24 stundir - 07.02.2008, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
Landsvirkjun tók á dögunum yf-
ir verkefni Arnarfells við Kára-
hnjúka vegna fjárhagsörðugleika
þess síðarnefnda.
Þá réði Landsvirkjun til sín
starfsmenn Arnarfells en launa-
greiðslur til þeirra um mánaðmót-
in töfðust.
„Skýringin á því er í raun afar
einföld. Þegar átti að greiða launin
síðastliðinn föstudag kom í ljós í
látunum við yfirtökuna að launa-
listinn var ekki réttur svo að helgin
var notuð til að fara yfir listann og
laga hann,“ segir Sigurður Arnalds,
talsmaður Kárahnjúkavirkjunar.
„Núna er búið að gera upp við
starfsmennina, sem eru um fimm-
tíu talsins, og mikill hugur er í
mönnum.“ aegir@24stundir.is
Landsvirkjun greiðir vangoldin laun
Gert upp við fyrrv.
starfsfólk Arnarfells
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Móðir Ásgeirs Hrafns Ólafssonar
sem rændi útibú Glitnis á mánu-
daginn var hefur í mörg ár reynt að
finna úrræði fyrir son sinn en án
árangurs. Henni finnst skilnings-
leysi kerfisins gagnvart vanda-
málum sonar síns vera æpandi.
Dvaldi í Byrginu
Ásgeir Hrafn flutti frá Dan-
mörku ásamt fjölskyldu sinni árið
2001, þá fjórtán ára. Fljótt fór að
halla undan fæti hjá honum eftir
flutninginn hingað til lands.
„Hann lenti í slæmum félagsskap
og var farinn að neyta fíkniefna
strax þennan vetur. Ég hafði sam-
band við barnaverndarnefnd strax
þegar ég komst að því hvernig
ástandið var. Þar var mér hins veg-
ar sagt að það væri ekki hægt að
gera neitt strax. Ég reyndi þá að
koma Ásgeiri að hjá Götusmiðj-
unni en það var ekki hægt að taka
við honum þar. Á endanum fór
hann í Byrgið og dvaldi þar í ein-
hverja þrjá mánuði.“
Vistin í Byrginu virtist gera Ás-
geiri Hrafni gott en því miður fór
allt í sama farið stuttu eftir að hann
kom þaðan. Hann byrjaði aftur í
neyslu og dvaldi aftur í Byrginu um
nokkurra mánaða skeið. „Sumarið
eftir tíunda bekk fór hann í fyrstu
meðferðina á Vogi og kláraði hana.
Hann fór síðan í eftirmeðferð á
Staðarfelli og stóð sig vel. Eftir að
hann kláraði hana og kom heim
leið hins vegar ekki nema vika
þangað til hann datt í það og þá
braust hann inn í fyrsta skipti. Síð-
an hefur leiðin legið niður á við.“
Tíminn skiptir öllu máli
Síðan þá hefur móðir Ásgeirs
Hrafns ítrekað reynt að finna úr-
ræði handa honum. Meðal annars
reyndi hún að koma honum inn á
geðdeild Landspítalans eftir að
hann hafði hótað að fremja sjálfs-
morð. „Ég fékk þau til að leggja
hann inn en svo var hringt morg-
uninn eftir og sagt að hann væri
hótandi öllum og öllu og ég yrði að
ná í hann. Hann var bara veikur og
ég skil ekki af hverju hann var ekki
vistaður á geðdeildinni áfram. Mér
finnst eins og ég gangi sífellt á veggi
í þessari baráttu. Ég er dauðhrædd
um að hann verði aldrei heill.“
Móðir Ásgeirs Hrafns segist oft
hugsa til þess hvort málin hefðu
farið öðruvísi ef brugðist hefði ver-
ið við vanda sonar síns strax þegar
hann var að byrja í neyslu á ung-
lingsárum. „Tíminn skiptir svo
miklu máli í þessu. Það verða að
vera til úrræði fyrir börn sem lenda
í þessum vandræðum.“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á 24@24stundir.is
„Skilningsleysið innan
kerfisins er æpandi“
Móðir bankaræningja segist alls staðar hafa gengið á veggi í kerfinu þegar hún leitaði
hjálpar fyrir son sinn Úrræði vantar fyrir ung börn sem komast á glapstigu
➤ Ásgeir Hrafn hefur lengst ver-ið edrú í átta mánuði síðan
hann var fjórtán ára.
➤ Hann féll svo skömmu áðuren hann átti að hefja af-
plánun á tveggja mánaða
fangelsisdómi.
BARÁTTA
Byrgið Móðir Ásgeirs kom honum
í meðferð í Byrginu þegar það var
til húsa í Rockville á Miðnesheiði.
Vetrarhátíð í Reykjavík hefst í
dag og stendur til 9. febrúar, en
hátíðin er
haldin í sjö-
unda skipt-
ið í ár.
Þema hátíð-
arinnar er
ljós og
hreyfing og
á þemað að
endurspegl-
ast á fjöl-
breytilegan
hátt í dag-
skrá hátíðarinnar.
