24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 9
24stundir FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 9 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Verði tilskipun sem færir flug- samgöngur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda inn- leidd í EES-samninginn óbreytt gætu íslensk flugfélög þurft að kaupa losunarheimildir fyrir um- framlosun sína. Hérlendis eru yfir 80 stórar flugvélar á skrá og sam- kvæmt lauslegri áætlun Flugmála- stjórnar er losun þeirra hlutfalls- lega mun meiri en hjá öðrum ríkjum sem samningurinn nær til. Umhverfisráðherrar ESB-ríkjanna fjölluðu um tillöguna á fundi skömmu fyrir jól og varð sam- staða þeirra á milli um að allt flug verði komið inn í kerfið frá 2012 og að losunarheimildirnar muni nema 100 prósentum af meðaltali viðmiðunaráranna 2004 til 2006. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu utanríkisráðherra um Ísland á innri markaði Evr- ópu sem kynnt verður á Alþingi í dag. Flugstarfsemi undir gildissvið Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um kerfi fyrir viðskipti með losunarheimildir gróður- húsalofttegunda innan ESB var tekin inn í EES-samninginn þann 26. október síðastliðinn. Kerfið gerir fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti með losunarheimildir sem þeim hefur verið úthlutað. Núverandi gildissvið viðskipta- kerfisins miðast við losun á kolt- víoxíði frá tilgreindri starfsemi svo sem orkuframleiðslu og jarð- efnaiðnaði. Innan ESB er þó stefnt að því að rýmka gildissviðið út til ann- arra atvinnugreina og lofttegunda og samkvæmt tillögu fram- kvæmdastjórnar ESB felst breyt- ingin helst í því að flugstarfsemi yrði felld undir gildissvið tilskip- unarinnar. Í skýrslu utanríkisráð- herra segir að þar sem tilskipunin sé þegar hluti af EES-samningn- um séu „yfirgnæfandi líkur á að tillaga um breytingu á tilskipun- inni sem færir flug undir þetta kerfi komi einnig til með að falla undir EES-samninginn“. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingastjóri Icelandair, segir að fyr- irtækið fylgist grannt með um- ræðunni um þessi mál. „Það er erfitt að geta sér til hvaða þýð- ingu þetta myndi hafa því í raun- inni á eftir að ákveða alla tækni- lega og siðferðislega útfærslur á þessu. Sem stendur veit í raun enginn til hvers þetta mun leiða. Við fylgjumst mjög náið með og höfum samband við Flugmála- stjórn, utanríkis- og umhverfis- ráðuneytið vegna hugsanlegra af- leiðinga hér.“ ESB gerir kröfu um að flugfélög kaupi kvóta  „Yfirgnæfandi líkur“ á að íslensk flugfélög þurfi að kaupa losunarheimildir Icelandair hefur rætt við stjórnvöld um hugs- anlegar afleiðingar hér. ➤ Tilskipun um kerfi fyrir við-skipti með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda var tekin inn í EES sl. haust. ➤ Umhverfisráðherrar ESB viljaað allt flug verði komið inn í kerfið frá 2012. ➤ Samkvæmt lauslegri áætlun losar íslenski flugvélaflotinn meira en stórar flugvélar í ESB-ríkjum. LOSUNARKVÓTAR Árvakur/Árni Sæberg Hitaveita á Íslandi á hundrað ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni hefur Sam- orka, sam- tök orku- og veitufyrirtækja, látið hanna merki fyrir ald- argamla hitaveitu Íslendinga. Afmæli hitaveitu á Íslandi miðast við frumkvöðulsstarf Stefáns B. Jónssonar sem virkjaði hver til húshitunar á Suður-Reykjum í Mosfells- sveit árið 1908. bee Nýtt merki Hitaveita 100 Slysavarnafélagið Landsbjörg gaf Landhelgisgæslunni leit- arbúnað til að leita að fólki í snjóflóðum í tilefni af afmælis félagsins. Landsbjörg er áttatíu ára og hélt afmælishátíð í Listasafni Reykjavíkur að viðstöddu fjöl- menni. Búnaður í tvær þyrlur er væntanlegur síðari hluta febrúar. bee Slysavarnafélag 80 Landsbjörg „Svo vel hefur tekist að ná niður kamfýlóbaktersmiti í alifuglum á Íslandi að eftir því er tekið erlend- is,“ segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, en hún ræddi um baráttuna við kamfýlóbakter í kjúklingaeldi á opnum fundi um málið sem haldinn var á Keldum í gær. „Stjórnvöld einsettu sér að ná niður kamfýlóbektersýkingum árið 1999 og gripið var til aðgerða til þess, annars vegar með því að upp- fræða fólk um smitleiðir og það hvernig meðhöndla ætti mat og varast krosssmit,“ segir Sigurborg. Hins vegar var farið í aðgerðir á kjúklingabúunum sem helst gengu út á fræðslu og smitvarnir, þó ekki hafi nákvæmlega verið vitað hvern- ig kamfýlóbakter smitaðist. Sigurborg segir íslensk kjúk- lingabú í háum gæðaflokki vegna þess að fast hafi verið tekið á þess- um málum. Skyldað var að taka sýni úr öllum hópum sem koma til slátrunar fyrir slátrun en líka eftir slátrun. Séu þau jákvæð má ekki selja kjúklinginn nema frysta hann eða steikja en við geymslu í frysti drepast allt að 90% af bakteríun- um. „Það er mikið í húfi fyrir kjúk- lingabændur að koma vörunni ferskri á markað en hérlendis eru um 80% af kjúklingum seld fersk.“ Á fundinum talaði Birthe Hald, danskur dýralæknir, um tilraunir í Danmörku sem ganga út á að gera fuglahús fluguheld, með því að pakka þeim inn í flugnanet. Með því tókst að minnka tíðni kamfýló- bakter svo mikið að sumir bæir urðu alveg lausir við smit. Sigurborg segir þetta leið sem vert sé að skoða hérlendis en bætir því við að það verði ekki auðvelt að finna lausn sem dugir í veðráttunni hérlendis. fifa@24stundir.is Barátta við kamfýlóbaktersmit í alifuglum gengur vel Pakka kjúklingabúum inn í flugnanet ➤ Kamfýlóbakter í mönnumveldur bólgu í smáþörmunum og niðurgangi. ➤ Einkenni hennar eru meðalannars vatnskenndur nið- urgangur, lystarleysi og kvið- verkir, hiti og blóð í hægðum. KAMFÝLÓBAKTER Fluguheld? Ýmsar leiðir eru notaðar gegn kam- fýlóbakter. Talið er að syfja og þreyta við akstur sé fjórða algengasta or- sök alvarlegra umferðarslysa. Syfja og akstur verður um- fjöllunarefni málþings sem Umferðarstofa heldur á morg- un. Þar verður fjallað um hættuna sem stafar af syfju og þreytu við akstur og greint frá leiðum til að minnka líkur á að ökumenn sofni meðan á akstri stendur. Þingið er öll- um opið. bee Hættulegur svefn Algeng slys

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.