24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir
Hinn gríðarlega vinsæli spurn-
ingatölvuleikur Buzz! mun bæta
enn einni rós í hnappagatið í
sumar þegar leikurinn kemur út
á PSP-leikjatölvunni.
Leikurinn mun hafa yfir 5000
spurningar sem skiptast niður í
marga valflokka þar sem meðal
annars er spurt um fræga fólkið,
íþróttir, vísindi og kvikmyndir.
Þar að auki hafa sex nýjar spurn-
ingalotur verið sérhannaðar fyrir
PSP-útgáfu leiksins til að tryggja
hámarksfjör. vij
Buzz! kemur á
PSP í sumar
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Auddi Blö var með leiðindi um
daginn. Hann sagði að Sly [Sylves-
ter Stallone] væri útbrunninn
sterahaus og núna er hann að
spyrja hvort honum sé ekki boðið.
Nei. Ég gleymi ekki svona. Hann er
ekki velkominn,“ segir Egill Ein-
arsson, betur þekktur sem Gillze-
negger.
Sylvester Stallone snýr aftur sem
John Rambó í fjórðu kvikmynd-
inni um hermanninn í næstu viku.
Egill tók forskot á sæluna og bauð
ásamt tveimur félögum sínum
nokkrum útvöldum Rambó-
aðdáendum á forsýningu í Laug-
arásbíói í gær. „Ég býð ekki
frægum gæjum ef þeir eru
ekki Sly-aðdáendur.
Frekar býð ég ófræg-
um gæjum sem eru
Sly-aðdáendur,“
segir Egill ómyrkur
í máli um Auðun
Blöndal.
Fjórða kvik-
myndin um Rambó hefur vakið
mikla athygli vestanhafs fyrir
gegndarlaust ofbeldið sem myndin
sýnir á afar grafískan hátt. Við-
tökur gagnrýnenda hafa verið afar
mismunandi, en samkvæmt vefsíð-
unni Metacritic.com hefur hún
fengið að meðaltali 45 af 100
mögulegum. Egill lætur það
ekki stöðva sig.
„Þetta er John J. Rambó.
Þú ert ekki að fara á þessa
mynd til þess að sjá Ósk-
arverðlaunamynd,“ segir
hann. „Þú ert að fara til að
sjá hasar. Þú ert að fara til að
sjá Sly drepa fólk. Er hægt að
biðja um eitthvað betra en það?
Fyrsti gæinn er drepinn á
þriðju mínútu þegar þú ert
nýsestur. Sly er að rífa
hausinn af mönnum í
þessari mynd.“
RAMBÓ-TÖLFRÆÐI
First
Blood
Rambo
Fist
Blood
Part II Rambo
Rambo
III
Fjöldi vondra karla sem Rambó drepur klæddur í bol: 1 12 33 83
Fjöldi vondra karla sem Rambó drepur ber að ofan: 0 46 45 0
Fjöldi vondra karla sem Rambó drepur hvernig
sem hann er klæddur: 1 58 78 83
Fjöldi vondra karla sem félagar Rambós drepa sjálfir: 0 10 17 40
Fjöldi góðra karla sem eru drepnir af vondum körlum: 0 1 37 113
Heildarfjöldi þeirra sem eru drepnir: 1 69 132 236
Heildarfjöldi morða á mínútu: 0,01 0,72 1,3 2,59
Á hvað mínútu var fyrsta morð framið (mín.sek): 29.31 33.34 41.9 3.22
Fjöldi morða á mínútu frá því að fyrsta morð er framið: 0,02 1,18 2,39 3,04
Fjöldi atriða þar sem skotið er á Rambó án árangurs: 12 24 38 2
Fjöldi atriða þar sem góðir gaurar eru pyntir af
vondum gaurum: 2 5 7 3
Fjöldi kynlífsatriða: 0 0 0 0
Rithöfundurinn John Mueller hefur
tekið saman tölfræðina úr Rambó-
myndunum fjórum.
Egill Gillzenegger bauð útvöldum á Rambó-forsýningu
Fjórða kvikmyndin um
Rambó verður frumsýnd í
næstu viku. Í tilefni af því
bauð Gillzenegger nokkr-
um hörðum Rambó-
aðdáendum á forsýningu
í gær.
Mismunandi skoðanir
Rambó er hetja í augum
Egils en ekki Auðuns.
maður vandist þessu svolítið í
upptökum, því persóna mín í
myndinni er nafli alheimsins má
segja, allt snýst í kringum hana. En
auðvitað er gaman að vera svona í
sviðsljósinu til tilbreytingar, ég
neita því ekki,“ sagði Reilly af lít-
illæti. Gestaleikarar í myndinni eru
ekki af verri endanum. Jack Black
leikur bítilinn Paul McCartney, að-
alsprauta The White Stripes, Jack
White, leikur Elvis Presley og þá
koma The Temptations fyrir í
myndinni einnig. Fyrirfram má
búast við miklum hlátrasköllum,
enda framleiðendurnir hinir sömu
og færðu okkur Knocked Up, The
40 Year Old Virgin og Superbad,
sem allar slógu rækilega í gegn hér
á landi. traustis@24stundir.is
Grínmyndin Walk Hard verður
frumsýnd í dag, en í aðalhlutverki
er konungur aukahlutverkanna,
John C. Reilly, sem margir kannast
við úr Days of Thunder, Boogie
Nights, Magnolia, Gangs of New
York, The Aviator og Talladega
Nights, svo fáeinar séu nefndar.
