24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Það er í upphafi leiksins sem Ísland fær að njóta sín. Þyrla, sem er að flytja hetju leiksins til Bandaríkjanna, er skotin niður yfir Íslandi og þarf hann að sleppa úr landi áður en ófreskjurnar ná að leggja landið endanlega í rúst. Í kvöld mun hljómsveitin Benny Crespo’s Gang koma fram á tón- leikum á Dillon þar sem aðgang- ur er ókeypis. Söngkona þeirra, Lay Low, hefur verið upptekin í leiksýningu á Akureyri og því lít- ið um tónleikahald síðan á út- gáfukonsert þeirra í desember en heilmikið er að gerast í febrúar, og heldur því kynning á nýút- kominni plötu þeirra áfram. Helgi Rúnar, söngvari og gít- arleikari, segir sveitina byrjaða að vinna næstu plötu og fólk muni taka eftir örlítið breyttum tóni hjá sveitinni. Lögin séu þó enn í vinnslu, en ef vel gangi að æfa verði þau ef til vill frumflutt í lok mánaðarins. Upplýsingar um bókaða tónleika má finna á síðunni myspace.com/ bennycresposgang. re Benny Crespo’s á Dillon Félag anti-rasista heldur í kvöld styrktartónleika á Gauki á Stöng, en tónleikarnir eru þeir fyrstu af þrennum í ár. Fókusinn er settur á hipphopp- og reggae-tónlist að þessu sinni og treður fjöldinn all- ur af tónlistarfólki upp, þar á meðal Rottweilerhundarnir, Ses- ar-A, Magadanshópur Kramhúss- ins, Kenya og margir fleiri ásamt plötusnúðum og dönsurum. Að- gangseyrir er 1000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 22.00. Aldurstakmark er 18 ár. Veisla á Gaukn- um í kvöld Írsku rokkararnir í U2 eru að undirbúa tónleikaröð á stóra 02- sviðinu í Lundúnum, sem Led Zeppelin lék á í desember síðast- liðnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sögusagnir um meinta tónleika U2 á þessu sviði komast á kreik en umboðsmaður þeirra, Paul McGuinness, hefur nú stað- fest þær. „Sviðið býður upp á mikla möguleika fyrir U2,“ sagði hann í viðtali. Sveitin er um þess- ar mundir í hljóðveri með Brian Eno að vinna sína 12. plötu. re U2 með tónleika á O2-sviðinu Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Það er ekki á hverjum degi sem ís- lenskir tölvuleikjaunnendur fá tækifæri til að spila tölvuleik sem gerist á Íslandi. Í árslok munu Playstation 3-eigendur hins vegar fá einstakt tækifæri til að berjast við ófreskjur á íslenskri grund en hluti af tölvuleiknum Resistance 2 mun gerast á Íslandi. Hulunni var svipt af leiknum fyrir fáeinum vik- um og ríkir gríðarleg eftirvænting meðal Playstation 3-eigenda eftir leiknum. Flóttinn frá Íslandi Ekki er vitað mikið um hversu stór hluti af leiknum gerist á Ís- landi en framleiðandi leiksins, In- somniac Games, verst allra frétta varðandi leikinn og vildi þar af leiðandi litlu svara þegar 24 stund- ir leituðu eftir svörum. Talsmaður fyrirtækisins sagði þó að öll skjá- skot úr leiknum, sem birt hafa ver- ið, séu tekin úr íslenska hluta leiks- ins. Resistance 2 er framhald af leiknum Resistance: Fall of Man sem kom út fyrir Playstation 3 á síðasta ári. Í leiknum fóru menn í fótspor bandarísks hermanns sem hélt til Englands til að berjast við ófreskjur sem voru langt komnar með að leggja undir sig alla Evr- ópu. Í Resistance 2 fara menn aftur í hlutverk sömu hetju en að þessu sinni hafa skrímslin hafið innrás inn í Bandaríkin. Það er í upphafi leiksins sem Ís- land fær að njóta sín. Þyrla, sem er að flytja hetju leiksins til Banda- ríkjanna, er skotin niður yfir Ís- landi og þarf hann að sleppa úr landi áður en ófreskjurnar ná að leggja landið endanlega í rúst. Hasarinn í Keflavík? Af þeim skjáskotum sem birst hafa má glöggt sjá að hinn íslenski vígvöllur mun vera í grennd við bandaríska herstöð; hvort það er Keflavík eða einhver ímynduð her- stöð er ekki vitað. Fyrri Resistance-leikurinn treysti mikið á raunverulegar bygg- ingar, svo sem dómkirkjuna í Manchester, til að hafa trúverð- ugan vettvang fyrir hasarinn og því er allt eins líklegt að raunveruleg íslensk mannvirki eða bæir komi við sögu í þessum stórleik. How do you like Iceland? Grimmar ófreskjur leggja Ís- land undir sig í Resistance 2. Playstation 3-leikurinn Resistance 2 hefst hér á landi Ófreskjur hafa sigrað Ísland Það eru ekki margir tölvuleikir sem gerast á Íslandi. Þetta mun þó breytast í haust þegar tölvuleikurinn Resistance 2 lítur dagsins ljós en leikurinn hefst á Íslandi. ➤ Insomniac Games er eitt virt-asta leikjafyrirtækið sem framleiðir einvörðungu leiki fyrir Sony-leikjavélarnar. ➤ Fyrirtækið hefur meðal ann-ars sent frá sér hina geysi- vinsælu Ratchet & Clank- leikjaseríu. INSOMNIAC GAMES Hljómsveitin The Roots hefur ráðið til sín mikilvæga gesti til að koma fram á næstu plötu sinni, Rising Down, sem verður henn- ar10. hljóðversplata og kemur út síðar á árinu. Patrick Stump úr Fall Out Boy, Mos Def og Com- mon eru allir bókaðir en sögur herma að einnig hafi komið til tals að fá Q-Tip og Lupe Fiasco. re The Roots með mikilvæga gesti Neil Diamond spilar á Gla- stonbury-hátíðinni í Englandi í ár og er jafnframt sá fyrsti sem tilkynnt er um. Ameríski söngv- arinn og höfundur laga á borð við „Sweet Caroline“ og Am- erica“ mun spila sunnudaginn 29. júní. Hátíðin stendur frá 27. til 29. júní og miðar fara í sölu þann 6. apríl næstkomandi. re Á Glastonbury

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.