Hátíðin hefst með litríkri ljósa-
göngu á Skólavörðuholti, þar
sem ljósverur munu bregða á
leik. æþe
Vetrarhátíð hefst í dag
Sjöunda skiptið
Strætisvagnafarþegar í næst-
stærsta sveitarfélagi landsins,
Kópavogi, sem margir hverjir verða
að bíða vagnanna úti undir beru
lofti vegna skorts á skýlum, eiga
betri tíð í vændum. Eftir helgina
munu forráðamenn Strætó bs.
funda með bæjarstjórn Kópavogs
um framtíðar leiðaskipulag. Í kjöl-
farið verða sett upp skýli á þeim
stöðum þar sem engin slík eru fyr-
ir. Á það m.a. við um aðalskipti-
stöð Strætó í Hamraborg þar sem
hundruð farþega fara um daglega.
Þetta staðfestir Þór Jónsson,
upplýsingafulltrúi Kópavogs, en
hann segir óvíst hvenær uppsetn-
ing skýla hefjist. Krafa um slíkt
hefur reglulega heyrst frá notend-
um strætisvagna í Kópavoginum
síðan í sumar. Er Hamraborgin í
raun eina stóra skiptistöð strætis-
vagna á höfuðborgarsvæðinu þar
sem ekki eru skýli fyrir veðri og
vindum.
Tafir vegna breytinga á leiðum
Að sögn Þórs er gert ráð fyrir að
þau skýli sem í framhaldinu verða
sett upp verði glerskýli en hversu
mörg þau verða eða hvenær því
starfi lýkur ræðst ekki fyrr en að
fundinum loknum í næstu viku.
Tafir á uppsetningu skýla í Kópa-
vogi staðfestir Þór að séu tilkomn-
ar vegna sífelldra breytinga á leiða-
kerfi Strætó enda fráleitt að reisa
slík skýli þegar slíkt liggi ekki fyrir.
albert@24stundir.is
Bjartari tíð framundan hjá strætisvagnafarþegum í Kópavogi
Rætt um fleiri og betri skýli
Skjól í kuldanum Ekki veitir
af að hafa strætóskýli í tíð eins
og þeirri sem verið hefur.
STUTT
● Bitinn í lærið Héraðsdómur
Suðurlands hefur dæmt 31 árs
gamlan karlmann í tveggja
mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að slá annan mann
tvisvar í andlitið og bíta hann í
vinstra lærið í apríl 2006 í gleð-
skap í Vestmannaeyjum. Árás-
armaðurinn, sem þrisvar áður
hefur verið dæmdur fyrir lík-
amsárásir, greiði manninum
bætur.
● Öskurapar á öskudegi
Lögregla höfuðborgarsvæð-
isins var kölluð til vegna
skrílsláta og óróa í versl-
unarmiðstöðinni Kringlunni
um klukkan hálfþrjú í dag.
Varðstjóri lögreglunnar sagði
að öryggisverðir hefðu beðið
um aðstoð vegna hópamynd-
ana og skrílsláta.
Ekki kom þó til afskipta lög-
reglunnar af máli þessu.
1
Samningstími Rætt er um að
samið verði til þriggja ára, þ.e.
eins árs með möguleika á tveggja
ára framlengingu ef forsendur
kjarasamninga halda. Mun nokk-
ur samhljómur vera orðinn um
það milli samningsaðila þó enn
séu efasemdaraddir innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
2
Launahækkanir Talað er um
að samið verði um fjögurra pró-
senta almenna launahækkun sem
taki strax gildi. Minni sam-
hljómur er um þær launahækk-
anir sem muni verða síðar á
samningstímabilinu.
3
Baksýnisspegill er hugtak sem
komið hefur til álita í kjarasamn-
ingsviðræðum. Það þýðir að sam-
ið verði um svokallaða launa-
tryggingu sem gangi út á að
launahækkanir verði ekki
ákveðnar fyrirfram heldur á
samningstímanum.
4
Launaskrið Ákvarðanir um
launahækkanir verði teknar á
samningstímanum og þá verði
horft til þess hvort launþegar hafi
þegar fengið launahækkanir. Þeir
fái þá hækkun í samræmi við það
sem upp á vanti.
Kjarasamningar mikils hluta
verkalýðshreyfingarinnar við at-
vinnnurekendur eru lausir og hafa
verið síðan um áramót. Starfs-
greinasambandið hefur þegar vísað
sínum samningum til rík-
issáttasemjara og standa samn-
ingaviðræður yfir við Samtök at-
vinnulífsins. Lítið hefur þokast
áfram undanfarnar vikur en þó
virðist kominn eilítið jákvæðari
tónn í samningsaðila nú síðustu
daga. Rætt er um ákveðna að-
ferðafræði sem beitt skuli í samn-
ingunum. fr
Kjaraviðræðurnar
Sátt um
aðferðir?
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu mun funda í vikunni vegna at-
hugasemda sem henni hafa borist
frá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur-
borgar vegna fimm skemmtistaða
sem ákveðið hafa að hundsa reyk-
ingabannið svokallaða og heimila
reykingar í húsakynnum sínum.
Þar verður ákveðið til hvaða að-
gerða verður gripið, en lögregla
getur svipt staði rekstrarleyfi gerist
þeir sekir um brot á lögunum.
Staðirnir sem um ræðir eru Litli
ljóti andarunginn við Lækjargötu,
Q-bar við Ingólfsstræti, Hverfis-
barinn við Hverfisgötu og Café
Oliver og Barinn við Laugaveg.
Heilbrigðisnefnd borgarinnar
sendi lögreglu bréf vegna málsins á
mánudaginn. aegir@24stundir.is
Lögregla fundar vegna brota á reykbanni
Funda í vikunni um
næstu aðgerðir