24 stundir


24 stundir - 07.02.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 07.02.2008, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Þótt ég hafi aldrei haft neitt á móti því að vera í hlutverki lítilmagnans og hafi jafngaman af óvæntum sigri og hver annar, þá held ég að við verðum núna að venjast þeirri hugmynd að ég sé forystukólfur Repúblikanaflokksins. John McCain John McCain hefur forskot í bar- áttunni um forsetatilnefningu Repúblikanaflokksins eftir að flokksmenn 24 fylkja Bandaríkj- anna gengu að kjörborðinu á þriðjudag. Demókratarnir Hillary Clinton og Barack Obama eru enn hnífjöfn í baráttu sinni. Góður árangur McCains þykir sérstaklega eftirtektarverður þar sem framboð hans var svo gott sem afskrifað síðasta sumar. „Þótt ég hafi aldrei haft neitt á móti því að vera í hlutverki lít- ilmagnans og hafi jafngaman af óvæntum sigri og hver annar, þá held ég að við verðum núna að venjast þeirri hugmynd að ég sé forystukólfur Repúblikanaflokks- ins,“ sagði McCain blaðamönn- um þegar úrslit fóru að skýrast. Sigur McCains er ekki í höfn, en fleiri fylki munu kjósa á næstu dögum og vikum. Mike Huckabee, sem er þriðji í röð repúblikana, segist ekki af baki dottinn. „Svo lengi sem er hægt að vinna atkvæði og kjör- fulltrúa, þá er einn náungi sem svarar bjöllunni í hvert sinn sem ný lota hefst,“ sagði Huckabee. aij John Mc- Cain sigur- stranglegur AFPStolt móðir Roberta McCain fylgist með syni sínum á kosningavöku í Phoenixborg aðfaranótt miðvikudags. Roberta fagnar í dag 96 ára afmæli sínu. Fjallið flúið Íbúar Baños í Ekvador flýja undan gosi í eldfjallinu Tungurahua. Hraun byrjaði að flæða úr gíg fjallsins í gær. Verkefnalítill Það var lítið að gera hjá þessum burðarmanni í Kolkata á Indlandi, enda Vestur-Bengalhérað lamað vegna allsherjarverkfalls. Marserandi Mörgæsirnar í Ashiyama-dýragarðinum í Japan fara daglega í heilsubótargöngu, gestum garðsins til mikillar ánægju. Útför Sautján ára drengurinn Radeeswaran Rajaratnam var borinn til grafar á Srí Lanka í gær. Hann var meðal sjö fórnarlamba sjálfsmorðsárásarmanns á sunnudag.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.