24 stundir - 18.12.2007, Side 38

24 stundir - 18.12.2007, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir LÍFSSTÍLLMENNTUN menntun@24stundir.is a Nú gerir fólk meiri kröfur til þess að þarna sé unnið faglega með börnin og ánægja með leikskólana er mjög mikil í landinu. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Bergur Felixson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavík- ur, hefur ritað sögu leikskóla borg- arinnar á árunum 1975-2005. Miklar þjóðfélagsbreytingar áttu sér stað á þessum tíma í kjölfar þess að konur fóru í auknum mæli út á vinnumarkaðinn. Þær breyt- ingar höfðu áhrif á starf leikskól- anna enda þurfti einhver að gæta barnanna á meðan foreldrarnir voru í námi eða vinnu. Vorum illa í stakk búin „Við vorum mjög illa í stakk bú- in að taka á móti þeirri breytingu á sínum tíma því að bæði vantaði fagfólk og starfsfólk – sem vantar reyndar enn – og svo vorum við aðeins með hálfsdagsleikskóla. Þetta er tími sem nútímafólk þekk- ir ekki þó að manni finnist kannski ekki langt síðan,“ segir Bergur. „Menn urðu að redda hinum helmingnum af deginum með ein- hverjum ráðum af því að fólk var í námi eða komið í starf. Þá leitaði fólk kannski til dagmæðra eða mömmu og pabba og þaut á bílum um bæinn. Af þessu skapaðist streita og mikil óánægja meðal ungs fólks sem þurfti að standa í þessu. Það hefur samt tekist ótrú- lega vel að koma til móts við þetta þó að enn stöndum við frammi fyrir starfsmannaskorti,“ segir Bergur. Fólk gerir meiri kröfur Viðhorf almennings til leikskóla og þess starfs sem þar er unnið hefur einnig breyst mikið á þess- um þrjátíu árum að mati Bergs. „Fólk leit á leikskólana eins og hvern annan stað en nú gerir fólk meiri kröfur til þess að þarna sé unnið faglega með börnin og ánægja með leikskólana er mjög mikil í landinu,“ segir Bergur og bætir við að skoðanakannanir hafi sýnt þetta. „Við byrjuðum á því að gera skoðanakannanir en þá var eiginlega nýtt í stjórnsýslunni að menn væru spurðir um hvernig þeim líkaði við opinbera þjónustu. Ánægja fólks jókst sem og álit á því hvort þarna væri unnið faglegt starf þannig að við sáum að leik- skólarnir voru á réttri leið,“ segir hann. Ný lög um leikskóla voru sett árið 1991 og 1994 og segir Bergur að þau hafi breytt miklu. „Með þeim voru gerðar faglegar kröfur til leikskólanna og að fram færi reglubundið mat á starfinu og annað slíkt,“ segir hann. Bergur vann að leikskólamálum í borginni í þrjá áratugi og segist hann geta litið glaður um öxl. Hann vill þó ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn af því sem vel var gert. „Stéttin var óskaplega dug- mikil og meðvituð og þurfti að sanna sig. Ég held að það hafi fyrst og fremst verið hún sem vann mest að þessu. Konurnar tóku mjög virkan þátt í lagagerð og unnu að því að bæta starfið og gera meiri kröfur til þess,“ segir hann. Bergur hefur unnið að ritun bókarinnar frá því að hann hætti sem framkvæmdastjóri Leikskól- anna árið 2005. „Mér fannst þetta svolítið erfitt til að byrja með en gaman eftir að ég var kominn út í það. Og sérstaklega þegar ég var búinn,“ segir Bergur Felixson að lokum. Bergur Felixson hefur ritað sögu leikskóla Reykjavíkur 1975-2005 Mannekla ekki nýr vandi Leikskólar Reykjavíkur voru illa í stakk búnir til að mæta aukinni eft- irspurn eftir plássum upp úr miðjum áttunda ára- tugnum. Margt hefur áunnist á þessum tíma þó að mannekla sé viðvar- andi vandi. Margt hefur batnað Margt hefur breyst til hins betra í starfi Leikskóla Reykjavíkur á undanförnum þremur áratugum þó að sum vandamál séu viðvarandi. ➤ Áður en borgin tók við rekstrileikskólanna voru þeir reknir af Sumargjöf. ➤ Fjöldi heilsdagsplássa í leik-skólum Reykjavíkur hefur fimmfaldast frá því Bergur hóf störf hjá leikskólunum. ➤ Tæplega 1.700 manns unnuhjá Leikskólum Reykjavíkur á síðasta ári. LEIKSKÓLAR Í REYKJAVÍK Jólafrí eru framundan í skólum landsins og jafnt kennarar sem nemendur farnir að hlakka til. Forráðamönnum yngstu nem- endanna er ráðlagt að skrifa hjá sér hvenær börnin eiga að mæta í skóla aftur á nýári. Þó að flest börn séu með það á hreinu hve- nær fríið hefst vefst gjarnan fyrir þeim hvenær alvara lífsins tekur aftur við. Fullorðnir gleyma því einnig þegar vanafesta hversdags- ins fer úr skorðum. Jólafrí hefst í nær öllum grunnskólum Reykja- víkur hinn 21. desember og stendur til 3. janúar samkvæmt skóladagatali menntasviðs. Jólafrí hefjast senn í skólum Á vefsíðunni nymenntastefna.is er hægt að nálgast helstu upplýs- ingar um fjögur ný frumvörp til laga sem menntamálaráðherra hefur lagt fram. Þar er meðal annars að finna svör við algeng- um spurningum auk þess sem fólki gefst kostur á að senda sjálft inn spurningar. Um er að ræða frumvarp um leik- skóla, um grunnskóla, um fram- haldsskóla og frumvarp um menntun og ráðningar kennara. Frumvörp um menntastefnu Námsmenn eru að ljúka prófum um þessar mundir og fagna því að vera lausir v ið bækurnar í fá- eina daga. 24 stundir tóku saman hugmyndalista fyrir námsmenn sem vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera í jólafríinu.  Jólin eru upplagður tími til að njóta samvista við fjölskyldu og vini. Farið í stuttar ferðir saman, borðið góða máltíð eða takið í spil.  Fátt jafnast á við að setjast í hægindastól og sökkva sér ofan í góða bók, sérstaklega ef veðrið er leiðinlegt. Námsbækurnar mega þó bíða betri tíma.  Sjónvarpsgláp er einnig kær- komin skemmtun þegar veður er leiðinlegt í jólafríinu. Ef dag- skráin stenst ekki væntingar má alltaf leigja góða spólu.  Sinnið áhugamálunum. Þegar maður er í fullu námi er hætt við að áhugamál þurfi að sitja á hak- anum. Á jólum gefst kærkomin stund til að bæta úr því. Hugmyndalisti fyrir jólafríið ❄ ❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄ Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum: www.gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 9:00 og 15:00, verða starfsmenn Kirkjugarðanna á vettvangi og taka á móti ykkur og leiðbeina að leiðum. Fossvogskirkja verður opin á aðfangadag frá kl. 10:00 til 15:00. Á aðfangadag frá kl. 09:00 til 15:00 er allur akstur um kirkjugarðinn í Fossvogi óheimill, nema fyrir hreyfihamlaða. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is ❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.