24 stundir - 07.02.2008, Síða 4

24 stundir - 07.02.2008, Síða 4
NEYTENDAVAKTIN Raforkuverð Seljandi raforkuverð á ári (5.392 Kwh) Verðmunur Rafveita Reyðarfjarðar 54.651 Fallorka (Norðurorka) 55.255 1,0 % Orkuveita Húsavíkur 55.255 1,0 % Orkusalan (RARIK) 55.926 2,0 % Orkuveita Reykjavíkur 55.926 2,0 % Orkubú Vestfjjarða 56.219 3,0 % Hitaveita Suðurnesja 56.329 3,0 % 4 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Það sem einkennir þetta öðru fremur er að þeir sem í þessu lenda eru í þeirri stöðu að vera mikið í samskiptum við fólk og hafa þar af leiðandi ekki allt um það að segja hver niðurstaðan verður,“ segir Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins en hann er meðal frummælenda á málþingi Náttúruverndarfélagsins um kulnun í starfi sem fram fer á Loftleiðum í kvöld. Kulnun í starfi hefur verið skil- greind sem þrjú stig eða fasar. Í fyrsta lagi er vinnutengd streita sem fólk finnur fyrir þegar skyldum verður ekki sinnt vegna þreytuein- kenna. „Það eru stöðugar áhyggjur, minnkuð einbeiting, sinnuleysi og ábyrgðarleysi og fólk fer jafnvel að sofa illa af áhyggjum af vinnunni,“ segir Kristinn. Annar fasi kemur yf- irleitt ekki löngu síðar en Kristinn segir hann einkennast af því sem yf- irleitt er kallað ofálag og fólk finnur verulegar takmarkanir á að sinna skyldum sínum á vinnumarkaði. Í þriðja fasa er farið að bera á því sem kallað er kulnun í starfi. „Hlutir eins og að finna sig vanhæfan til að sinna verkefnum, finna sig daglega úr- vinda á vinnustaðnum og fólk er sinnulítið um þau verkefni sem koma upp,“ segir Kristinn en bætir við að þrátt fyrir þetta hafi þeir sem þjást af kulnun oft ekki uppburði í sér til að biðjast undan verkefnum eða breyta vinnu sinni. Hann segir mikilvægt að þeir sem finni fyrir þessu leiti til sinna yfirmanna en jafnframt til heimilislæknis því ein- kennin geta átt líka við um aðra sjúkdóma. Ása Ásgeirsdóttir er fagstjóri vinnueftirlitsins. Hún segir mikil- vægt til að koma í veg fyrir kulnun að hugað sé að því í stefnumótun fyrirtækja. „Til dæmis starfsmanna- viðtöl,“ segir hún, „er eingöngu ver- ið að horfa á laun eða er líka litið á einstaklinginn, möguleika hans á starfsþróun og það að hann upplifi að hann geti notið sín innan fyr- irtækisins og að hann noti sína hæfi- leika þar.“ Hún segir mikilvægt að stefna sé til staðar innan fyrirtækja um heilsueflingu í víðum skilningi. „Það þarf að vera í lagi að tala um streitu,“ segir Ása en hún segir líka mikilvægt að ýta undir það sem er jákvætt. „Það þurfa allir að upplifa að starf þeirra sé metið að verðleikum og að þeir skipti máli fyrir heildina.“ Mikilvægt að huga að heilsueflingu í víðum skilningi Áhyggjur, sinnuleysi og leiði ➤ Kulnun í starfi er það semkallað hefur verið burnout á ensku. ➤ Fyrstur til að skrifa um kuln-un var bandarískur sálkönn- uður, Herbert Freudenberger árið 1974. KULNUN Í STARFI Nú finn ég neistann Fólk þarf að finna að störf þess skipti máli svo það kulni ekki í starfi. Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Ástandið á hrossunum nú er mun verra en það hefur verið undanfarin ár enda hefur veturinn verið mjög harður og víða jarð- bönn,“ segir Óðinn Örn Jóhanns- son, búfjáreftirlitsmaður á Suður- landi. Slæmt ástand útigangshrossa á Suðurlandi má einnig rekja til svokallaðra hnjúska sem er feld- sjúkdómur sem lagðist á fjölda hrossa á svæðinu vegna mikillar vætutíðar á haustmánuðum. „Ég hef farið um svæðið til að sinna eftirliti og í nokkrum til- fellum hef ég þurft að hnippa í menn sem hafa trassað að gefa skepnunum sínum eða veita þeim skjól. Menn hafa í flestum tilfell- um ekki búist við jafn hörðum vetri og varð raunin og hafa ekki gætt nægilega að sér.