24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Með eða án hjóla Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Eftir að fréttirnar tóku að ber- ast frá Moody’s fóru fyrirtæki í Kauphöllinni að lækka. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Skammt var stórra högga á milli á markaðnum í gær. Hlutabréf tóku að hækka mjög eftir að Kaupþing banki tilkynnti að hætt væri við yf- irtökuna á hollenska bankanum NIBC. Stuttu síðar reið áfall yfir markaðinn þegar fréttir bárust af því að matsfyrirtækið Moody’s hefði tekið til athugunar lánshæfi íslensku bankanna. Kaupþing hættir við Ákvörðun Kaupþings kom eftir þrálátar sögusagnir um að bankinn yrði að hætta við yfirtökuna. Hafði því t.d. verið haldið fram að Fjár- málaeftirlitið hygðist stöðva yfir- tökuna, enda hefði Kaupþing ekki fjárhagslega burði til að standa í henni. Eftir að ákvörðun Kaup- þings var gerð opinber neitaði þó Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupings, því að tilmæli hefðu komið frá eftirlitinu um að hætta við yfirtökuna. Sagði hann jafn- framt að bankinn myndi ekki þurfa að greiða JC Flowers, eiganda NIBC, skaðabætur vegna samn- ingsslitanna. Ekki trúverðugleikabrestur Lars Christensen, aðalhagfræð- ingur hjá greiningardeild Danske Bank, segir í samtali við 24 stundir ljóst að fjárfestar hafi tekið ákvörð- un Kaupþings fagnandi og fréttirn- ar séu jákvæðar fyrir íslenskan markað. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, tekur undir það. Segir hann að öfugt við það sem haldið hefur verið fram í erlendum fjölmiðlum, þurfi ákvörðun Kaupþings um að hætta við ekki endilega að leiða til trú- verðugleikabrests enda hafi hún verið reist á góðum rökum. Fleiri tóku ákvörðun Kaupþings fagnandi. Á norska viðskiptavefn- um E24 í gær var sagt frá því að verðmæti hlutabréfa í norska fjár- málafyrirtækinu Storebrand hefði rokið upp eftir að Kaupþing til- kynnti að hætt væri við yfirtökuna, en Kaupþing á 20% hlut í Store- brand. Er þar haldið fram að vegna óvissu í fjármálum Kaupþings hafi margir talið að bankinn myndi selja hlut sinn í Storebrand. Fyrst ekki verði af yfirtökunni verði hægt að koma stöðugleika á fjármál Kaupþings, og séu því taldar minni líkur á að bankinn selji bréfin. Skuldatryggingaálag íslensku viðskiptabankanna lækkaði um 50 punkta eftir að fréttir bárust af ákvörðun Kaupþings, sem þýðir að lánskjörin sem þeim bjóðast á al- þjóðlegum mörkuðum skánuðu. Moody’s étur hækkunina Skuldatryggingaálagið hækkaði hins vegar aftur um 30 punkta eftir að fréttir bárust af því að Moody’s hygðist enduskoða lánshæfisein- kunn allra íslensku bankanna þrátt fyrir ákvörðun Kaupþings. Mats- fyrirtækið tók lánshæfiseinkunn Kaupþings síðast til athugunar í ágúst á síðasta ári vegna fyrirhug- aðrar yfirtöku á hollenska bankan- um. Þegar upp var staðið skánuðu lánskjör bankanna því í gær. Eftir að fréttirnar tóku að berast frá Moody’s fóru fyrirtæki í Kaup- höllinni jafnframt að lækka, og gekk t.d. hækkunin í Kaupþingi nánast öll til baka. Góður dagur og slæmur  Kaupþing hætti við yfirtökuna á NIBC, Moody’s ergði bankana Hreiðar Már Segir Fjármála- eftirlitið ekki hafa þvingað Kaupþing til að hætta við. ➤ Fljótlega eftir að Kaupþingtilkynnti um að hætt væri við yfirtökuna hækkuðu hluta- bréf í bankanum um 10%. ➤ Hækkunin gekk að mestu tilbaka eftir að Moody’s til- kynnti að lánshæfi viðskipta- bankanna væri til athugunar. BRÉF Í KAUPÞINGI Árvakur/Árni Sæberg MARKAÐURINN Í GÆR             !"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                        : -   0 -< = $ ' >345>45? 3?@AB445C CC??C5A?C@ 35@BDDC>B 3@5DCC5ABC 4CDA?B>? 5B@5A>DA 4BDB3345@4 >AD55>C?@4 C?5>A>5D 5@CD>D?D3 5>B4?D?>3 CB3@DAD4 CDD?B4D> CB>@B@@ @ B??3?D 3>4CB5B >>ACDCC AD>D3BB B@>C>BAB 344A4@@ , , , 4A3@@@@@ , , ?EB? 5CE@@ C3EA@ C@EAD CAEA5 3>E>5 >DE55 DD@E@ 3CE>5 AAE4@ DEC3 CBEC> 5E?B A4E@@ CEA4 4E4A C?AE5 C54@ B>5E@ CEB3 C34E@ 3EB> >3E>@ , , 33C5 , , ?E4@ 5CE5@ CBE@@ CCE@5 >@E@@ 3>E55 >DEA5 DDCE@ 3CEB@ C@@E5 DEC4 CBE>3 5EA3 A4EA@ CEA? 4ED4 CA>E@ C5D5 B35E@ CE5@ CBCE@ 3EBD , , , 3345 C@E@@ 4E5@ /   - A 45 C?