24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundirFRE VÍÐA UM HEIM Algarve 17 Amsterdam 7 Ankara -6 Barcelona 15 Berlín 6 Chicago -2 Dublin 5 Frankfurt 4 Glasgow 6 Halifax 4 Hamborg 6 Helsinki 1 Kaupmannahöfn 6 London 7 Madrid 10 Mílanó 7 Montreal 3 München 1 New York 8 Nuuk -7 Orlando 14 Osló 2 Palma 21 París 4 Prag 4 Stokkhólmur 5 Þórshöfn 2 Hægviðri og víða þurrt í fyrstu, en sums stað- ar él með suðurströndinni. Norðan 18-23 um tíma suðaustanlands í fyrramálið en síðan dregur hægt úr vindi. Frost 2 til 10 stig, kaldast inn til landsins. VEÐRIÐ Í DAG -1 -3 -1 -3 0 Él með suðurströndinni Norðanátt, 10-18 m/s austantil, en 5-10 vest- anlands. Snjókoma eða él á Norður- og Norð- austurlandi, en léttskýjað sunnan- og vest- anlands. Frost 4 til 16 stig, kaldast inn til landsins suðvestantil. VEÐRIÐ Á MORGUN -6 -6 -4 -6 -3 Frost allt að 16 stig Póstburður verður gefinn frjáls innan aðildarríkja Evrópusam- bandsins (ESB) og á EES-svæðinu í síðasta lagi í lok árs 2010 sam- kvæmt tillögum Evrópuþingsins og -ráðsins. Gert er ráð fyrir að málið verði samþykkt á fyrri hluta ársins í ár. Við gildistöku tilskipunarinnar mun Íslandspóstur hf., sem fer með einkarétt til póstburðar hér- lendis, því missa þann einkarétt, en hann gildir í dag um öll bréf sem eru 50 grömm á þyngd eða léttari. Engu að síður verður stjórnvöldum skylt að tryggja póstburð fimm daga vikunnar. Þetta kemur fram í skýrslu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra um Ísland á innri markaði Evrópu sem kynnt verður á Alþingi í dag. Hörð viðbrögð starfsmanna Þegar tillagan kom fyrst til um- fjöllunar í Evrópuþinginu og ráð- herraráði ESB ríkti mikill ágrein- ingur um hana samkvæmt skýrslunni, ekki síst vegna harðra viðbragða starfsmanna opinberra póstþjónustufyrirtækja. Á endanum náðist þó sátt um málamiðlun um að póstburður verði gefinn frjáls ekki síðar en í árslok 2010. Þá varð samkomulag á þinginu um að meina póstburðar- fyrirtækjum annarra ríkja aðgang að markaði ríkja sem hefðu gefið póstburð frjálsan, væri heima- markaður þeirra lokaður. thordur@24stundir.is Íslandspóstur missir mögulega einkarétt á póstburði 2010 ESB vill gefa póstburð frjálsan Íslandspóstur gæti misst einkaleyfi sitt 2010. „Ég býst við að við klárum þetta ekki fyrr en á mánudaginn,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, að- spurð hvort þingflokkurinn muni skila frá sér frumvarpi iðnaðarráð- herra að nýjum orkulögum í vik- unni. Hún segir marga af þing- mönnum flokksins vera erlendis þessa dagana. Ríkisstjórnin samþykkti orku- lögin 11. janúar og voru þau í kjöl- farið lögð fram í þingflokkum rík- isstjórnarflokkanna. Höskuldur Þórhallsson auglýsti eftir frum- varpinu, sem hann segir sitja fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, í 24 stundum í gær. Þingflokkur Sam- fylkingarinnar afgreiddi það í upp- hafi síðustu viku. elias@24stundir.is Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins Afgreiða orkulögin á mánudaginn Það var fyrir algjöra tilviljun sem húsmóðir í Reykjavík uppgötvaði að hún hafði ekki fengið auglýstan afslátt af öllum vörunum sem hún keypti í Bónus-versluninni á Sel- tjarnarnesi sem lokað var í vik- unni. „Ég keypti fleiri en eina ein- ingu af 15 vörutegundum. Það voru hins vegar bara dregin 30 prósent af einni einingu af hverri vörutegund. Það var hrein tilviljun að ég skoðaði strimilinn,“ segir húsmóðirin sem keypti vörur fyrir nokkra tugi þúsunda. „Ég keypti dýrar vörur sem eldast vel,“ útskýrir hún. Húsmóðirin óttast að einhverjir viðskiptavinir hafi ekki gert jafngóð kaup og þeir hafi talið sig vera að gera. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus-verslananna, kveðst hafa heyrt af þessu tilviki og öðru til viðbótar. „Þetta var lagað um leið og það uppgötvaðist. Við opnuðum verslunina klukkan 10 um morguninn og við fengum fyrstu fyrirspurnina upp úr klukkan 13.