24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt? Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Mikil fjölgun mjög dýrra lúxusbíla á Íslandi knýr tryggingafélögin til þess að hækka iðgjöld fyrir kaskó- tryggingar. Af stóru tryggingafélög- unum fjórum, VÍS, Sjóvá, Trygg- ingamiðstöðinni (TM) og Verði, hefur eitt þeirra, VÍS, þegar lagt álag á iðgjöld kaskótrygginga dýr- ari bíla. Samskonar breytingar eru til skoðunar hjá Verði og TM en hjá Sjóvá bíða menn átekta. Hjá öllum félögunum leggst þó á aukaálag á þegar vátryggingafjárhæð fer yfir ákveðin mörk. Iðgjald miðist við verðmæti Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, segir að þar á bæ hafi menn nú þegar tekið upp álag á ið- gjald kaskótrygginga fyrir dýrari bíla. „Við endurskoðuðum okkar gjaldskrá vegna fjölgunar dýrra bíla á götunum. Við þurfum auðvitað af stilla iðgjald af miðað við verð- mæti bíla og áhættu. Verðbil á bíl- um hefur aukist mjög á síðari árum og þetta er einn angi þess.“ Sífelld endurskoðun Sigmar Scheving, forstöðumað- ur einstaklingsþjónustu hjá TM, segir að þar á bæ sé lagt iðgjaldsá- lag á kaskótryggingar fyrir bíla sem eru yfir 6,5 milljónir að vátrygging- arfjárhæð. „Þetta álag var fjórar milljónir hjá okkur áður en við ákváðum að hækka það vegna sam- keppnissjónarmiða. Þetta var ekki tekið upp vegna mikillar fjölgunar lúxusbíla á síðustu árum en við er- um alltaf með okkar tryggingar í endurskoðun og meðal annars er sérstaklega verið að skoða hærra álag á þessa dýru bíla. Vonandi lýk- ur þeirri vinnu fljótlega.“ Guðmundur Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Varðar, segir að það sé á umræðustigi hjá félaginu að taka upp sérstakar tryggingar fyrir lúxusbíla. „Við höfum samt lengi lagt sérstakt viðbótariðgjald á kaskótryggingar á dýrari bílum. Þau mörk hjá okkur eru 4,5 millj- ónir. Við erum hins vegar að skoða hvort við ættum að fjölga trygg- ingaflokkum svo iðgjaldið haldist í hendur við verðgildi bílanna.“ Iðgjald sé ekki niðurgreitt Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, segir að ekki hafi verið skoðað sér- staklega hjá fyrirtækinu að setja aukaálag á lúxusbíla eða dýrari bíla. „Við pössum upp á að eig- endur dýrari bifreiða greiði iðgjald í samræmi þá áhættu sem af þeim hlýst. Við höfum ekki sérstaklega brugðist við fjölgun lúxusbíla þó að við vitum af henni. Við pössum bara upp á að þeir sem tryggja hjá okkur ódýrari bíla séu ekki að nið- urgreiða iðgjaldið fyrir þá sem tryggja dýrari bíla. Við erum hins vegar að fylgjast með þessu frá degi til dags og ef við greindum að þró- unin væri að verða slík myndum við bregðast við því og mögulega leggja aukið álag á þessa dýru bíla.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Lúxusinn er dýr  Iðgjald fyrir kaskótryggingar lúxusbíla hækkar hjá tryggingafélögunum  Mikil fjölgun lúxusbíla síðustu ár ástæðan  Verðmæti bíls og iðgjald verður að fylgjast að IÐGJÖLD KASKÓTRYGGINGA Range Rover 2008 Verðmæti: 15 milljónir Toyota LandCruiser 2008 Verðmæti: 4,8 milljónir 147.041 78.000 73.483 84.868 29.231 38.000 46.482 35.067 ➤ Öll tryggingafélögin leggjaálag á iðgjald kaskótrygginga þegar vátryggingarfjárhæð fer yfir ákveðin mörk. ➤ Hjá VÍS eru mörkin sex millj-ónir og hjá TM eru þau 6,5 milljónir. ➤ Hjá Sjóvá eru mörkin