24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir „Í uppsveitum landsins er spáð allt að 20 stiga frosti og við höfum áhyggjur af því að fólk gleymi hvernig ástandið er í sumarbú- staðnum hjá því,“ segir Einar Guð- mundsson, forstöðumaður For- varnahúss Sjóvár, sem biður fólk að athuga með sumarbústaði sína fyr- ir helgi, sennilegt sé að auka þurfi hita ef fólk er á annað borð með hita á bústöðunum. Einar segir töluvert hafa komið upp af málum í fyrravetur þar sem vatnsskemmdir urðu í frosthörk- um, mikið af þeim í sumarbústöð- um. Einar giskar á að um 10 mál hafi komið upp í janúar vegna frostskemmda. „Fólk hefur komið að bústöðunum sínum í mauki, margir af þessum sumarbústöðum eru úr timbri og ef heitt vatn flæðir um eyðileggst allt,“ segir hann. Einnig segir Einar mikilvægt að fólk almennt hugi að geymslum og bílskúrum þar sem sjaldan er farið inn. Hann hvetur fólk til að auka hitann á þessum stöðum svo ekki sé hætta á að ofnar og leiðslur spryngi í frostinu. Þá segir Einar mikilvægt að fyr- irtæki sem hafa loftræstikerfi hugi að þeim. „Það eru í loftræstikerf- unum hitaeliment til þess að dæla heitu lofti inn í húsin og það þarf að huga vel að því að þau virki rétt því þegar svona mikil frost verða er kanski lítið rennsli um þessi eli- ment og þá eykst hættan á að þau frjósi og spryngi,“ segir hann. Þá þarf að athuga að snjór getur hafa sest í lokur sem eru á loftræstikerf- um og eiga að stjórna loftflæði inn í þau og þar af leiðandi virka þær ekki sem skyldi. fifa@24stundir.is Tryggingafélög vara við frostskemmdum í kuldakasti sem spáð er um helgina Sumarbústaðir hafa farið í mauk í minna frosti ➤ Búist er við 6-17 gráða frostiá landinu um helgina. ➤ Misjafnt er hversu vel fólk ertryggt fyrir tjóni af völdum veðurs. VARAÐ VIÐ VEÐRINU Ofnar Ef vatn frýs í ofn- um geta þeir spurngið. Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Aðgerðirnar munu frekar nýtast körlum sýnist mér. Vinnumarkað- urinn er mjög kynjaskiptur og þess vegna munu t.d. þeir milljarðar sem veittir eru í samgönguúrbætur og viðhald fasteigna fremur gagnast körlum en konum. Þó eru það að stórum hluta konur sem missa vinnuna við aflasamdráttinn,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir fé- lagsfræðingur. Í haust var áætlað að aðgerðirnar myndu skapa 500-600 störf. Nú þegar hefur um 350-400 einstaklingum í fiskvinnslu verið sagt upp vegna kvótaskerðingar- innar, að sögn Arnars Sigurmunds- sonar, formanns Samtaka fisk- vinnslustöðva. Hann telur að þar af séu um 250 konur. „Þetta eru almennar aðgerðir sem eiga að nýtast bæði körlum og konum. Það er ekkert ólíklegt að margar skammtímaaðgerðirnar séu karllægar en langtímaaðgerðirnar eiga að koma konum að gagni ekki síður en körlum. T.d. gagnast úr- bætur í samgöngumálum báðum kynjum,“ segir Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra. Hætta á meiri fólksflótta Í tillögunum er einnig að finna aðgerðir sem sérstaklega eru ætl- aðar konum. Annars vegar eru styrkveitingar til atvinnumála kvenna auknar um 40 milljónir á árinu og 20 milljónir lagðar í Brautargengi Impru, sem er nám- skeið fyrir athafnakonur. Félags- málaráðuneytið áætlaði í haust að þessar aðgerðir geri 100 til 150 konum kleift að skapa sér atvinnu. „Það er auðvitað jákvætt að fé- lagsmálaráðuneytið sjái að það þurfi að taka tillit til atvinnustarf- semi sem hentar konum. Verra er að upphæðin skuli ekki