> DC CCA C? C> 3?B CB> 5 C4C 4D 4 4 4 , C 3 3 BB C 4 , , , D , , F#   -#- 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? >AC>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? 3@C>@@? >AC>@@? 3@C>@@? AC>@@? 4C>>@@D >>?>@@D 3@C>@@? >5C>@@? CBC>@@? ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi fyrir 6.387 milljónir. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Flögu eða um 37,96%. Bréf í Eimskip hækkuðu um 4,33% og bréf í Kaupþingi um 1,18%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í SPRON og nágrennis eða um 2,04%. Bréf í Landsbankanum lækkuðu um 1,73% og bréf í FL GROUP um 1,61%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,22% og stóð í 5.540,71 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 0,08% ● Samnorræna OMX-vísitalan hækkaði um 0,26%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 0,9% og þýska DAX-vísitalan um 0,1%. Tæpum helmingi starfsmanna rit- stjórnar fríblaðsins Nyhedsavisen í Danmörku, eða 40 manns af 90, var sagt upp störfum í gær en síð- um blaðsins hefur verið fækkað á undanförnum mánuðum. Útgáfu blaðsins í Óðinsvéum verður hætt. Alls missa 200 manns vinnuna, að því er danskir fjölmiðlar greina frá. Netfyrirtækið Freeway mun taka yfir vefsíðuna avisen.dk. Aðalritstjóri Nyhedsavisen, David Trads, gengur til liðs við Berlingske Officin. Á fréttavefnum epn.dk er bent á að aðeins séu tvær vikur síðan Baugur Group seldi fjárfestinum Morten Lund 51 prósents hlut í Ny- hedsavisen. Þau viðskipti hafi átt að tryggja útgáfu Nyhedsavisen til 1. nóvember að minnsta kosti. Danska blaðið Jyllands-Posten kvaðst hafa heimildir fyrir því að einn eða fleiri kínverskir fjárfestar hefðu verið meðal þeirra sem fjármögnuðu kaup Lunds á hlut Baugs. 200 sagt upp á fríblaðinu Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segist undr- ast að Moody’s ákveði nú að taka lánshæfiseinkunn bankans til at- hugunar með mögulega lækkun í huga. Halldór segir að Moody’s sé það matsfyrirtæki sem hafi lengsta reynslu á íslenska mark- aðnum og hafi sent frá sér góðar greiningar bæði hvað varðar ís- lenska ríkið og bankakerfið. Halldór segir að Moody’s sem og önnur lánshæfismatsfyrirtæki séu undir miklum þrýstingi og álagi þessa dagana vegna þess umróts sem er á fjármálamörk- uðum. Matsfyrirtækin hafi verið gagnrýnd vegna þess að m.a. breskir, bandarískir, franskir og svissneskir bankar hafa þurft að afskrifa lán sem lánshæfismats- fyrirtækin höfðu metið sem áhættulítil. mbl.is Undrast ákvörð- un Moody’s Íris Björk Hreinsdóttir, lögfræð- ingur hjá Fjármálaeftirlitinu, seg- ir að ekki hafi verið komin nið- urstaða í máli Kaupþings og NIBC, um hvort eftirlitið heim- ilaði kaupin. Segir hún að Fjár- málaeftirlitið hafi verið upplýst um að hætt væri við yfirtökuna, enda sé það hluti af starfi eft- irlitsins að leita eftir upplýs- ingum hjá aðilum mála. mbl.is FME ekki komið með niðurstöðu Forstjóri og stjórnarformaður franska bankans Société Générale, Daniel Bouton, segist reiðubúinn að íhuga mögulega yfirtöku á bank- anum af öðrum frönskum banka, en tekur þó fram að þá eigi hann ekki við óvinveitta yfirtöku. Stjórn SocGen lýsti í gær stuðningi við forstjóra bankans, Bouton og Philippe Citerne. Stuðningurinn kemur í kjölfar fjármálahneykslis sem nú skekur bankann. Hann tapaði tæpum 4,9 milljörðum evra á framvirkum samningum sem verðbréfamiðlari hjá bankanum gerði án vitundar stjórnar bankans. Stjórn bankans samþykkti jafnframt að setja á laggirnar sjálfstætt starfandi nefnd sem er ætlað að rannsaka fjársvikin. Er það fyrrver- andi forstjóri Peugeot-Citroen, Jean-Martin Folz, sem mun stýra nefndinni og mun PricewaterhouseCoopers koma að rannsókninni, samkvæmt frétt á vef Wall Street Journal. mbl.is Stuðningur við forstjóra SocGen Færeyska flugfélagsið Atlantic Airways hefur gert samning við Airbus um kaup á A319-flugvél árið 2011 og um kauprétt á ann- arri slíkri. Vélarnar verða notaðar í áætlunarflugi á milli Færeyja og Danmerkur. mbl.is Ný vél 2011

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.