áttamilljónir en hjá Verði eru þau 4,5 milljónir. TRYGGINGAÁLAG Kaskótryggingar bíla hjá trygg- ingafélögunum hafa skilað tapi undanfarin ár. Frá því í febrúar í fyrra hafa öll stóru tryggingafélög- in hækkað iðgjöld á kaskótrygging- um hjá sér. Guðmundur Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Varð- ar, segir að tap á kaskótryggingum hafi aukist mjög hjá fyrirtækinu á milli áranna 2006 og 2007. „Við hækkuðum iðgjöldin hjá okkur um fimmtán prósent um síðustu ára- mót en ég veit að það mun ekki duga til að snúa rekstrinum á þess- um tryggingum við.“ Sjóvá hækkaði sín iðgjöld um fimm prósent í febrúar 2007 og hjá TM hækkuðu iðgjöldin af kaskó- tryggingunum um fimmtán pró- sent í júlí á síðasta ári. VÍS hækkaði iðgjaldið hjá sér um síðustu áramót um fimm prósent en sú hækkun náði ekki alveg til allra hópa. Hjá öllum fyrirtækjunum efast menn um að hækkunin muni duga til að rétta við reksturinn og frekari að- gerðir eru í skoðun. fr Hækkanir duga ekki Kaskótryggingar skila tapi hjá trygg- ingafélögunum Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 164 milljónum króna í styrki úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Akraneskaupstaður fékk 27,2 milljónir króna til að kaupa fasteign fyrir félagsstarf aldraðra. Hjúkrunarheim- ilið Eir fékk 15 milljónir til að reisa dagdeild fyrir 20 í Spönginni í Reykjavík. Snæfellsbær fékk 30 milljóna styrk til að byggja 12 rýma hjúkrunarheimili. Reykjavíkurborg fékk 18 milljónir í dagvist- arhúsnæði fyrir heilabilaða. Hafnafjarðarbær fékk 4,5 milljónir til að breyta fasteign fyrir heilabilaða. Kópavogsbær fékk 60 milljónir króna í nýtt hjúkrunarheimili. Þetta var síðasta úthlutun heilbrigðisráðherra úr sjóðnum sem nú flyst milli ráðuneyta. bee 160 milljónir til aldraðra Geir H. Haarde forsætisráðherra heimsækir Lúxemborg og Belgíu í síðari hluta febrúar til viðræðna við forsætisráðherra ríkjanna. Hann ræðir líka við fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB og fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins. Geir hittir Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, og kynnir sér starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja. Þá fer Geir til Belgíu og hittir Guy Verhofstadt forsætisráðherra og Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóra NATO. mbl.is Geir Haarde til Belgíu og Lúx Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að tveir Litháar, sem voru í síðustu viku dæmdir í 5 ára fang- elsi fyrir nauðgun, sæti gæslu- varðhaldi á meðan áfrýj- unarfrestur til Hæstaréttar varir. Nauðgarar áfram í gæslu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá 42,5 milljóna bótakröfu manns á hendur ríkinu. Skaða- bótakrafan var lögð fram í kjölfar þess að maðurinn vann mál á hendur ríkinu fyrir Mannrétt- indadómstóli Evrópu. Maðurinn tapaði árið 1997 skaða- bótamáli gegn Landsbankanum í Hæstarétti en maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna sak- næmrar háttsemi starfsmanns bankans. Mannréttindadómstóll Evr- ópu komst árið 2003 að niðurstöðu um tengsl eins af dómurunum við Landsbankann, sem maðurinn hefði getað óttast. Héraðsdómur taldi ógerlegt að taka afstöðu til bótakröfu mannsins. mbl.is Bótakröfu vísað frá

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.