24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Ég stundaði nám í Flórens í 2 ár
og bjó þar um nokkurn tíma eftir
að skólanum lauk. Ég var í list-
námi, lærði sjónlist og ljós-
myndun,“ segir Iris Ann. „Flórens
er kjörin borg fyrir fólk sem hefur
áhuga á list og hönnun og þangað
kemur fólk alls staðar frá í heim-
inum til þess að læra slíkt.“
Andinn í borginni?
„Andinn er mjög afslappaður,
en það er Ítalinn þekktur fyrir,
eitthvað sem við Íslendingar höf-
um gott af því að læra. Þeir borða,
labba og tala hægar, allt er gert á
sínum tíma. Oftast jákvæður kost-
ur, það er að segja ef þú þarft ekki
að fara í bankann og í pósthúsið á
sama degi. Algjör brandari að það
sé ómögulegt að framkvæma það
tvennt á sama deginum.“
Uppáhaldsveitingastaðurinn?
„Margir staðir koma til greina,
til dæmis La Campanella (einfald-
ur en góður pitsastaður) og Baldo-
vino (báðir nálægt Santa Croce).
Ef það er eitthvað sem Ítalinn
kann að gera þá er það að elda.
Þeir leggja mikla áherslu á góða og
einfalda matargerð þar sem aðal-
málið er ferskleiki. Í Flórens er
ekki skortur á fjölskylduveit-
ingastöðum og þeir leggja allt sitt í
matargerðina.“
Eftirminnileg máltíð?
„Pitsur og aftur pitsur. Ég hafði
aldrei verið smámunasöm í sam-
bandi við pitsur áður en ég flutti
til Flórensborgar. Ofnbökuð pitsa
með ferskum mozzarella og hlaðin
fersku grænmeti er mér efst í huga
núna og fæ ég vatn í munninn við
að segja frá því.“
Uppáhaldsbúðirnar?
„Ég er mikið fyrir vintage búðir
og ef þú leitar vel þá eru nokkrar
skemmtilegar sem leynast í Flór-
ens eins og Pitti Vintage og fleiri.
Svo er einnig hægt að finna marga
skemmtilega markaði eins og stóra
antíkmarkaðinn á Santo Spirito-
torgi. Markaðurinn er haldinn
fyrsta sunnudag í hverjum mán-
uði.“
Uppáhaldsbarinn?
„The Jazz Club, neðanjarðar-
djassklúbbur. Mjög skemmtilegur
staður með lifandi djasstónlist öll
kvöld. Þangað koma aðallega Ítalir
en stöku sinnum ferðamenn sem
tínast þangað inn. Einnig er
klúbbur sem heitir Eskimo, lítill
en mjög skemmtilegur og lifandi
klúbbur með lifandi tónlist; að-
allega Ítalir sem sækja þangað, en
það getur verið erfitt að finna staði
sem eru ekki troðfullir af túr-
istum.“
Á hvaða tíma árs er best að heim-
sækja borgina og af hverju?
„Júní og júlí eru bestu mán-
uðirnir, fallegt veður og ekki of
heitt. Borgin er dauð í ágúst því þá
yfirgefa allir Ítalir heimilin sín og
fara í frí. Einnig eru flest söfn og
búðir lokaðar í ágústmánuði. Þeir
sem vilja fara í söfnin án þess að
bíða í röðum ættu að fara í sept-
ember eða október.“
Hvað gerir þú í borginni sem þú
gerir ekki annars? Ertu önnur
manneskja í annarri borg?
„Ég er afslöppuð manneskja á
Ítalíu og smitast af menningu
þeirra, þar er ekki eins mikill hraði
og er stundum hérna heima.“
Hvað finnst þér markvert að sjá í
borginni?
„Listasöfnin og fallegu sveit-
irnar í kringum Toscania-héraðið,
ekki fara frá Flórens án þess að
fara í vínsmökkun!“
Uppáhaldsborgin mín
Afslappaðir Ítalir í
fögru Flórensborg
„Flórens er kjörin borg
fyrir fólk sem hefur
áhuga á list og hönnun
og þangað kemur fólk
alls staðar frá í heiminum
til að stunda slíkt,“ segir
Iris Ann Sigurðardóttir
um uppáhaldsborgina
sína og bætir við að Ís-
lendingar megi læra
margt af Ítölum um af-
slappað viðhorf til lífsins.