John leikur Dewey Cox í mynd-
inni, sem er í raun blanda af Elvis,
Ray Charles, Johnny Cash og Bob
Dylan og er sagan ekkert ósvipuð
lífshlaupi Johnny Cash, nema mun
fyndnari. Töluvert er um nekt í
myndinni, sem John fannst í fyrstu
frekar óþægilegt. „Í einu atriðinu
var ég með ósvikið karlamanns-
typpi steinsnar frá andlitinu sem
var ekki góð tilfinning í fyrstu. En
síðan vandist þetta, því það eru
mörg nektaratriði í myndinni. Og
eigandi reðursins, Tyler, er góður
gæi og var mjög afslappaður, sem
hjálpaði mér líka. Þá er maður
auðvitað vanur að sjá svona lagað í
karlaklefanum og því kom þetta
mér ekki í uppnám,“ sagði John í
nýlegu viðtali í tilefni frumsýn-
ingar myndarinnar. John er eitt af
kunnuglegustu andlitunum í
Hollywood, en aldrei hefur hann
leikið aðalhlutverk í kvikmynd af
slíkri stærðargráðu fyrr. „Það er
svolítið skrítið að sjá andlitið á sér
úti um allan bæ á risastórum aug-
lýsingaskiltum. Sem betur fer eru
þau ekki mörg á þeirri leið sem ég
fer í vinnuna, en vinir og ættingjar
eru alltaf að minnast á þetta. Auð-
vitað er þetta skrítin tilfinning, en
Grínmyndin Walk Hard verður frumsýnd í dag
Í kóngslíki Walk Hard leiðir áhorfendur í gegnum tónlistarsöguna.
Konungur aukahlutverkanna í aðalhlutverki
Hótelerfinginn Paris Hilton
gerði sér lítið fyrir og kyssti leik-
konuna Elishu Cuthbert í bak og
fyrir á skemmtistað í Stóra eplinu í
vikunni. Með athæfi þessu tókst
stjörnunni enn einu sinni að koma
sér á forsíður slúðurblaðanna, en
nú kappkosta fjölmiðlar ytra að
gera því skóna að Paris hrífist af
öðrum konum. Þannig ætlaði allt
um koll að keyra þegar hún gerði
sér dælt við Katherine Moennig úr
sjónvarpsþáttunum The L Word á
dögunum, en téðir þættir fjalla á
opinskáan hátt um lesbíur og sam-
neyti þeirra. Paris lét það ekki
nægja og í kjölfarið hélt hún rak-
leiðis á klúbb fyrir samkynhneigða
í Los Angeles. Þaðan hélt hún síðar
um kvöldið og leiddi vinkonu sína,
Courtenay Semel, og ráku menn
upp stór augu vegna náinna sam-
skipta þeirra. Eftir kossaflensið við
Elishu í vikunni vilja menn því
meina að Paris sé búin að venda
kvæði sínu í kross og komi nú til
með að herja á markaðinn í leit að
konu.
„Þær byrjuðu allt í einu að kyss-
ast og voru svo hvor ofan í ann-
arri,“ sagði einn áhorfenda á
staðnum. hþ
Gerir sér dælt við konurnar
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Þetta er John J. Rambó. Þú ert ekki að fara á þessa mynd
til þess að sjá Óskarverðlaunamynd. Þú ert að fara til að
sjá hasar. Þú ert að fara til að sjá Sly drepa fólk. Er hægt að
biðja um eitthvað betra en það?
Þeir sem fá aldrei nóg af því að
gagnrýna ofbeldi í tölvuleikjum
munu líklega slefa við þær fréttir
að tölvuleikur byggður á Saw-
hryllingsmyndunum sé í bígerð.
Það er leikjafyrirtækið Brash En-
tertainment sem vinnur að gerð
leiksins en hann er væntanlegur í
október árið 2009.
Brash vinnur um þessar mundir
náið með framleiðendum Saw-
myndanna, Lionsgate og Twisted
Pictures, við að búa til nýjan
söguþráð fyrir leikinn sem mun
tvinnast saman við heim Saw-
myndanna. Leikurinn mun not-
ast við nýjustu Unreal-grafíkvél-
ina og því ættu framleiðendur
leiksins að geta látið blóðið og
allan viðbjóðinn líta nokkuð
raunverulega út.
Saw-myndirnar hafa notið gríð-
arlegra vinsælda en þær tilheyra
svokölluðum Gorno-flokki kvik-
mynda þar sem reynt er að líkja
eftir allskonar pyntingum og mis-
þyrmingum á sem raunveruleg-
astan máta.
Því ætti fólk að geta ímyndað sér
það fjaðrafok sem mun verða
þegar Saw-tölvuleikurinn verður
loksins gefinn út á næsta ári en
undanfarna mánuði hafa staðið
yfir harðar deilur vegna leiksins
Manhunt 2 sem mun vera barna-
leikur samanborið við Saw. vij
Saw-tölvuleikur á leiðinni
Auðunn Blöndal
ekki velkominn
Ertu að flytja, láttu fagmenn
sjá um verkið fyrir þig
Örugg og trygg
þjónusta
Laugaveg 80 - S: 561 1330
www.sigurboginn.is
Sundbolir og
bikini frá