24 stundir


24 stundir - 01.02.2008, Qupperneq 4

24 stundir - 01.02.2008, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir Á forsíðu 24 stunda í gær var sagt frá fyrirtæki sem Jónas Ingi Ragnarsson stofnaði nýverið til að veita fyrrverandi og núverandi föngum aukin atvinnutækifæri. Í greininni var haft eftir honum að fyrirtækið hygðist bjóða upp á símsvörunarþjónustu, sem fangar á Kvíabryggju myndu sinna. Nokkrir samningar væru í höfn og um sam- starfsverkefni væri að ræða við Fangelsismálastofnun. „Fangelsismálastofnun hefur ekki gert samning við Hjúp ehf. um að fangar á Kvíabryggju taki þátt í símsvörunarþjónustu fyrir fyrirtækið, né stendur til að gera slíkan samning,“ segir Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar. „Verði breytingar á vinnu fanga verður það gert á forsendum Fang- elsismálastofnunar.“ æþe Fangelsismálastofnun kemur af fjöllum Fangar verða ekki seldir út til vinnu Þeir Sigurður Pálsson og Þor- steinn Þorsteinsson fengu í gær Íslensku bókmenntaverð- launin, Sigurður í flokki fag- urbókmennta fyrir Minnisbók og Þorsteinn í flokki fræðirita fyrir bókina Ljóðhús, þar sem fjallað er um Sigfús Daðason. Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlauna- skjöl og verðlaunagripir hann- aðir af Jóni Snorra Sigurðs- syni á Gullsmíðaverkstæði Jens. Um er að ræða opna bók á granítstöpli með nafni verð- launahöfundar og bókar hans. mbl.is Verðlaunaðir fyrir bækur Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is „Maður byrjaði bara að púsla þessu saman í hausnum,“ sagði Einar Jökull Einarsson sem ákærður er fyrir skipulagningu á fíkniefnainn- flutningi í Pólstjörnumálinu. Aðal- meðferð í málinu fór fram í gær og játuðu allir sakborningarnir sex að- ild að málinu að hluta eða í heild. Neitaði að nefna höfuðpaurinn Einar Jökull greindi frá því að maður hefði komið að máli við sig í maí árið 2007 og beðið sig að skipuleggja innflutning á fíkniefn- um frá Danmörku til Íslands. „Hann spurði mig hvort ég gæti ekki græjað þetta.“ Einar Jökull var rólegur í réttarsalnum, virtist jafn- vel í léttu skapi og svaraði spurn- ingum greiðlega. Hann kvaðst bera einn ábyrgð á skipulagningu á inn- flutningnum en neitaði að hafa fjármagnað hann. Þegar Einar Jök- ull var beðinn um að nafngreina þann sem bað hann um að flytja efnin til landsins neitaði hann því. Einar Jökull sagði að fljótlega hefði komið upp sú hugmynd að flytja efnin sjóleiðina til Íslands. „Ég átti skútu í Noregi. Ég hef siglt áður til Íslands og það var ekkert mál.“ Fór að líða illa Bjarni Hrafnkelsson játaði að hafa pakkað hluta af efnunum í íbúð í Kaupmannahöfn. Hann neitaði því hins vegar að hafa átt aðra aðild að málinu. Bæði Bjarni og Einar Jökull báru að það hefði verið hálfgerð tilviljun að Bjarni hefði verið fenginn til verksins. Þeir hafi hist fyrir tilviljun og Einar Jökull beðið hann um verkið. Bjarni hafi samþykkt það fyrir kunningsskap við Einar Jökul. Hann hafi farið í íbúð í Kaup- mannahöfn eftir bendingu Einars Jökuls þar sem efnin hafi verið. Þar hafi hann pakkað hluta af efnunum í viðurvist annars manns sem hann þekkti ekki. Hann hafi hins vegar ekki pakkað þeim öllum. „Mér fór bara að líða illa þarna og ýtti þessu yfir á þann sem var þarna.