24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 7

24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 7
24stundir FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 7 „Þessi keppni var árið 2006 og ég var bara búin að steingleyma þessu,“ segir Sunnefa Pálsdóttir, vinningshafi í samkeppni um ný endurskinsmerki sem Umferðar- stofa og Glitnir stóðu fyrir. Sam- keppnin var haldin í framhaldi af átakinu „Gaman að sjá þig“ sem Umferðarstofa stóð fyrir og miðaði að því að fá börn og unglinga til að nota endurskinsmerki. „Þetta er svona leikur að orð- um,“ segir Sunnefa um vinnings- merkið en það heitir endur-skin og á því er mynd af öndum. Sunnefa gerir töluvert af því að hanna dót og hefur meðal annars haldið úti heimasíðum og hannað ýmislegt þeim tengt en hún er nemi í tölv- unarfræði. „Það er ekki hönnunar- tengt nám nema við hönnum hug- búnað náttúrlega,“ segir hún. „ Ég tek öðru hverju þátt í svona samkeppni ef ég hef ekkert betra að gera,“ segir Sunnefa og bætir við að hún taki sérstaklega þátt í ljós- myndasamkeppnum. „Ég hef rosa- lega gaman af því að taka myndir og kannski fikta aðeins í þeim,“ segir hún og bætir við: „Ég er ro- samikið fyrir myndvinnslu þannig að það er ekkert ólíklegt að ég fari í framhaldsnám sem tengist bæði tölvunarfræði og myndvinnslu.“ Allt of lítið er um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki en þau má nálgast í útibúum Glitn- is. fifa@24stundir.is Verðlaun fyrir endurskins „endur-skin“ „Þetta er svona leikur að orðum“ Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Bæjarstjórn Ár- borgar ákvað á fundi sínum á mánudaginn að samþykkja leigu- samning til tuttugu ára vegna tæp- lega átta hundruð fermetra hús- næðis fyrir þjónustumiðstöðvar aldraðra á Selfossi. Samkvæmt heimildum 24 stunda greiðir sveit- arfélagið hæsta leiguverð sem um getur í Árborg. Leigusamningurinn hljóðar upp á 1.840 krónur á fermetrann eða 1,4 milljónir króna á mánuði. Á samningstímanum greiðir því sveitarfélagið um 336 milljónir króna. Fyrirhugað er að húsið rísi í byrjun árs 2010 og tekur þá leigu- samningurinn gildi, en hann er háður vísitölu. Athugun 24 stunda á leiguverði á Selfossi leiddi í ljós að meðal- leiguverð í bænum er í kringum fimmtán hundruð krónur. „Þetta er leiguverð sem er sam- bærilegt og í einhverjum tilvikum töluvert lægra en leiguverð fyrir samskonar húsnæði í sveitarfélög- um í nágrenni Reykjavíkur,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjar- stjóri Árborgar. „Þarna er um að ræða húsnæði sem er sérhannað fyrir tiltekna starfsemi. Viðmiðunarverðið sem tekið hefur verið sem dæmi á við einfalt skrifstofuhúsnæði sem fyrir er og svo hefur leiguverð hækkað á Selfossi undanfarið.“ Byggingin án byggingarleyfis Bæjaryfirvöld hafa enn ekki gef- ið út byggingarleyfi vegna fyrirhug- aðrar byggingar. Húsið á að rísa á svæði sem mikill styr hefur staðið um og hafa íbúar kært deiliskipu- lagið til úrskurðarnefndar skipu- lagsmála, sem enn hefur ekki úr- skurðað um málið. Bæjarstjórnin hefur verið gagn- rýnd fyrir samþykkja leigusamn- inginn áður en úrskurðarnefndin hafi lokið sinni vinnu. „Við teljum engu skipta hvort við göngum frá samningnum núna eða seinna því það liggur fyrir að við ætlum í samstarf með bygging- araðilanum og leigusamningurinn tekur ekki gildi fyrr en við tökum við húsnæðinu. Nefndin hefur ekki sett fram stöðvunarkröfu á fram- kvæmdir og því höldum við áfram.“ Tuttugu ára leiga  Bæjarstjórn Árborgar gerir 20 ára leigu- samning  Hæsta leiguverð á Selfossi ➤ Samkvæmt heimildum 24stunda er hæsta leiguverð á Selfossi á bilinu 1.600 til 1.700 krónur fyrir fermetr- ann. ➤ Leiga fyrir iðnaðarhúsnæðier í kringum 1.000 krónur fyr- ir fermetrann. LEIGUVERÐ Á SELFOSSI Ráðhús Árborgar Bæjaryf- irvöld samþykktu leigusamning fyrir húsnæði sem er ekki til. SELFOSS

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.