“ Guðmundur segir engan vafa leika á því að fleiri viðskiptavinir hafi lent í því sama. Þegar afgreiðslumenn slógu verð vörunnar inn einu sinni og margfölduðu verðið síðan með fjölda keyptra eininga dróst afslátturinn bara af einu sinni. „Það var tölvufyrirtæki sem prógram- meraði þessa útsölu hjá okkur,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ofboðslega leiðinlegt þegar svona gerist. „Ég hvet fólk til að hafa samband við okkur og koma með strimilinn til að fá mismuninn greiddan. En það er ekkert hægt að gera ef fólk er búið að fleygja strimlinum.“ ibs Fengu ekki allan afsláttinn Lögreglan handtók síðdegis í gær fjórða manninn í tengslum við fíkniefnasmygl í hraðsendingu sem upp komst í síðustu viku. Lögreglan á Suðurnesjum hand- tók manninn fyrir utan Leifsstöð. Maðurinn sem var handtekinn er Annþór Karlsson sem er dæmdur brotamaður og hefur meðal ann- ars komist í kast við lögin fyrir handrukkanir. Lögreglan gerði húsleit á heimili Annþórs í Vog- um í gær en ekki fékkst staðfest að eitthvað saknæmt hefði fund- ist þar. Annþór verður yfirheyrð- ur á morgun og þá mun lögreglan ákveða hvert framhald málsins verður. Allir mennirnir þrír sem handteknir voru í upphafi sitja í gæsluvarðhaldi, tveir fram á föstudag og einn til 7. febrúar. fr Annþór handtekinn vegna smygls EFtir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Stýrihópur um málefni Reykjavík Energy Invest (REI) mun ekki skila skýrslu sinni til borgarráðs í dag líkt og til stóð. Ástæðan er sú að sjálfstæðismenn báðu um að skil- um stýrihópsins yrði frestað. Síðasti fundur stýrihópsins átti að vera á þriðjudag í síðustu viku en var frestað vegna myndunar nýs meirihluta í borginni. Sam- kvæmt heimildum 24 stunda var vinnu stýrihópsins þegar lokið að mestu og einungis eftir að ná sam- komulagi um orðalag og fram- setningu texta. Niðurstöðum stýrihópsins munu fylgja lögfræ- ðiálit um ábyrgð þeirra sem fóru með umboð borgarinnar í REI- málinu. Sjálfstæðismenn vildu frestun Svandís Svavarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir niðurstöðunni væntanlega verða skilað á borgar- ráðsfundi eftir viku. „Sjálfstæðis- menn höfðu samband og óskuðu eftir fundi hjá stýrihópnum. Mér fannst sjálfsagt að veita þeim hann. Sá fundur verður væntanlega hald- inn eftir helgi. Ég mun skýra frá þessu á borgarráðsfundi á morgun og svo væntanlega skila niðurstöð- um af starfi stýrihópsins viku síð- ar.“ Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, fór fram á frestunina fyrir hönd síns borgarstjórnarflokks. Ekki náðist í Gísla Martein í gær. REI verður rætt á stjórnarfundi Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), eiganda REI, mun funda í fyrsta sinn á morgun síðan nýr meirihluti var myndaður. Þar munu málefni REI meðal annars vera til umræðu en heimildir 24 stunda herma að Júlíus Vífill Ingv- arsson verði næsti stjórnarformað- ur þess fyrirtækis. Auk þess verður tekið til um- ræðu bréf Hafnfirðinga til stjórn- arinnar vegna kaupa OR á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja, erindi til OR frá Alcan á Íslandi og væntanleg kynning á orkufrum- varpi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. Skilum vegna REI frestað  Stýrihópur sem fjallaði um REI-málið átti að skila niðurstöðu sinni í dag  Skilin frestast um viku að beiðni sjálfstæðismanna REI Lykilmenn í félaginu þegar það var sett á lagg- irnar síðastliðið haust. ➤ Stýrihópur um framtíð Orku-veitu Reykjavíkur, og þar með REI, var skipaður í október síðastliðnum. ➤ Honum var meðal annars faliðað fara yfir lagalegan grund- völl samruna REI og Geysis Green Energy og framgöngu þeirra sem komu að honum fyrir hönd borgarinnar. REI-MÁLIÐ ● Of margir Orkuveituformenn Byggðaráð Borgarbyggðar sendi frá sér bókun þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er hvött til að sýna stefnufestu og ábyrgð við stjórn fyrirtækja í sameiginlegri eigu Borg- arbyggðar, Reykjavíkur og ann- arra sveitarfélaga. „Það er ólíðandi, bæði fyrir meðeigendur Reykjavíkur sem og starfsfólk viðkomandi fyr- irtækja, að skipt skuli hafa verið um formann stjórnar Orku- veitu Reykjavíkur fimm sinn- um og stjórnarformann Faxa- flóahafna þrisvar sinnum á innan við tveimur árum í krafti meirihlutaeignar Reykjavík- urborgar í fyrirtækjunum,“ mbl.is Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. STUTT

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.