“ Játuðu allir aðild Hinir sakborningarnir fjórir ját- uðu aðild sína að málinu. Guð- bjarni Traustason og Alvar Óskars- son játuðu að hafa siglt skútunni til Íslands með fíkniefnin innanborðs. Marinó Einar Árnason játaði að hafa ætlað að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði en hafnaði því að hafa ætlað að taka þátt í dreifingu efnanna. Arnar Gústafsson játaði að hafa ætlað að geyma efnin fyrir Einar Jökul en kvaðst að öðru leyti ekki hafa haft afskipti af málinu. Verjendur mannanna lögðu áherslu á að þeir hefðu ekki komið að skipulagningu smyglsins. Átti að græja innflutninginn  Einar Jökull Einarsson segist einn hafa skipulagt Pólstjörnumálið  Neitaði að nefna höfuðpaurinn  Farið fram á harðar refsingar ➤ Saksóknari krefst hámarks-refsingar yfir þremur af mönnunum í Pólstjörnumál- inu, eða tólf ára fangels- isvistar. ➤ Jafnframt var krafist harðrarefsinga yfir öllum sakborn- ingum. ➤ Því mótmæltu verjendur.Bentu þeir bæði á að sak- borningar hefðu átt mismik- inn þátt í málinu og jafnframt að þeir hefðu játað brot sín greiðlega. REFSIKRÖFUR Árvakur/Kristinn Skipulagði smyglið Einar Jökull Einarsson gengur í dómsal. „Ég er sannfærð um að með því að leggja saman krafta okkar þá náum við lengra í verkefnum okkar, til hagsbóta fyrir báðar stofnanir og það mun skila sér út í samfélagið,“ segir Kristín Ingólfsdóttir en hún og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir utanrík- isráðherra og Kristín Ing- ólfsdóttir, undirrituðu í gær samning milli utanríkisráðuneytisins og Al- þjóðastofnunar Háskóla Íslands um samstarf á sviði fræðslu og rann- sóknastarfa í alþjóðamálum. Ætlunin með samningnum er að efla samstarf og samvinnu ráðuneyt- isins og Alþjóðamálastofnunar með því efla samstarf í þem málum þar sem snertifletir eru milli stofnananna segir Kristín. Hann eflir auk þess rannsóknir og kennslu. aak 3 milljónir til alþjóðamála Aukaaðalfundur Öryrkjabanda- lags Íslands verður haldinn 14. febrúar næstkomandi en ákvörð- un um það var tekin á aðalstjórn- arfundi í fyrrakvöld. Á dagskrá aukaaðalfundarins verður for- mannskosning og stefnumót- unarvinna. Emil Thoroddsen, varaformaður Öryrkjabandalagsins, hefur sinnt störfum formanns síðan Sig- ursteinn Másson sagði af sér for- mennsku í bandalaginu þann 11. janúar síðastliðinn. Þá sagði jafn- framt framkvæmdastjóri banda- lagsins, Hafdís Gísladóttir, upp starfi sínu. Um 15 umsóknir bár- ust um framkvæmdastjórastarfið. Emil hefur ekki viljað gefa upp við 24 stundir hvort hann hyggist gefa kost á sér í embætti for- manns. ibs Formannskjör á aukaaðalfundi Sundagarðar hf. hafa sagt upp samningi við sláturhúsið í Borg- arnesi og ætla að hætta að slátra. Inga Lilja Sigurðardóttir slát- urhússtjóri staðfesti að uppsagn- arbréfið hefði borist og segir eng- ar frekari skýringar hafa verið gefnar á uppsögninni. Hún hefði haldið að stórgripaslátrun yrði aukin. mbl.is Hætt að slátra í Borgarnesi Tiina Rosenberg, einn fremsti fræðimaður Norðurlanda á sviði hinsegin fræða á Norðurlöndum og prófessor í Lundi, heldur fyrsta fyrirlestur í fyrirlestraröð við Háskóla Íslands á vormisseri. Samtökin 78 eiga 30 ára afmæli á þessu ári, eins og nafn þeirra bendir til. Samtökin halda afmæli á fjölbreytilegan hátt með alvöru og gamni. bee Hinsegin heimur í þrjátíu ár Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á BKI kaffi classic í 500 g umbúðum. Munur á lægsta og hæsta verði var 45% eða 130 krónur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 45% verðmunur á kaffi Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN BKI kaffi classic 500 g. Verslun Verð Verðmunur Kaskó 289 Nettó 299 3,5 % Spar Bæjarlind 348 20,4 % Hagkaup 397 37,4 % Þín verslun Seljabraut 398 37,7 % Kjarval 419 45,0 Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH STANGAVEIÐIMENN ATHUGIÐ Nýtt námskeið í fluguköstum í T.B.R húsinu Gnoðavogi 1 hefst 3. febrúar kl 20:00. kennt verður 3,10,17og 24 feb. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Verð kr 9.000 en kr 8.000 til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.