“ Ábendingum fjölgað mikið Auk þess að fara í eftirlitsferðir tekur Óðinn við ábendingum frá fólki vegna gruns um vanrækslu útigangshrossa, en hann segir til- kynningarnar hafa margfaldast í ár og hann hafi þurft að bæta við sig starfsmönnum til að sinna þeim öllum. „Tilkynningunum hefur fjölgað gríðarlega í ár en ætli ég sé ekki að fá um tuttugu ábendingar á viku um hross sem eru illa haldin og þarf að koma til aðstoðar. Menn hafa í langflestum tilfellum tekið afskiptum okkar vel og ráðist í úrbætur.“ „Réttu hrossin“ gangi úti Óðinn segir viðkomandi sveit- arfélög hafa þurft að grípa til að- gerða í nokkur skipti. Þá ræður sveitarfélagið menn til að gefa úti- gangshrossum og sendir eiganda þeirra reikninginn, hafi þeir ekki orðið við tilmælum. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, segir mikil- vægt að menn velji réttu hrossin til útigangs. „Menn verða að fylgjast vel með hrossunum sínum og gæta þess að þau séu öflug og láta ekki merar og trippi ganga úti.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Svöng útigangs- hross á sveitina  Ástand útigangshrossa hefur ekki verið jafn slæmt á Suðurlandi um árabil  Búfjár- eftirlitsmanni á svæðinu berast um tuttugu ábendingar á viku um vanrækslu hrossa Hross í kuldakasti Á Suðurlandi hefur ástandið ekki verið jafn slæmt síðan 1999. ➤ Ástand útigangshrossa al-mennt á landinu er nokkuð gott, að sögn héraðs- dýralækna. ➤ Ábendingum vegna van-rækslu útigangshrossa hefur þó fjölgað í ár. ÁSTANDIÐ Árvakur/Ásdís Forsvarsmenn Bændasamtak- anna gengu í dag á fund Einars K. Guðfinnssonar, landbún- aðar- og sjávarútvegs- ráð- herra, og lýstu þar áhyggjum sínum vegna verðhækkunar sem orðið hefur á aðföngum landbúnaðarins, þar á meðal á áburði. „Við ræddum við ráð- herra þá alvarlegu stöðu sem bændur standa frammi fyrir vegna verðhækkana sem hafa dunið yfir að undanförnu,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna. mbl.is Verðhækkanir ræddar Bændur fara á fund ráðherra Karl Gústaf Svíakonungur hefur útnefnt Alyson Bailes til viðurkenningar með stórridd- arakrossi hinnar konunglegu sænsku norðurstjörnuorðu. Alyson Bailes var áður for- stöðumaður SIPRI í Stokk- hólmi, sem er rannsókn- arstofnun um stríð og frið í heiminum. Veiting konungs- orðunnar fer fram í sænska sendiráðinu í dag. Svíakonungur heiðrar Gestakennari krossaður Réttarstaða leigutaka lóða undir frístundahús er bætt og meðal annars lagt til að þeir fái einhliða rétt til að fram- lengja leigu- samning ef ekki semst um áfram- haldandi leigu við landeiganda, í nýju frumvarpi félagsmálaráð- herra. Í dag er réttarstaða leigjenda yf- irleitt sú að beri ákvæði leigu- samnings ekki með sér að leigu- taki hafi ótvíræðan rétt til leigu að leigutíma loknum er hann of- urseldur vilja landeiganda um framhaldið. Frumvarpið er fyrsta sinnar tegundar á Alþingi. Nýtt frumvarp ráðherra Réttarstaða leigutaka bætt Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Raforkusala til neytenda var gefin frjáls árið 2006 og var markmiðið að skila neytendum lægra raforkuverði. Ef miðað er við 140m2 raðhús í Reykjavík munar ekki nema 3% á hæsta og lægsta verði. Það sama á reyndar við á flestum stöðum því verðmunur er yfirleitt lítill sem enginn. Það má því segja að samkeppni á raf- orkumarkaði hafi ekki skilað sér til neytenda. Samkeppnin litlu skilað Brynhildur Pétursdóttir TB W A\ R E Y K JA V ÍK \ S ÍA

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.