24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir Lestrarskóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi ,,Læs“ á átta vikum Byrjendanámskeið í lestri. Næsta lestrarnámskeið hefst 6. febrúar og lýkur 27. mars Námið er ætlað fjögurra og fimm ára börnum en hentar líka eldri börnum sem hefur borið upp á sker í lestrinum. Kennt er hálftíma á dag fjórum sinnum í viku. Hópar eru fjórir kl. 8.00 8.30 9.00 og 16.00 Verð kr. 30.000, námsefni er innifalið. Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14 í Kópavogi. Netfang: helgasd@internet.is Veffang: www.skolihelgu.is S. 554 2337og 696 2834. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Kviksaga, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og rannsóknarverk- efnið Ísland og ímyndir norðurs- ins, frumsýnir heimildarmyndina Huldufólk 102 eftir bandarísku kvikmyndagerðarkonuna Nisha Inalsingh á löngum fimmtudegi í Hafnarhúsinu í kvöld. Í myndinni kannar hún mismunandi skoðanir Íslendinga til huldra vætta, kafar ofan í reynslusög- ur og tengir við hnattræna stöðu landsins og kemst meðal annars að því að lífseig þjóðtrú mótar líf Íslendinga, gatna- kerfi og jafnvel dagleg samskipti. Þjóðfræðingurinn Kristinn Schram fylgir myndinni úr hlaði og tekur ásamt öðrum þátt í umræðum um hana eftir sýn- inguna. Hann segir myndina afar forvitnilega og gefa nokkuð raun- sanna mynd af þjóðtrú Íslendinga. „Rannsóknir hafa sýnt að huldu- fólkstrúin lifir ennþá með þjóð- inni, að minnsta kosti í einhverri mynd, en í þessari heimildarmynd er annars vegar talað við Íslendinga sem segja skoðanir sínar á fyrir- bærinu huldufólk og hins vegar er talað við fólk sem segist beinlínis hafa séð huldufólki bregða fyrir. Eitt það athyglisverðasta við mynd- ina er að í henni sameinast sýn út- lendingsins á þetta framandi land sem Ísland er og svo sjálfsmynd okkar sjálfra,“ segir hann. Aðspurður segir hann ímyndina af þjóðtrú Íslendinga vissulega vera á margan hátt ýkta. „Í þessari mynd er vissulega ákveðin fram- andgerving á landi og þjóð, hversu æskileg sem okkur kann að þykja hún vera. Margir líta á trú á huldu- fólk, álfa og tröll sem eintómt húmbúkk á meðan aðrir líta kannski á þetta sem ákveðinn túr- isma, ef svo má segja. En hvort sem okkur líkar betur eða verr er þetta ákveðin hlið á okkar landi og þjóð sem sjálfsagt er að skoða.“ Lifandi trú Kristinn segir að ólíkt því sem margir kunni að halda hafi ekki dregið úr þjóðtrú Íslendinga á undanförnum 30 til 40 árum. „Þjóðin er náttúrlega fræg fyrir það á alþjóðavettvangi að hafa meiri trú á yfirskilvitlegum fyrirbærum en nágrannaþjóðirnar og margir telja að dregið hafi úr henni á und- anförnum árum. En samkvæmt rannsókn sem félagsvísindadeild Háskóla Íslands gerði hefur hún staðið í stað og jafnvel aukist á sumum sviðum.“ Kristinn segist hafa heyrt ágætis mælikvarða á trú á huldar vættir frá prófessor í þjóðfræði. „Hann benti á að ef menn ætluðu að setja upp heitan pott í garðinum sínum, en að þá birtist þeim einhver í draumi sem segði að huldufólk byggi í steininum sem væri þarna fyrir, þá væri prófsteinninn sá hvort þeir myndu ákveða að færa pottinn eða ekki í kjölfarið.“ Sýningin hefst klukkan 17.30. Huldufólk 102 sýnd í Hafnarhúsi í kvöld Framandgerving á landi og þjóð Áður en landnámsmenn komu til landsins lögðu þeir hulu yfir höfuð drek- anna á víkingaskipunum til að styggja ekki huldar vættir. Og þvert á það sem ýmsir telja lifir þjóðtrúin ennþá góðu lífi meðal Íslendinga. Dularfullur steinn Skyldi huldufólk búa hér? ➤ Nafnið á myndinni vísar í Álf-hól í Kópavogi þar sem til stóð að reisa hús á sínum tíma en var hætt við þar sem ýmsir töldu álfa búa í hóln- um. Hóllinn hefur sitt eigið heimilisfang, Álfhólsvegur 102. HULDUFÓLK 102 Nisha Inalsingh Kvikmynda- gerðarkona. Árvakur/Jónas Erlendsson Alþjóðavæðingin tekur á sig margvíslegar myndir og ekki síð- ur í listinni en á öðrum sviðum. Mikill hagvöxtur