24 stundir - 07.02.2008, Side 1

24 stundir - 07.02.2008, Side 1
24stundirfimmtudagur7. febrúar 200826. tölublað 4. árgangur Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, varaformaður Neytendasamtak- anna, telur að fólk þurfi að gæta að sér í tryggingakaupum. Oft telur fólk sig betur tryggt en síðar reynist. Margir tvítryggðir SPARIBAUKURINN»30 Hany Hadaya ætlar að taka þátt í tangómaraþoni sem haldið verður í Iðnó á laugardaginn og stendur yfir í sólarhring en hann segir að slíkar uppákomur njóti sívaxandi vin- sælda erlendis. Tangó í sólarhring MENNING»28 Samkeppni í raf- orku litlu skilað NEYTENDAVAKTIN »4 0 -2 0 -1 1 Leita þurfti aðstoðar slökkvi- liðs þegar átta ára drengur festist í handjárnum sem hann fann í svefnherbergi móður sinnar. „Litli strákurinn kom á slökkvistöðina með ömmu sinni og handjárnin voru föst við annan úlnlið hans,“ segir Dan French, slökkviliðsmaður í Portsmouth. Beita þurfti klippum á járnin, enda voru þau úr sérhertu stáli og alls ekki hugsuð sem leikföng. aij 8 ára fastur í handjárnum GENGI GJALMIÐLA SALA % USD 66,15 +0,55  GBP 129,69 +0,47  DKK 13,02 +0,55  JPY 0,62 +0,81  EUR 97,07 +0,55  GENGISVÍSITALA 127,34 +0,55  ÚRVALSVÍSITALA 5.102,39 -2,48  Vísbendingar eru um að upplýs- ingar um laun og vaktatöflu læknaritara á Landspítalanum hafi borist aðilum sem sýnt hafa ritun sjúkraskráa utan sjúkrahússins áhuga, að sögn Ögmundar Jón- assonar, þingmanns og formanns BSRB. Hann veltir fyrir sér mögu- legum hagsmuna- tengslum aðilanna. Gögn um laun frá Lansa út í bæ »2 Fólksbílar sem skráðir voru á karla í fyrra voru 115.996. Á konur var hins vegar skráður 65.061 fólksbíll. Þrefalt fleiri Land Cruiser og Benz E voru skráðir á karla en á konur. Ungar konur sem skráðar eru fyrir bílum skrá eiginmenn sína sem fé- laga í Félag íslenskra bif- reiðaeigenda. Fleiri og dýrari bílar í eigu karla »2 Fangelsimál voru til umræðu á Al- þingi í gær þegar Ágúst Ólafur Ágústsson bar upp fyrirspurn til dómsmálaráðherra um heimsókn- araðstæður fanga. Í svari Björns Bjarnasonar kom fram að hann vildi ekki tímasetja verklok á fram- kvæmdum sem eiga að bæta þær aðstæður. Fangelsismál til umræðu á þingi »8 Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is „Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum. Ég reyndi allt til að veita honum hjálp en það var engin úr- ræði að hafa í kerfinu.“ Þetta segir móðir Ásgeirs Hrafns Ólafssonar, sem rændi útibú Glitnis banka í Lækjargötu sl. mánudagsmorgun. Ásgeir Hrafn hefur verið í fíkni- efnaneyslu frá fjórtán ára aldri. Hann hefur margítrekað brotið af sér, brotist inn og framið vopnuð rán. Móðir hans hefur leitað á náð- ir allra mögulegra meðferðarstofn- ana en hlotið litlar undirtektir. Hún segir kerfið hafa brugðist. Lenti í vondum félagsskap „Ásgeir var fyrirmyndarbarn. Hann stóð sig frábærlega í skólan- um, var mikill íþróttamaður og hvers manns hugljúfi. Við fluttum heim til Íslands vorið 2001 frá Danmörku. Veturinn áður hafði hann eitthvað verið farinn að fikta við drykkju en ég hélt að ég hefði tekið á því. Þegar við komum heim lenti hann í félagsskap sem var ekki sá besti. Veturinn eftir, þegar hann var í níunda bekk, hallaði undan fæti í skólanum hjá honum. Ég skildi ekkert í því hvað var að ger- ast fyrr en ég heimtaði að hann tæki fíkniefnaprufur og þær sýndu fram á að hann var í bullandi neyslu.“ Hefði þurft úrræði strax Móðir Ásgeirs Hrafns segir að hún hafi haft samband við barna- verndaryfirvöld í Reykjavík og leit- að eftir úrræðum fyrir son sinn. „Ég fékk þau svör að það væri ekk- ert hægt að gera strax í málinu. Það þyrfti að fara í gegnum alls konar pappírsvinnu og það myndi taka að minnsta kosti þrjá mánuði. En málið var það að á þessum tíma var Ásgeir Hrafn tilbúinn til að taka á sínum málum og það hefði þurft að finna handa honum úrræði strax, áður en ástandið versnaði.“ Kerfið brást  Móðir pilts sem rændi útibú Glitnis banka segir vanta úrræði fyrir unga afbrotamenn  Hefði þurft að bregðast miklu fyrr við SKILNINGSLEYSIÐ ÆPANDI»6 ➤ Ránið í útibúi Glitnis í Lækj-argötu er annað bankaránið sem Ásgeir Hrafn fremur. ➤ Hann rændi útibú SPRON íMjóddinni árið 2004. ➤ Ásgeir Hrafn hefur verið íneyslu frá fjórtán ára aldri. ENDURTEKIN AFBROT „Það er búið að vera svakalega mikið að gera hjá okkur í dag,“ segir Hanna María Siggeirsdóttir lyfjafræðingur í Laugarnesapóteki en starfskonur apóteksins klæddu sig allar upp í búninga í gær í tilefni öskudagsins. Hún segir viðbrögð krakkanna hafa verið mjög skemmtileg. „Svipurinn á þeim þegar þau sáu að við vorum í búningum – það bara datt af þeim andlitið,“ segir hún. „Fullorðnir viðskiptavinir brostu líka en það var enginn í búningi.“ Öskudegi fagnað í apótekinu Árvakur/Frikki „Það bara datt af þeim andlitið þegar þau sáu okkur“ Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! fitnesskort TILBOÐ Brautarholti 20 • 105 Rvk • Sími 561 5100 • www.badhusid.is VEÐRIÐ Í DAG »2 »14

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.