24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 13 Pólitíkin í Reykjavíkurborger orðin eitt af furðum ver-aldar og ekki verður hún minna skrýtin ef litið er til baka. Björn Bjarna- son dóms- málaráðherra er einn þeirra sem fellt hafa dóma yfir störfum Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, á heimasíðu sinni. Miðað við um- mæli og bakgrunn Björns gengur plottið Ólafur borgarstjóri illa upp. Í nóvember 2005 segir Björn um málflutning Ólafs í borgarstjórn að hann „endurspeglar eitt sérkenni- legasta viðhorf til stjórnmála, sem ég hef kynnst.“ Um tillögu sem Ólafur flutti í borgarstjórn segir Björn að hún virðist „aðeins flutt í því skyni að hann gæti talað um sjálfan sig, ofsóknir sjálfstæð- ismanna í sinn garð og eigin fórnir í þágu umhverfismála.“ Fyrir síðustu borgarstjórn-arkosningar í ársbyrjun2006 efaðist Björn um lýð- ræðishefðir í Frjáls- lynda flokknum og skrifaði: „Frjálslyndir vita lítið um prófkjör eða hvernig að þeim er staðið. Þeir hafa aðrar aðferðir, þann- ig lýsti Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi frjálslyndra, því einn yfir, að hann yrði í fyrsta sæti á lista frjálslyndra í Reykjavík. Við skulum vona að það verði flokkn- um ekki dýrkeypt,“ bloggaði Björn. Þeir sem sáu frjálslynda á fundi í átökum Margrétar Sverr- isdóttur við Magnús Þór Haf- steinsson, Jón Magnússon og Guðjón Arnar Kristjánsson í fyrra tóku eflaust undir með Birni um að þar ríktu óhefðbundnar að- ferðir í pólitík. Nú er öldin önnur og sam-herjar Björns gæta vel aðborgarstjóranum sínum. Helst vilja þeir pakka honum inn í bómull. Nú síðast Ásta Möller, hjúkr- unarfræðingur og þingmaður. Ásta lætur sér detta í hug að pólitíkin sé ekki óskapanna virði. Ekki hefur þó skort á eftirsókn eft- ir borgarstjórastólnum eins og öðrum góðum pólitískum stólum. Þetta sanna dæmin. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur líkast til að- lagað sig að sætinu á fundi nor- rænna borgarstjóra, þegar Ólafur F. sat heima. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Fyrir 100 árum settust fyrstu konurnar í bæjarstjórn Reykja- víkur. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var þeirra á meðal og hún, ásamt þremur öðrum konum, bauð fram kvennalista sem náði miklu flugi í kosningabaráttunni. Svo mikið var flugið á þeim að hinir listarnir sem voru í framboði tóku til sinna ráða og einn þeirra, listi iðnaðarmanna, bauð konunum að bjóða fram sameig- inlega með þeim. Bríet fór á þeirra fund en komst fljótlega að því að eftir litlu var að slægjast því enginn vilji var fyrir því hjá körlunum að eftirláta þeim örugg sæti. Karlarnir skyldu raðast efst og konurnar neðar, en kjörþokki þeirra, dugnaður og lýðhylli skyldi nýtt til hins ítrasta. Bríet sagði nei takk, konurnar buðu fram einar og viti menn (og kon- ur!) – þær unnu kosningasigur og komu flestum fulltrúum að í bæjarstjórn Reykjavíkur. Fortöpuð sæti kvenna Lengi hefur það verið lenska að konur fái svokölluð ,,fortöpuð sæti“ á listum til sveitarstjórna og Alþingis. Karlarnir eru í öruggu sætunum en njóta góðs af því að konur prýði sætin fyrir neðan. Stundum er því jafnvel haldið fram að hinn og þessi karlinn fljóti inn á þing eða í sveitarstjórnir á kjörþokka, lýð- hylli og vinsældum ýmissa kvenna sem skipa sæti neðar en karlarnir. Vorið 2006 bauð F-listinn í Reykjavík fram með Ólaf F. Magnússon í efsta sæti, Margréti Sverrisdóttur í öðru og Guðrúnu Ásmundsdóttur í því þriðja. Margir undruðust þá að Margrét myndi ekki leiða listann þar sem hún var einn af stofnendum Frjálslynda flokksins. Var