og uppbygging hefur verið í Kína á und- anförnum árum og hafa Kínverjar ekki síður þegið áhrif frá Vest- urlöndunum heldur en Vest- urlönd frá Kína. Nýlegt dæmi um vestræn áhrif í kínversku menn- ingarlífi er óperan „Farewell My Concubine“ eftir óperuskáldið Xiao Bai, en það er allt í anda klassískra ítalskra óperuverka. Verkið var frumsýnt í Kínversku óperunni á sínum tíma en nú eru aðstandendur sýningarinnar á ferðalagi um Bandaríkin þar sem þeim hefur verið vel tekið af óp- eruunnendum. Klassísk tónlist frá Vesturlöndum nýtur sívaxandi vinsælda í Asíu og ekki síst Kína, þar sem þarlendar óperur hafa þurft að keppa um hylli áhorf- enda við þær klassísku vestrænu með misjöfnum árangri. En þótt Xaio Bai þyki vel hafa tekist til og söngvararnir standi sig með prýði hefur verkið vakið blendnar til- finningar hjá unnendum klass- ískra ítalskra óperuverka, enda óhjákvæmilega erfitt að líkja eftir þeim. Bjartsýnismenn segja þó enga ástæðu til að óttast að um skrumskælingu á klassískri óp- eruhefð sé að ræða, heldur benda á að með þessu hjálpi Kínverjar til við að hafa hana í heiðri. Kínverjar undir áhrifum vestrænnar menningar Ópera með ítölsku sniði Bjarni Helgason opnar sýn- inguna Framandleiki – Nútíma- landslag í ljósaskiltunum í Lista- safni Borgarness næstkomandi laugardag, 2. febrúar. Á sýningunni eru sex prentuð verk í 1,5 x 1 metra ljósakössum. Um er að ræða nútímalandslags- myndir þar sem leitast er við að gera hið hversdagslega framandi og það kunnuglega spennandi með því að beina sjónum áhorfandans að borgarlandslaginu sem líður hjá án þess að við veitum því eftirtekt. Verkin eru unnin úr skjámynd- um úr myndskeiðum sem ýmist eru tekin á ferð eða af viðfangs- efnum sem hreyfast. Sýningin verður opnuð klukkan 16 og eru allir velkomnir. Bjarni Helgason sýnir í Listasafni Borgarness Framandleiki Á ferð Hið hversdagslega er gert framandi og hið kunnuglega spennandi. Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í kvöld leiða sam- an hesta sína tveir tónlistarmenn sem eiga ættir að rekja til tveggja stórmenna tónlistarsögunnar. Brasilíski hljómsveitarstjórinn John Neschling á ættir að rekja til tónskáldsins Arnolds Schönbergs og eins og nafnið bendir til er fiðluleikarinn Natasha Korsakova afkomandi hins rómaða rúss- neska tónskálds Nikolaj Rimskíj- Korsakovs. Hún leikur sívinsælan fiðlukonsert Brahms, en auk hans eru á efnisskránni Sinfónía núm- er 2 eftir Rakmaninoff og bras- ilískur konsertforleikur eftir Car- margo Guanieri. Fyrir tónleikana verður haldinn súpufundur Vina- félags Sinfóníuhljómsveitarinnar og þar mun Árni Heimir Ingólfs- son, tónlistarstjóri SÍ, segja frá verkunum sem flutt verða. Fund- urinn verður haldinn á Hótel Sögu og hefst klukkan 18. Tónleikar og súpufundur MENNING menning@24stundir.is a Margir líta á trú á huldufólk, álfa og tröll sem eintómt húmbúkk á meðan aðrir líta kannski á þetta sem ákveðinn túrisma, ef svo má segja. Bryndís Baldvinsdóttir, formaður Tónmenntakennarafélags Íslands, tók í gær við fyrsta ævintýrapakk- anum sem kenndur er við Skila- boðaskjóðuna úr hendi Vigdísar Jakobsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar Þjóðleikhússins, og Jóhanns G. Jóhannssonar, tón- listarstjóra leikhússins. Í pakk- anum eru nótur með lögum úr söngleiknum um Skilaboðaskjóð- una, diskur með tónlistinni auk fræðslupakka um sýninguna. Skilaboðaskjóðan, sem er eftir Þorvald Þorsteinsson og með tónlist eftir Jóhann G. Jóhanns- son, er sígilt barnaleikrit og hefur verið sýnt fyrir fullu húsi á Stóra sviðinu síðan í haust. Tónlistin var gefin út á geisladisk sem seld- ist fljótt upp og hefur verið ófá- anlegur um árabil, en nú hefur hann verið endurútgefinn. Fræðslupakkarnir eru nú sendir öllum tónmenntakennurum grunnskólanna ásamt geisladiski með tónlistinni og nótum að nokkrum laganna. Sívinsælt barnaleikrit

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.