24 stundir - 07.02.2008, Síða 23
24stundir FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 23
➤ Fyrirtæki leita sífellt meira tilIndlands og Kína, aðallega af
tveimur ástæðum. Löndin eru
mannmörg og mikill hag-
vöxtur hefur verið þar und-
anfarin ár.
LÖND TÆKIFÆRANNA
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Íslenskum fyrirtækjum sem hefja
viðskipti á Indlandi fjölgar stöð-
ugt. Í fyrra fjárfesti Kaupþing í ind-
verska fjármálafyrirtækinu Fi-
Noble og Askar Capital opnuðu
skrifstofu í Mumbai síðastliðinn
nóvember.
„Við finnum fyrir vaxandi
áhuga á Indlandi og fyrirtækin sem
skoða Indlandsmarkað eru mjög
fjölbreytt,“ segir Guðjón Svansson,
forstöðumaður nýrra markaða hjá
Útflutningsráði. „Aukin áhersla á
Indland sést m.a. á því að á næstu
árum munum við skipuleggja 1-2
ferðir til landsins á ári,“ segir hann.
Indland vaxandi markaður
„Indland er á hægri en öruggri
siglingu og þar hefur verið hag-
vöxtur um langt skeið. Það sem er
sérstaklega spennandi eru hinar
ört vaxandi millistéttir sem hafa
mikið fé á milli handanna. Svo er
mikilvægt að á milli íslenskra og
indverskra viðskiptamanna hafa
skapast mjög góð persónuleg
tengsl,“ segir Guðjón.
Glitnir virkjar á Indlandi
Í gær tilkynnti Glitnir að fyr-
irtækið hygðist opna skrifstofu á
Indlandi og hefja samstarf við LNJ
Bjhilwara Group, einn af 50
stærstu fjárfestum Indlands, um
þróun jarðvarmavirkjana þar og í
Nepal. Glitnir kemur með sérfræð-
inga í nýtingu jarðvarma inn í
samstarfið ásamt því að afla fjár-
festa til að fjármagna verkefnið á
hinum ýmsu stigum en Bjhilwara
Group leggur til þekkingu á ind-
verskum markaði. Lagt er upp með
að Glitnir ráði yfir 40% hlutabréfa
og Bjhilwara Group 60%.
„Glitnir kom á fót farsælu verk-
efni í Kína þar sem sérþekking og
fjárhagsleg aðkoma Glitnis að
verkefninu nýttist til að hita stór
svæði í Xian Yang-héraðinu,“ segir
Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og
bætir við að Indland sé rökrétt
framhald af því verkefni.
Bala Kamallakharan, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Glitn-
is, hefur leitt verkefnið á Indlandi.
Hann segir landið þurfi að nýta all-
ar mögulegar orkulindir, sérstak-
lega þær endurnýtanlegu, þar sem
orkuþörf Indverja hafi aukist.
Í útrás til Indlands
Íslenskum fyrirtækjum sem hefja viðskipti á Indlandi fjölgar stöðugt og áhugi eykst
Indland Forsetahjónin
í opinberri heimsókn
Árvakur/Rax
Skv. lögum Kóransins mega
múslímar ekki greiða vexti og
geta því ekki tekið bankalán. Í
Danmörku verður þessi vandi
leystur fljótlega því þar hafa
fjórir sparisjóðir búið til
stofnunina Amanah Kredit
sem er með annað lánakerfi en
aðrir bankar. Í stað þess að
kúnninn fái lán til kaupa á t.d.
fasteign, kaupir fyrirtækið
eignina. Kúnninn kaupir svo
viðkomandi eign með mán-
aðarlegum afborgunum, á t.d.
30 árum. Kerfið er nýtt í Dan-
mörku en hefur lengi verið
fyrir hendi annars staðar, t.d. í
Bretlandi. þkþ
Danskir sparisjóðir
Múslímar fá
loksins lán
Það er fjárhagslega hagkvæmt
fyrir fyrirtæki að taka tillit til
fatlaðra, að mati Páls Ásgeirs
Davíðssonar, sérfræðings á
lagadeild Háskólans í Reykja-
vík. Hann bendir á að ekki að-
eins styrki stuðningur við fatl-
aða samfélagsstöðu og orðstír
fyrirtækisins heldur séu fatl-
aðir og aðstandendur þeirra
stór hópur neytenda og fjár-
festa. Þá sé mikilvægt að at-
huga að í mörgum löndum
eru lög um að fatlaðir starfs-
menn og neytendur njóti
sömu meðferðar og ófatlaðir.
Þannig er tillit til fatlaðra
vörn gegn bótakröfum. þkþ
Samfélagsleg ábyrgð
Fjárhagslega
hagkvæmt
Fjárfestar í Asíu eru margir
hverjir farnir að leita til feng shui
meistara til þess að fá spár um
markaðina á árinu sem nú er að
hefjast, ári rottunnar. Meist-
ararnir spá erfiðu ári fyrir hluta-
bréfamarkaðinn og halda einnig
að gengi dollarans verði áfram
veikt. Hins vegar verði árið gott
fyrir alla sem eru í iðnaði tengd-
um jörðinni, eins og málmiðnaði
og byggingu fasteigna. þkþ
Feng Shui í stað
hagfræðinga
Landsframleiðsla
á mann á Íslandi
var sú sjötta
mesta af 36 Evr-
ópuríkjum árið
2006 og 30%
hærri meðaltalið
innan ESB árið
2006 skv. bráða-
birgðatölum frá Hagstofunni.
Mest var landsframleiðsla á
mann í Lúxemborg sem skýrist af
þeim fjölda fólks sem starfar og
verslar í landinu en býr utan
landamæranna. Ísland er hins
vegar hæst hvað varðar hlutfalls-
legt verðlag Til að kaupa það sem
kostaði 100 evrur að meðaltali í
Evrópu þurfti að borga 142 á Ís-
landi. Fyrir mat og drykk sem að
meðaltali kostaði 100 evrur innan
ESB greiddu Íslendingar 164. þkþ
Ísland í sjötta
sæti í Evrópu
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Með eða án hjóla
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Kletthálsi 11 sími 590 5044 www.bilathing.is bilathing@bilathing.is
Opið 10-18 virka daga og 10-14 laugardaga
M SKODA
B
IFR
EIÐ
UM
ÍKL
R
%