24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 23
24stundir FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 23
Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16
www.rumgott.is
GEL OG
ETHANOL
ELDSTÆÐI
BYLTING Í SVEFNLAUSNUM
SPRENGIÚTSALA
EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM
20-50% AFSLÁTTUR
VAXTALAUS LÁN Í 6 MÁNUÐI
Ferðabæklingur Úrvals Útsýnar
fyrir árið 2008 kom út um síðustu
helgi og hefur strax vakið mikla
athygli, að sögn Þorsteins Guð-
jónssonar, forstjóra Úrvals Útsýn-
ar. „Það stefnir í fínt ferðaár. Við
höfum allavega ekki upplifað aðr-
ar eins móttökur og í ár. Fólk er
þegar farið að bóka ferðir út og
þetta fer mjög hratt af stað,“ segir
Þorsteinn og bætir við að það sé
sífellt minna um að fólk bóki
ferðir á síðustu stundu. „Und-
anfarin þrjú ár hefur nánast allt
verið uppselt og þeir sem ætluðu
sér að panta ferðir seint hafa því
gripið í tómt.“ Aðspurður hvaða
áfangastaður sé vinsælastur segir
Þorsteinn að Marmaris í Tyrk-
landi sé geysilega vinsæll staður.
„Á Marmaris erum við að bjóða
upp á stórar og fínar íbúðir sem
hafa mælst vel fyrir hjá fjöl-
skyldufólki. Það er mjög hagstætt
verðlag þar, ágætis veður auk þess
sem á Marmaris er annar menn-
ingarheimur þannig að fólk upp-
lifir ferðina sem meira ferðalag.
Svo bjóðum við vitanlega upp á
þessa klassísku staði eins og
Portúgal, Tenerife, Mæjorka, Ali-
cante og Krít. Krít er ólík hefð-
bundnum ferðamannastöðum að
því leyti að íbúarnir halda mjög
fast í sína menningu, sem gerir
staðinn öðruvísi og sjarmerandi
fyrir vikið. Tenerife sló algjörlega í
gegn hjá okkur á síðasta ári og er
fyrsti sólaráfangastaðurinn sem er
vinsæll tólf mánuði á ári. Við
fljúgum því þangað tvisvar á viku
nánast allt árið um kring.“
Margir hafa þegar pantað ferð í sólina
Marmaris og Krít í tísku
KYNNING
Tyrkland Marmaris á
Tyrklandi er vinsæll
áfangastaður
Íslendingar hafa alltaf verið
heillaðir af Skotlandi og er ekkert
lát þar á enda hefur landið upp á
ótal margt að bjóða annað en
skotapils og sekkjapípur. Skotland
er land hárra fjalla, dala og vatna
og ekki skemmir glaðværð og
gestrisni Skota fyrir.
Þau Ingibjörg Geirsdóttir og
Snorri Guðmundsson búa í Skot-
landi og hafa verið dugleg að
kynna Skotland fyrir Íslendingum
en þau fara árlega um skosku
heiðarnar með hóp Íslendinga í
hinum vinsælu gönguferðum um
West Highland Way.
Skosku hálöndin
Nú gefst kostur á að fara í
páskaferð með Úrvali Útsýn á
slóðir Hálandahöfðingjans en
skosku hálöndin hafa löngum ver-
ið talin meðal fallegustu svæða í
Evrópu. Ferðalöngum gefst kostur
á að njóta ferðalags um djúpa dali,
vötn og eyjar í héraði sem ein-
kennist af stórbrotnu landslagi og
merkilegri sögu en farið verður
um Loch Lomond, Inverary, Ob-
an, Glen Coe, Fort William, Isle of
Skye, Loch Ness, Speyside og Stirl-
ing svo eitthvað sé nefnt.
„Það muna allir eftir vinsælu
sjónvarpsþáttunum um Hálanda-
höfðingjann eða Monarch of the
Glen sem voru sýndir í Ríkissjón-
varpinu á sínum tíma,“ segir Inga.
„Í þessari göngu munum við ein-
mitt fara á þær slóðir þar sem
þættirnir voru teknir upp enda er
landslagið þar engu líkt og kom-
um við til með að heimsækja ótal
fallega staði. Á svæðinu eru líka
fjölmargir glæsilegir kastalar og
við munum skoða nokkra þeirra.
Hálöndin eru líka þekkt fyrir
framleiðslu á nokkrum af bestu
viskítegundum í heimi og ætlum
við að kynna okkur fram-
leiðsluferlið en það eru eflaust
margir sem hafa áhuga á því.“
Mikil náttúrufegurð
Náttúruunnendur verða ekki
sviknir af ferðalagi um svæðið en
bæði er hægt að njóta góðrar
hreyfingar og útivistar sem og að
kynna sér stórmerkilega sögu
skosku hálandanna.
Svokallaðar hreyfiferðir eru að
verða sífellt vinsælli meðal Íslend-
inga en fjöldi manns leggur land
undir fót á ári hverju og fer í
gönguferðir eða hjólreiðatúra er-
lendis.
Allar nánari upplýsingar er að
finna á www.uu.is. og www.skot-
ganga.co.uk.
Einstök náttúrufegurð á sögulegum slóðum
Á slóðir Hálandahöfðingjans
Gönguleiðir Ótal fallegar
gönguleiðir eru í boði um
skosku hálöndin.