24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir Tommy Lee bretti upp ermarnar og sýndi úttattúveraða handleggi á NASA, þeytti skífum og tryllti Ís- lendinga. „Einhverjar skvísur tóku sig til og voru uppáklæddar sem Pamela Anderson,“ segir Guð- mundur Gunnlaugsson sem reim- aði á sig dansskóna og fór út á lífið í ágætum félagsskap. „Annars var þetta stjörnulitað kvöld á allan hátt með epísku ívafi,“ segir hann. Af myndunum að dæma fór hitastig hússins vaxandi sem og hressleiki gesta eftir því sem á leið nóttina. Hressir Ég dró fram forláta hatt sem ég set aðeins upp við sérstök tilefni, segir Guðmundur Gunnlaugsson sem var í fylgd Gunnars Hólmsteins Guðmunds- sonar Ungir og upprennandi töffarar Birgir Þór Björnsson, Axel Þorsteinsson, Her- mann Hermannsson og Brynjar Þór Bergsson. Árvakur/Jón Svavarsson Þessar hötuðu ekki lagaval Tommy Lee Rakel Jónasdóttir og Íris Ósk- arsdóttir skemmtu sér saman. Kvöld með epísku ívafi Sólarkaffi á vegum Ísfirðinga- félagsins var nýlega haldið á Broadway í 63. skiptið. Tilefnið var sem endranær að fagna komu sólar sem hverfur bak við fjöll seint í nóvember og lætur ekki sjá sig fyrr en í lok janúar. „Þetta heppnaðist alveg ljómandi vel,“ segir Jakob Falur, formaður félagsins, og bætir við að eilíf gleði ríki í þessum hópi brottfluttra Ísfirðinga sem eiga minningar og rætur að rekja í faðm fjalla blárra. „Guðfinnur R. Kjartansson, fráfarandi stjórn- armeðlimur, fékk heiðursverðlaun kvöldsins sem eiginkona hans, Erla Axelsdóttir, tók við og síðan var skemmtidagskrá og ball.“ Ungt ís- firskt hæfileikafólk lék á hljóðfæri og af þeim tóku við Milljónamær- ingarnir. bjorg@24stundir.is Ísfirðingar yfirtaka Breiðvang Árvakur/Jón Svavarsson Ísfirsk fljóð í góðu yfirlætiEygló Harðardóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Marta Jör- undsdóttir, Guðbjörg Halldórsdóttir og Linda Jörundsdóttir Saumaklúbburinn lagði land undir fótMagndís Grímsdóttir, Kristín Kristmunds- dóttir, Þuríður Símonardóttir, Auður Halldórsdóttir og Nanna Jónsdóttir. Í góðra vina hópiJón Arason og Þor- gerður Elíasdótti Tommy Lee ofurrokkari og atvinnutöffari Hafði það meginmarkmið að trylla gesti NASA og var með nýjustu tækni og tól til halds og trausts. Saumaklúbburinn lagði land undir fótMagndís Grímsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir, Þuríður Símonardóttir, Auður Halldórs- dóttir og Nanna Jónsdóttir. 24ÚTI Á LÍFINU 24@24stundir.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Flugfreyjan furðu- lega í Tjarnarbíói. UPPÁKOMA» Fimmtudagur 31. janúar 2008 Alþjóðleg kvik- myndahátíð verður haldin í Grundarfirði í febrúar. KVIKMYNDIR» Fleira í boði en fiskur Guðni Ágústsson: Hið fagra Austurland Gunnar Þórhallsson: Fólk með hreyfihömlun og íbúðarhúsnæði » Meira í Morgunblaðinu Það er meira í Mogganum í dag  Á öskudaginn klæða börn á öllum aldri sig í bún- inga og þvælast um bæinn syngjandi og fá sitt- hvað fyrir sinn snúð. Mikil tilhlökkun tengist þess- um degi en gleðin fölnar fljótt ef einhver slasar sig. Það er ýmislegt sem foreldrar ættu að hafa í huga til að koma í veg fyrir óhöpp. » Meira í Morgunblaðinu Öskudagurinn nálgast reykjavíkreykjavík  Guðbjörg og Margrét Lára bestar í Þýskalandi.  Viðtal: Guðbjörg tekur sæti Þóru í markinu.  Moustafa, forseti IHF, situr í súpunni!  Ragna Ingólfsdóttir keppir í Íran.  Tryggvi og Hafsteinn á heimleið frá Ribe. » Meira í Morgunblaðinu Íþróttir UMRÆÐAN»  Á landinu öllu eru tæplega 200 heimilislæknar starfandi. Miðað við að þegar séu 25 að sérhæfa sig, eins og staðan er núna, sú tala tvöfaldist á næstu árum og 75 muni hætta störfum á næstu 10-15 árum má reikna með að yfir 80 heim- ilislækna muni vanta að þessum tíma liðnum ef einnig er tekin inn mannfjöldaspá Hagstofunnar. » Meira í Morgunblaðinu Heimilislækna vantar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.