hún jafnvel lengi orðuð við 1. sætið og Ólafur við 2. sætið. Að end- ingu fór svo að Ólafur flaut örugglega inn í borgarstjórn sem oddviti listans en allir sem fylgd- ust með kosningabaráttunni vor- ið 2006 vita að Margrét Sverr- isdóttir og ekki síst Guðrún Ásmundsdóttir lögðu gjörva hönd á plóg. Þær voru vinsælar, harðduglegar, höfðuðu til kvenna og eldri borgara og unnu þrot- laust fyrir hönd F-listans. Ólafur fór skömmu eftir kosningar í veikindafrí eins og alþjóð veit og Margrét, Guðrún og fleiri af list- anum hafa staðið vaktina fyrir hann á meðan við góðan orðstír. Það er því grátlegt að Ólafur F. og ekki síst Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg hafi ekki svo mikið sem haft samband við þær konur sem skipa annað og þriðja sæti á F-listanum. Enginn tók upp símann og spurði þær álits, þær voru hundsaðar eins og þær skiptu engu máli. Það er ólíklegt að þetta gæti gerst á hinn veginn, það er að kona í leiðtogasæti virti karlana sem á eftir kæmu ekki viðlits. Þetta er takmarkalaus vanvirðing við lýðræðislega kjörna fulltrúa, þetta er móðg- andi og særandi fyrir þær sem og allar konur sem vilja að mark sé tekið á þeim í pólitík. Lítið breyst í 100 ár Fyrir 100 árum reyndu iðn- aðarmenn að koma konunum fyrir í fyrirfram töpuðum sætum, þær áttu að ,,skreyta listana“. Nú 100 árum síðar koma Ólafur F. og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fram við Margréti og Guðrúnu eins og þær séu skraut- fjaðrir; eins og þær séu ekkert annað en ,,konurnar á bak við manninn“. En þessar konur eiga drjúgan skerf af þeim 6.527 at- kvæðum sem fleyttu Ólafi inn í borgarstjórn. Og hafa staðið vaktina fyrir F-listann í borg- arstjórn frá upphafi kjörtímabils- ins á meðan oddvitinn var í leyfi. Daginn sem nýr meirihluti tók við mældist stuðningur við hann um 25 prósent. Einungis 16 pró- sent kvenna studdu hann, af hverju ætli það sé? Stundum finnst manni ein- faldlega eins og lítið hafi breyst í hundrað ár. Höfundur er laganemi Konur prýða lista VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir Nú 100 árum síðar koma Ólafur F. og borgar- fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins fram við Margréti og Guðrúnu eins og þær séu skrautfjaðrir; eins og þær séu ekkert annað en ,,konurnar á bak við manninn“. Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 The Broken: Arnar samdi lokalagið. KVIKMYNDIR» Föstudagur 1. febrúar 2008 Heimildarmynd og bók í bígerð. Jón Egill Bergþórsson framleiðir myndina. TÓNLIST» Sálin hans Jóns míns Íslenskar konur í alþjóðlegri kvenréttindabaráttu Sjúkt og ósjálfbært efnahagskerfi Siðferðisboðskapur óskast Ráðherrar og fatapólitík » Meira í Morgunblaðinu Það er meira í Mogganum í dag  „Þetta er mikið lostæti,“ sögðu þeir Helgi Benediktsson og Maríus Helgason, vel gallaðir að sjóarasið, er þeir buðu viðskiptavinum Fjarðar- kaupa í Hafnarfirði upp á ilmandi Húsavíkurhákarl á sjálfan bóndadaginn. » Meira í Morgunblaðinu Húsavíkurhákarl í útrás reykjavíkreykjavík  „Ég ætla að ræða háðsglósurnar sem manna- nafnanefnd fær. Það er ekki laust við að látið sé í það skína að þessi nefnd sé frekar duttlungafull og samþykki alls konar vitleysu en hafni síðan nöfnum sem virðast góð og gild,“ segir Baldur sem hefur átt sæti í mannanafnanefnd í tvö ár. » Meira í Morgunblaðinu Hvað má barnið heita? UMRÆÐAN»  Uppsprengt verð á hótelum og aðgöngumiðum á kappleiki fældi marga frá.  Stærsti stuðningsmannahópurinn sendur í langt ferðalag. » Meira í Morgunblaðinu Peningaplokk á EM Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.