Á Ítalíu eru allar bestu borgir Evrópu ef
marka má lesendur tímaritsins Condé
Nast Traveller. Flórens, Róm og Feneyjar
röðuðu sér í þrjú efstu sætin í könnun
blaðsins og máttu menningarborgirnar
París og Vín báðar lúta í lægra haldi.
Styttan af Davíð Eftir
Michelangelo á Piazza
della Signoria í Flórens.
Ponte Vecchio Elsta brúin
í Flórens, byggð 1345.
Lystisemdir! Og hvað er það
sem heillar við Flórens? Iris
Ann segir það vera ríkulega
menninguna og matinn.
Golfferðir til Túnis hafa áunnið sér fastan sess í vitund íslenskra golfara,
því auk góðra golfvalla og þægilegs loftslags við Miðjarðarhafsströndina,
býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu. Túnis er höfuðborg
Túnis sem stendur við Túnisflóa. Á 12. - 16. öld var Túnis talin ein
merkasta og ríkasta borg í hinum íslamska heimi. Margar merkar minjar
er að finna í Túnis frá fyrri öldum og má þar nefna rústir Karþagó og
Medínan, sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Að þessu sinni bjóðum við tvær 10 daga golfferðir til Túnis, þar sem
ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.
Gist er 4 nætur í Port El Kantoui við borgina Sousse og 5 nætur í
Hammamet á 4* hótelum. Leikið verður á golfvöllum eins og Les
Oliviers og La Forêt à Citrus, sem eru meðal eftirsóttra golfvalla á Citrus.
Fararstjóri: Sigurður Pétursson golfkennari
Verð: 171.000 kr.
Sp
ör
-
Ra
gn
he
ið
ur
In
gu
nn
Ág
ús
ts
dó
tti
r
s: 570 2790www.baendaferdir.is
b o k u n @ b a e n d a f e r d i r . i s
14. - 23. mars Örfá sæti laus!
Golf í Túnis
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
frá kr. 104.990 – með allt innifalið
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða frábært tilboð í ferðir til Karíbahafsperlunnar
Jamaica 14. og 24. febrúar. Í boði er gisting á góðu fjögurra
stjörnu hóteli við Ocho Rios, Shaw Park Beach Hotel & Spa á
ótrúlegum kjörum. Ævintýraeyjan Jamaica lætur engan
ósnortinn. Eyjan er án efa ein fegursta eyja Karíbahafsins og
hún býður stórkostlega náttúrufegurð og veðurfar. Á Jamaica
ríkir einnig einstakt andrúmsloft og menningin á sér vart
hliðstæðu í Karíbahafinu. Sandstrendurnar eru drifhvítar og
með þeim fegurstu í heimi. Eyjan skartar náttúruperlum eins
og Dunn’s fossunum, Blue Mountains og YS fossunum sem
eru einstakar og láta engan ósnortinn. Reggie tónlistin ómar
allsstaðar, taktur Bob Marleys fægasta sonar Jamaica. Þeir
sem hafa komið til Jamaica eru flestir sammála um að eyjan
hafi einstakt aðdráttarafl. Gríptu þetta frábæra tækifæri til að
heimsækja þessa einstöku Karíbahafseyju á hreint
ótrúlegum kjörum.
14. og 24. febrúar
Ótrúlegt sértilboð
**** hótel m/allt innifalið
10 eða 11 nætur
- allt innifalið
Verð kr. 104.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með allt innifalið í 10 nætur, 14. febrúar. Ferð 24. febrúar í 11 nætur kr.
aðeins 2.000 aukalega. Ath. mjög takmörkuð gisting í boði á þessu sérstaka tilboðsverði.
Mjög takmörkuð gisting í boði á þessu verði!
Jamaica