24 stundir - 07.02.2008, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 16
Amsterdam 9
Ankara 5
Barcelona 17
Berlín 8
Chicago -2
Dublin 9
Frankfurt 8
Glasgow 8
Halifax 0
Hamborg 8
Helsinki 1
Kaupmannahöfn 8
London 10
Madrid 16
Mílanó 12
Montreal -3
München 4
New York 9
Nuuk -18
Orlando 20
Osló 2
Palma 22
París 12
Prag 4
Stokkhólmur 4
Þórshöfn 5
Snýst í suðvestan 15-23 m/s með éljum, fyrst
suðvestantil á landinu. Heldur hvassara um
landið austanvert undir hádegi, en dregur úr
vindi þar og léttir til síðdegis. Frost 0 til 8 stig,
kaldast inn til landins.
VEÐRIÐ Í DAG
0
-2
0 -1
1
Suðvestan og él
Vaxandi suðaustanátt, 18-25 m/s undir kvöld,
en víða 20-28 um miðnætti, hvassast suð-
vestanlands. Talsverð rigning sunnan- og
vestanlands, en dálítil slydda norðaustan til.
Hlýnar í veðri og hiti 1 til 6 stig um kvöldið.
VEÐRIÐ Á MORGUN
2
4
5 6
6
Hlýnar í veðri
Upplýsingar um laun og vakta-
töflu læknaritara á Landspítalan-
um hafa borist aðilum sem sýnt
hafa ritun sjúkraskráa utan Land-
spítalans áhuga, að því er Ög-
mundur Jónasson, formaður
BSRB, greinir frá.
„Ég hef fengið vísbendingar úr
fleiri en einni átt um að fyrirtæki
hafi fengið afhent gögn sem snúa
að launum, vaktavinnu og vinnu-
fyrirkomulagi einstaklinga á Land-
spítalanum. Ég lít þetta mjög al-
varlegum augum,“ segir
Ögmundur.
Neitað um upplýsingar
Hann bendir á að BSRB og
Sjúkraliðafélagi Íslands hafi síðast-
liðið haust verið neitað um upplýs-
ingar um launakjör starfsfólks frá
starfsmannaleigum. „Þá var um að
ræða stéttarfélög sem hafa það að
markmiði sínu að standa vörð um
kjörin. Þetta þótti þá slíkt trún-
aðarmál að ekki mátti láta slíkar
upplýsingar af hendi. Það var rétt-
lætt með viðskiptahagsmunum. En
hvað er þá þetta?“ spyr Ögmundur.
Hagsmunatengsl?
Hann veltir fyrir sér hvort ein-
hverjir í stjórnsýslunni innan
Landspítalans gangi erinda fyrir-
tækja úti í bæ, eins og hann orðar
það. „Ég fer þá að spyrja alvarlegra
spurninga um hagsmunatengsl
þessara aðila. Þetta er alvarlegur
hlutur sem verður að fá botn í.“
Alls bárust 12 tilboð í sex mán-
aða tilraunaverkefni Landspítalans
um ritun sjúkraskráa utan sjúkra-
hússins. Tilraunaverkefnið snýst
um að meta hvort hagstætt geti
verið að bjóða út ritun tiltekinna
hluta sjúkraskrárgagna fyrir skil-
greindar einingar spítalans, sam-
kvæmt upplýsingum frá Landspít-
alanum.
Órói meðal læknaritara
Mikill órói hefur verið vegna
málsins í röðum læknaritara á
Landspítalanum sem eru á annað
hundrað talsins. Þeir óttast að ein-
hverjir þeirra missi vinnuna í
framhaldi af verkefninu.
ingibjorg@24stundir.is
Upplýsingar um læknaritara á Landspítalanum til áhugamanna um ritun sjúkraskráa
Gögn um laun afhent aðilum úti í bæ
Landspítali Vísbend-
ingar eru um afhendingu
gagna um starfsmenn.
Sparisjóðurinn er í fyrsta sæti Ís-
lensku ánægjuvogarinnar en þetta
er í níunda sinn sem hún mælir
ánægju íslenskra viðskiptavina. Í
fréttatilkynningu frá henni kemur
fram að mikil fylgni er milli
ánægju og tryggðar viðskiptavina
og afkomu fyrirtækis.
Í flokki banka og sparisjóða á fyr-
irtækjamarkaði var Landsbankinn
í fyrsta sæti. Tryggingamiðstöðin
var í fyrsta sæti tryggingafélaga og Síminn í flokki farsímafyrirtækja. Í
flokki netveitna var Vodafone í fyrsta sæti og Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson í flokki gosdrykkjaframleiðenda. Í flokki rafveitufyrirtækja
Hitaveita Suðurnesja og Olís í flokki olíufélaga. Í flokki bygging-
arvöruverslana varð BYKO í fyrsta sæti.
Að Íslensku ánægjuvoginni standa Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og
Capacent Gallup en þeir þættir sem hafa áhrif á ánægjuvogina eru m.a.
