24 stundir - 07.02.2008, Side 8

24 stundir - 07.02.2008, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Mér finnast 2+1-vegir vel koma til greina á Íslandi, þeir hafa gefist mjög vel í Svíþjóð. Þeir koma mjög vel út í samanburði, bæði hvað varðar kostnað og umferðarör- yggi,“ segir Haraldur Sigurþórsson, verkfræðingur hjá Línuhönnun, en hann var einn þeirra sem fluttu er- indi á morgunverðarfundi slysa- varnarráðs Lýðheilsustöðvar í gær- morgun. Haraldur segir þessa leið mjög vinsæla í Svíþjóð og nú sé svo kom- ið að margar þjóðir líti til reynslu Svía af 2+1-vegum, en búast má við 50-80% fækkun alvarlegra slysa sé tveggja akgreina vegi breytt í 2+1 að hans sögn. „Svona vegur er alltaf með veg- riði eða víraleiðara, það er stóra at- riðið í þessu, aðgreining aksturs- stefna,“ segir Haraldur. Hann segir 2+1-útfærslu fyrir Suðurlandsveg tilbúna svo hægt væri að byrja á lagningu hans nú þegar. Hann hef- ur þó ekkert á móti því að vegir séu með tvær akreinar í báðar áttir. „Það er ekki þannig að 2+2 sé vond lausn en menn verða að athuga það að þeir geta náð sama árangri í fækkun slysa með 2+1 með mun minni tilkostnaði,“ segir hann. Brýnt að aðskilja umferð Ágúst Mogensen, forstöðumað- ur rannsóknarnefndar umferðar- slysa, segir að þó mikið hafi verið kvartað undan 2+1-kaflanum í Svínahrauni sé ljóst að hann hafi komið í veg fyrir mörg slys. Hann segir mikilvægast að koma í veg fyrir framanákeyrslur og því verði að aðgreina umferð úr gagn- stæðum áttum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi sem fyrst. „Hvert ár í töf þýðir fleiri banaslys og slys með miklum meiðslum.“ Ekki nóg að spara 80% Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu og FÍB, er ekki sammála Haraldi um 2+1-vegi. „Ég er mikill áhugamaður um öryggismál. Ég kem fram með þá skoðun að við eigum að hafa 2+2 vegi á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík,“ segir hann og vill að litið sé til reynslunnar af Reykjanesbraut. „Nú eru komin fjögur ár síðan hún var tvöfölduð og við höfum náð gríðarlegum árangri,“ segir hann og bætir við: „Um leið og fyrsti áfangi var opnaður hafði hann þau áhrif á ökumenn að þeir urðu miklu afslappaðri og ökulagið á Reykjanesbrautinni breyttist mjög.“ Hann segir að við vegabætur á Reykjanesbraut hafi sparast 16-24 mannslíf, fækkun slysa um 70-80% sé ekki nóg, hún þurfi að vera 100%. Hann er hissa á því að þessi umræða komi fram núna. „Stóra málið er að það er búið að taka einhliða ákvörðun af ráða- mönnum og þingmönnum um að Suðurlandsvegur skuli verða 2+2 og þá finnst mér óskiljanlegt að fara að tefja málið aftur með um- ræðum um 2+1-veg.“ Duga þrjár akreinar?  2+1-vegir hafa gefið góða raun í Svíþjóð  Mikilvægast að aðgreina umferð  „Búið að ákveða 2+2 á Suðurlandsvegi, óskiljanlegt að fara að tefja málið núna,“ segir formaður FÍB Aðgreining Mestu máli skiptir að að- greina akstursstefnur. ➤ Hugtakið 2+1-vegir lýsir veg-um sem eru að jafnaði með tvær akreinar í aðra aksturs- stefnu en eina í hina. ➤ Að sama skapi er 2+2-vegurinn með tvær akreinar í hvora átt. ➤ Margir telja 2+1-leiðina hag-kvæmari. 2+1 OG 2+2 Á árinu 2007 voru framin 43 rán á Íslandi samkvæmt bráða- birgðatölum frá embætti ríkislög- reglustjóra. Það eru eilítið færri rán en voru framin árið 2006 en þá voru framin fimmtíu rán á landinu og 49 árið 2005. Á ár- unum 2001 til 2005 voru að með- altali framin 39 rán á ári á Íslandi. Ekki er til mjög nákvæm töl- fræði um vettvang rána. Þó má sjá að á árinu 2007 voru ríflega 23 prósent rána framin í einhvers- konar verslunum en aðeins tæp fimm prósent rána voru framin í fyrirtækjum. Ekkert bankarán var framið á þessu árabili og sam- kvæmt upplýsingum frá Samtök- um fjármálafyrirtækja var ránið í útibúi Glitnis í Lækjargötu fyrsta bankaránið sem framið hefur ver- ið hér á landi frá árinu 2004. Á ár- unum 2003 og 2004 reið yfir hrina bankarána og alls voru framin tíu bankarán á þessu tíma- bili. freyr@24stundir.is 43 rán á síðasta ári Ránum hefur farið fjölgandi á síðustu þremur árum Miðað við farþegaspár er nauð- synlegt að fjölga flugstæðum á Keflavíkurflugvelli innan tveggja ára, að því er Elín Árnadóttir, for- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, greinir frá. „Ef hægt verð- ur að fjölga landgöngubrúm verður það gert en það er út- færsluatriði,“ tekur Elín fram. Hún segir áform um uppbygg- ingu flugstöðvarinnar í endur- skoðun. „Það er unnið í samræmi við farþegaspár flugstöðvarinnar en gert er ráð fyrir að 2015 verði farþegar 3,2 milljónir en þeir voru í fyrra rúmlega 2 milljónir. Það er verið að skoða stækk- unarmöguleika en ákvörðun hef- ur ekki verið tekin.“ Það er stjórn flugstöðvarinnar sem tekur ákvörðun eins og er, að sögn Elínar. „Endanleg ákvörðun verður í höndum nýs sameinaðs fyrirtækis.“ ibs Flugstæðum verður fjölgað ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt? Fangelsismál voru til umræðu á Alþingi í gær, en 24 stundir hafa á undanförnum dögum sagt frá því að þröng sé á þingi í íslenskum fangelsum þar sem dómar séu að þyngjast og refsingum að fjölga. Í vikunni var brugðið á það ráð að láta fanga á Litla-Hrauni deila klef- um vegna plássleysis. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, bar upp fyrirspurn til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og spurði hve- nær yrði gerð bragarbót á aðstæð- um fyrir heimsóknir til fanga. Hann sagði þyngri dóma auka álag á fangelsin og kerfið og að „ým- islegt væri ógert í fangelsismálum“. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti við sama tækifæri máls á því að ekki væri tækt að tveir fangar væru látn- ir deila klefa. Þá sagði hún það ekki forsvaranlegt að Hegningarhúsið væri enn notað sem fangelsi. Dómsmálaráðherra þakkaði þingmönnunum fyrir áhuga þeirra á málaflokknum. Hann rakti þær framkvæmdir sem áttu sér stað í fangelsinu við Kvíabryggju í fyrra- haust og þær sem standa yfir um þessar mundir í fangelsinu á Ak- ureyri. Hann neitaði hins vegar að nefna neinn ákveðinn tíma um verklok við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á Litla-Hrauni, en þar stendur til að reisa nýjan mót- tökusal og heimsóknaraðstöðu. thordur@24stundir.is Fangelsismál til umræðu á Alþingi Verklok ekki kunn

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.