa sér gott til glóðarinnar þegar kemur að þessum stóra markaði. hh Ísland vekur áhuga Indverja SÖLUÞÓKNUN 1,4 % Vantar flestar tegundir eigna á söluskrá. Halldór Svavarsson í síma 897 3196 eða halldor@firmus.is Í HARÐVIÐARVAL GJAFABRÉF GEFÐU Gefðu góða Gjöf www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • Auðvelda þér að standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Verð frá 98.000 krónum

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.