ímynd fyrirtækja, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. aak
Tengsl ánægju og afkomu
Í skýrslu stýrihóps sem fjallaði
um samruna REI og GGE mun
koma fram að hópurinn telur að
verkferlar og valdmörk hafi verið
óskýr. Ákvarðanir voru að mati
hópsins teknar án fullnægjandi
umræðu og málsaðilar brugðust
trausti, kemur fram á Stöð 2.
mbl.is
REI-skýrsla
kynnt í dag
Ríkisendurskoðun áformar að ljúka stjórnsýsluúttekt á starfsemi Þró-
unarfélagsins á Keflavíkurflugvelli um miðjan febrúar. Á fundi fjár-
laganefndar Alþingis í gær var lagt fram bréf frá fjármálaráðuneytinu
þar sem fram kemur að í ár er gert ráð fyrir að söluverð eigna á Kefla-
víkurflugvelli geti numið um fjórum milljörðum króna og innborganir
um 1,5 milljörðum króna. Áætlunin stendur ennþá óbreytt. mbl.is
Úttekt á Þróunarfélaginu að koma
Ingibjörg B. Sveinsdóttir
ingibjorg@24stundir.is
Fólksbílar sem skráðir voru á karla
í fyrra voru nær tvöfalt fleiri en
fólksbílarnir sem skráðir voru á
konur, eða 115.996 á móti 65.061,
samkvæmt upplýsingum frá Um-
ferðarstofu.
Þrefalt fleiri Toyota Land Cruiser
120 og Mercedes Benz E-bílar voru
skráðir á karla en konur. Svipaður
fjöldi Nissan Almera var skráður á
karla og konur en nær tvöfalt fleiri
Toyota Yaris-bílar voru skráðir á
konur en karla. Þessar upplýsingar
koma Guðnýju Waage, fulltrúa hjá
Félagi íslenskra bifreiðaeigenda,
FÍB, í raun ekki á óvart.
Konur eru aðeins um þriðjungur
félagsmanna í FÍB, að því er Guðný
greinir frá. Hún segir þónokkur
dæmi þess að ungar giftar konur,
sem sjálfar eru skráðar eigendur
bifreiða, hringi til FÍB til að skrá
eiginmenn sína í félagið. „Þær taka
það fram að þær séu skráðar eig-
endur bílanna en ákveða samt að
skrá manninn sinn. Mér finnst
þetta vera áberandi hjá ungum gift-
um konum. Það er eins og þær telji
að karlinn hafi meira vit á bílamál-
unum. Það er mín tilfinning að
konurnar verði sjálfstæðari upp úr
35 ára,“ segir Guðný og tekur um
leið fram að svo virðist sem enn
eimi eftir af hlutverkaskiptingu
kynjanna. „Ég hélt að þetta væri að
líða undir lok en svo er greinilega
ekki,“ bætir hún við.
Vilja höfða til kvenna
Guðný segir FÍB reyna að höfða
til kvenna. „Við höfum reynt að
gera félagsblaðið okkar fjölskyldu-
vænna. Systurfélög okkar á Norð-
urlöndum hafa mýkt sín félagsblöð
til að benda konum á að félögin séu
ekki lokaðir karlaklúbbar, heldur
kostur fyrir konur. Það höfum við
líka gert. Þetta eru neytendasamtök
fyrir bílaeigendur og það eru ekki
bara karlar sem eiga bíla. Það eru
hagsmunir allra í umferðinni að
mengun verði minni og slysum
fækki svo eitthvað sé nefnt.“
Samkvæmt upplýsingum frá
embætti ríkislögreglustjóra eru
88.988 konur með réttindi til að
aka fólksbifreið undir 3.500 kg eða
svokölluð B-réttindi. Karlar með
B-réttindi eru 106.375.
Nær tvöfalt fleiri
bílar í eigu karla
Þrefalt fleiri Land Cruiser og Benz E skráðir á karla en konur
Ungar giftar konur hringja í FÍB og skrá eiginmenn sína í félagið
Á dæmigerðan konubíl Guðný
Waage, fulltrúi hjá FÍB, sér sjálf um
öll sín bílamál.
➤ Mercedes Benz E: 581 skráðurá karla í fyrra en 163 á konur.
➤ Toyota Land Cruiser 120:2140 voru skráðir á karla en
677 á konur.
➤ Toyota Yaris: 1956 voruskráðir á karla en 3590
á konur.
BÍLAEIGENDUR
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
STUTT
● Þýfi á leið úr landi Lögreglan
kom í veg fyrir að umtalsvert
magn af þýfi, meðal annars úr
innbroti í íþróttavöruverslun í
Hafnarfirði, yrði sent úr landi
með póstþjónustu í fyrradag.
Lögreglan komst á snoðir um
12 pakka sem samtals vega um
130 kg og átti að senda til Pól-
lands.
Þrír menn voru handteknir í
pósthúsi á Suðurnesjum og í
kjölfarið voru tveir aðrir færðir
til yfirheyrslu. Lögreglan í
Hafnarfirði tók skýrslur af
mönnunum.
Lögreglan vinnur nú að rann-
sókn málsins en megnið af þýf-
inu mun hafa verið fatnaður og
merkjavara. mbl.is
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Hræ af hnúfubakstarfi fannst í
fjöru við Garðskaga í dag. Dýrið
er rúmir 10 metr-
ar á lengd hið
minnsta og ligg-
ur á bakinu í
fjöruborðinu.
Fram kemur á
fréttavef Víkur-
frétta, að skrokk-
urinn sé nokkuð
heillegur, ekki
mikið úldinn, og víða settur
hrúðurkörlum.
Haft hefur verið samband við
Hafrannsóknastofnun, sem
hyggst skoða hræið á morgun.
mbl.is
Úldið hnúfubakshræ
Hvalreki við
Garðskaga