einu sinni ná 100 milljónum. Annars er það þekkt, bæði hér og erlendis, að konur flytja frekar frá dreifbýli í þéttbýli, m.a. vegna þess að enga vinnu er fyrir þær að fá. Þetta er eitt af því sem útskýrir fólksflóttann á undanförnum árum,“ segir Guð- björg Linda. Aðgerðirnar gagnast frekar körlum  Ekki ólíklegt að skammtímaaðgerðirnar séu karllægar, segir sjávarútvegsráðherra  Konur eru í meirihluta þeirra sem missa vinnuna við samdráttinn, segir félagsfræðingur Fiskverkafólk var eitt sinn fjölmenn stétt. ➤ Dýrustu skammtímaaðgerð-irnar eru samgönguúrbætur og viðhald á fasteignum rík- isins. ➤ Meðal langtímaaðgerða er aðstyrkja menntunarúrræði á landsbyggðinni. MÓTVÆGISAÐGERÐIR Árvakur/RAX Starfsgreinasambandið og Sam- tök atvinnulífsins funduðu um kjarasamninga í gær. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns Starfsgreinasambandsins, voru þættir forsenduákvæða kjarasamn- inganna ræddir. Hann telur líkur til þess að samkomulag um for- sendurnar sé að komast í höfn. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að kominn sé ákveðinn samhljómur um forsendur kjara- samninganna. „Við vorum líka að reyna að ná utan um samningana í heild. Við fórum yfir kröfugerðina í heild sinni til þess að átta okkur á því hvernig málin standa.“ Næsti fundur hefur verið boðaður á morgun hjá ríkissáttasemjara. fr Sátt að nást um forsendur kjarasamninga Komið á rekspöl Árvakur/Kristinn Ingvarsson Svigrúm er í lögum til að veita atvinnulausu fólki bætur til að sækja framhaldsskóla sé fjár- magn fyrir hendi, að sögn Guðrúnar Stellu Giss- urardóttur, forstöðumanns á Vinnumálastofnun Vestfjarða. Þetta gætu t.d. þeir sem missa vinnuna vegna uppsagna í fiskvinnslu nýtt sér. Meðal mótvægisaðgerða er aukið framlag til Vinnumálastofn- unar en einnig er lögð áhersla á að fjölga menntunar- úrræðum og að styrkja fram- haldsskóla á landsbyggðinni. þkþ Mótvægisaðgerðir Geta stundað nám á bótum „Það eiga fleiri en 600 eftir að missa störf út af aðstæðum í sjávarútvegi og því duga að- gerðirnar ekki til. Við erum ekki fullsátt,“ segir Stefán Úlf- arsson, hagfræðingur hjá ASÍ, en aðgerðirnar eiga að skapa á bilinu 500-600 störf. „Okkur hefur líka fundist þeir fjár- munir sem fara í vinnumark- aðsaðgerðir, eins og t.d. til Vinnumálastofnunar, fremur litlir,“ segir Stefán. þkþ ASÍ ekki fullsátt Aðgerðirnar duga ekki til Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Óvenjulegt er að svo mikill munur sé á þjónustugjöld- um bankanna en hér munar 221% þar sem Glitnir býður best en Kaupþing er með hæsta verðið. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. Mikill munur á þjónustugjöldum banka Brynhildur Pétursdóttir NEYTENDAVAKTINN Seðilgjöld á fasteignalánum í erlendri mynt Banki Verð Verðmunur Glitnir 195 Landsbankinn 410 110% Byr 610 213% Spron 610 213% Kaupþing 625 221% Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að lækka álögur á bæj- arbúa Fjalla- byggðar vegna fasteigna- skatts um tæplega 6 milljónir króna. Ákveð- ið var á bæj- arráðsfund- inum að lækka álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði úr 0,475% í 0,4% en það er um 7500 króna lækkun fyrir hverjar 10 milljónir fast- eignamats á íbúðarhúsnæði. Auk þess var ákveðið að hækka afslátt fyrir aldraða og öryrkja um 5% og hækka tekjuviðmiðun um 3,3%. mbl.is Fasteignaskattar Skattalækkun í Fjallabyggð

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.