24 stundir


24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 48

24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 48
Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Nýjasta kvikmynd Will Smith gerði sér lítið fyrir um síðastliðna helgi og sló met sem myndin Lord of the Rings: The Return of the King átti áður, þegar hún átti bestu frum- sýningarhelgi desembermánaðar. Þegar Return of the King var frumsýnd árið 2003 halaði hún inn 72,6 milljónir dollara fyrstu helgina. Nú hefur I am Legend bætt um betur en hagnaður af henni yfir frumsýningarhelgina var 76,5 milljónir dollara, eða ríflega 4,8 milljarðar íslenskra króna. Þótt þessi árangur sé býsna góð- ur nær myndin þó ekki nema 16. sæti á listanum yfir bestu frumsýn- ingarhelgar allra tíma. Palli var einn í heiminum Það er óhætt að fullyrða að um- fjöllunarefni I am Legend sé ekki í takt við hinn hefðbundna jóla- anda. Myndin segir frá manni að nafni Robert Neville sem er, að öll- um líkindum, síðasti maðurinn á jörðinni eftir að skelfilegur vírus, sem er manngerður og átti að vera lækning við krabbameini, hefur gengið yfir heimsbyggðina og fellt um 90 prósent mannkyns. Þeir sem smitast af þessum vírus deyja þó ekki heldur breytast í ein- hvern óskapnað sem nærist á þeim sem veiktust ekki af vírusnum. Í myndinni er fjallað um lífsbaráttu Neville á götum New York-borgar sem er svipur hjá sjón eftir að öll siðmenning hefur farið til fjand- ans. Vinsæl saga Kvikmyndin I am Legend er byggð á samnefndri vísindaskáld- sögu eftir rithöfundinn Richard Matheson frá árinu 1954. Saga hans hefur þrívegis verið kvikmynduð en söguþráður hinn- ar nýju myndar á lítið sameiginlegt með hinni upprunalegu bók þar sem bæði endi sögunnar og lyk- ilatriðum hennar hefur verið breytt mjög mikið. Myndin hefur fengið misjafna dóma gagnrýn- enda en hún verður frumsýnd á Ís- landi 26. desember. Kvikmyndin I am Legend er vinsælust vestanhafs Mynd Will Smith slær aðsóknarmet ➤ Fyrsta myndin sem byggð vará sögunni var The Last Man on Earth árið 1964 og skart- aði hún Vincent Price í aðal- hlutverki. ➤ The Omega Man var svo gerðárið 1971 og þá var ekki ómerkari maður en Charlton Heston í aðalhlutverkinu. I AM LEGEND Kvikmyndin I am Legend sló um síðastliðna helgi fjögurra ára gamalt met er hún átti bestu frumsýn- ingarhelgi desembermán- aðar. Will Smith fer með hlutverk manns sem er líklega síðasti maðurinn á jörðinni, að utanskildum skrímslunum. Brenndur maður forðast skrímslin Þegar þú ert um- kringdur milljónum skrímsla er öruggara að vera vel varinn. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Nýjasta kvikmynd Wills Smiths gerði sér lítið fyrir um síðastliðna helgi og sló met, sem myndin Lord of the Rings: The Return of the King átti áður. 48 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir Peter Jackson ætlar að sjá til þess að leikarinn Andy Serkis hafi nóg að gera en hinn knái leikstjóri hefur nú opinberað að Serkis komi til með að leika í hinum þremur væntanlegu Tinnamynd- um sem Jackson er að undirbúa ásamt Steven Spielberg. Jackson hefur fullyrt að Serkis komi ekki til greina sem hinn æv- intýragjarni Tinni en margir standa í þeirri trú að Serkis sé ætlað að fara með hlutverk Kol- beins kafteins, hins bölvandi og sídrekkandi félaga Tinna. Jackson ætti ekki að vera ókunn- ur verkum Serkis því hann hefur tvívegis leikið í myndum Jack- sons, fyrst lék hann Gollum í Hringadróttinssögu og svo of- vöxnu górilluna Kong í stór- myndinni King Kong. vij Serkis leikur í Tinnamyndum Sú var tíðin að Medal of Honor- leikirnir voru hápunkturinn á hverju ári skotleikjaunnandans. Nú hefur gæðastimpill seríunnar horfið sömu leið og diskótónlistin og fótanudd- tækin. Medal of Honor Airborne reynir að blása lífi í leikjaröðina með því að láta hvert borð hefjast á því að leikmaðurinn stekkur út úr flugvél og notar síðan fallhlíf til að stýra falli sínu til jarðar. Í Medal of Honor Airborne fer leikmaðurinn í fótspor Boyd Tra- vers, fallhlífahermanns sem hefur fengið það sígilda verkefni að frelsa Evrópu undan ofríki og illsku nas- istanna. Grafík leiksins er vel fyrir neðan það sem maður myndi kalla viðunandi og ofan á það bætist síð- an þó nokkuð hikst í spilun leiksins þegar hasarinn hefst fyrir alvöru. Því er það hægara sagt en gert að þurrka út hersveitir nasista ef mað- ur sér ekkert hvert eða hvað maður er að skjóta. Stjórnkerfi leiksins er vægast sagt óþægilegt, þó venst það með tím- anum en verður aldrei það gott að gott flæði komi á leikinn. Það er vissulega hægt að kreista nokkra dropa af skemmtun út úr leiknum en þeir eru fáir og alltof dýru verði keyptir. Hikstandi í háloftum MEDAL OF HONOUR AIRBORNE PS3 16+ Viggó Ingimar Jónasson viggo@24stundir.is 67%= SPILUN: 56% ENDING: 68% GRAFÍK: 59% HLJÓÐ: 86% X-treme Power Allt að 80% meira ljós. FÆST Á ÖLLUM BENSÍNSTÖÐVUM SKELJUNGS www.stilling.is // stilling@stilling.is NÝJAR H4 og H7 bílaperur frá Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Serblad 24 stunda Auglysingasimi Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is Heilsa 4.januar 2008

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.