24 stundir - 07.02.2008, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
LÍFSSTÍLLHEILSA
heilsa@24stundir.is a
Það er svo oft sem lögreglan eða náms-
fulltrúi kemur í skólann og er með
Powerpoint uppi á töflu. Enginn nennir að
hlusta og helmingur af bekknum er sofandi.
Nú þegar jörð er víða snævi þak-
in og hált á götum er upplagt að
draga fram gönguskíði til að koma
kroppnum á hreyfingu. Áhugafólk
um skíðagöngu á höfuðborgar-
svæðinu stofnaði Skíðagöngufélag-
ið Ull á vordögum 2007 til að auka
veg íþróttarinnar. Félagar eru á
milli 70 og 80 og segir Hólmfríður
Vala Svavarsdóttir, einn forsvars-
manna félagsins, að í þeim hópi sé
bæði keppnisfólk og þeir sem gangi
sér til heilsubótar. „Mörg okkar
stunda hlaup á sumrin og skíða-
göngu á veturna. Þetta fer mjög vel
saman því að þetta er náttúrlega
þolíþrótt,“ segir hún.
„Þetta er alhliða hreyfing sem
eykur þol og kraft og reynir mikið
á efri hluta líkamans. Maður þarf
líka að hafa styrk í þetta og vera
sterkur í baki, maga og upphand-
leggjum,“ segir Hólmfríður Vala.
Ull stendur fyrir Bláfjallagöng-
unni á laugardag en hún er liður í
Íslandsgöngu Skíðasambands Ís-
lands. „Þetta er stærsti viðburður-
inn hjá okkur á árinu og mikið lagt
í hana,“ segir hún.
Þeim sem vilja kynna sér betur
Bláfjallagönguna eða félagið er
bent á vefsíðu þess: www.skida-
gongufelagid.blog.is.
Tími gönguskíðanna er runninn upp
Hreyfing sem eykur þol og kraft
Alhliða hreyfing
Skíðaganga er góð
alhliða hreyfing sem
hentar fjölskyldunni
einnig vel.
Farsímanotendur geta andað
léttar því ný rannsókn hefur leitt í
ljós að farsímanotkun eykur ekki
hættuna á myndun heilaæxla. Jap-
anskir vísindamenn stóðu að rann-
sókninni sem er sú fyrsta þar sem
könnuð eru áhrif geislunar á ólíka
hluta heilans. Í henni voru bornir
saman 322 sjúklingar með krabba-
mein í heila og 683 heilbrigðir ein-
staklingar.
Krabbameinssjúklingarnir voru
allir með eitt af þremur algengustu
heilakrabbameinum. Hverjum
sjúklingi var gefin einkunn eftir því
hversu lengi þeir höfðu notað far-
síma og hve lengi þeir töluðu í
hann á degi hverjum.
Ennfremur mældu vísinda-
mennirnir geislun sem mismun-
andi tegundir farsíma gefa frá sér
og könnuðu með hvaða hætti sím-
arnir hefðu áhrif á ólíka hluta heil-
ans.
Flestar rannsóknir sem gerðar
hafa verið á tengslum farsímanotk-
unar og krabbameins hafa ekki
sýnt fram á skaðsemi hennar.
Farsímanotkun og hætta á krabbameini
Valda ekki krabba
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Engum blandast hugur um að
fíkniefnabölið sé eitt helsta heil-
brigðisvandamál nútímans. Það er
því mikilvægt að vel sé staðið að
forvörnum og fræðslu um skað-
semi fíkniefna, ekki síst þegar börn
og ungmenni eiga í hlut. Nokkrir
unglingar úr leikfélaginu Borgar-
börnum leggja sitt af mörkum til
forvarna með söngleiknum Alsælu
sem frumsýndur verður í Borg-
arleikhúsinu á laugardag. Í verkinu
er söng, dansi og leik blandað
saman við fræðslu um skaðsemi
fíkniefna.
Blaðagrein kveikja verksins
Auður Bergdís Snorradóttir,
einn leikaranna, segir að frétt í
dagblaði hafi verið kveikjan að
verkinu. „Björk (Jakobsdóttir)
leikstjóri sá grein um stelpu sem
hafði dáið eftir að hafa tekið að-
eins eina e-pillu. Henni fannst
þetta svo merkilegt og við ræddum
um þetta í tímanum,“ segir Auður
og bætir við að hugmyndir að
verkinu hafi verið spunnar út frá
hugmyndum Bjarkar.
Ekki eintómur ömurleiki
Verkið sjálft skiptist niður í
nokkrar senur sem draga upp ólík-
ar hliðar fíkniefnaneyslunnar. „Í
einni senunni er stelpa að flýja frá
fjölskyldu sinni, í annarri segir
fræg kona frá neyslu sinni og
hvernig hún þykist vera betri en
allir aðrir. Svo er ein sena á geð-
veikrahæli og önnur á skemmti-
stað þar sem þetta byrjar allt sam-
an,“ segir Auður.
Þrátt fyrir ömurleikann eru
áhorfendur ekki skildir eftir án
vonar því verkið sýnir einnig fram
á að hægt er að snúa baki við böl-
inu og segja nei.
Lifandi fræðsla
Leikararnir eru allir nemendur í
grunn- eða framhaldsskóla en á
þeim aldri byrja einmitt margir að
fikta með fíkniefni. Auður segir að
þessi framsetning fræðslunnar
höfði til unglinga. „Það er svo oft
sem lögreglan eða námsfulltrúi
kemur í skólann og er með Po-
werpoint uppi á töflu. Enginn
nennir að hlusta og helmingur af
bekknum er sofandi. Þetta er aftur
á móti lifandi og fullt af söngvum
og dönsum. Þegar unglingar segja
frá höfðar það miklu meira til
manns af því að þetta eru jafn-
ingjar manns,“ segir Auður og
bætir við að þegar fullorðnir sjái
um fræðsluna tali þeir oft dálítið
niður til unglinganna.
Alsæla verður sýnd í Borgarleik-
húsinu í febrúar og fara sýningar
fram á mánudögum, þriðjudögum
og miðvikudögum. Hægt er að
panta miða á verkið í miðasölu
Borgarleikhússins.
Unglingar setja upp söngleik um skaðsemi fíkniefna
Forvarnir sem ná
eyrum unglinga
Borgarbörn nota ekki
þurrar Powerpoint-
glærur til að fræða jafn-
aldra sína um skaðsemi
fíkniefna heldur setja
þau upp lifandi leiksýn-
ingu með dansi og söng.
Frétt í dagblaði var
kveikjan að sýningunni.
Jafningjafræðsla Leik-
hópurinn Borgarbörn
setur upp leiksýningu til
að fræða jafnaldra sína
um skaðsemi fíkniefna.
➤ Borgarbörn eru leikfélag inn-an Sönglistar, leik- og söng-
skóla sem er starfræktur í
Borgarleikhúsinu.
➤ 12 leikarar taka þátt í sýning-unni og eru allir á aldrinum
15-19 ára.
➤ Ragnheiður Hall er söngstjórií verkinu, Halla Ólafsdóttir
danshöfundur og Valdimar
Kristjónsson tónlistarstjóri.
BORGARBÖRN
Í tilefni af Tannverndarvikunni
sem nú stendur sem hæst er ekki
úr vegi að hvetja fólk til að
drekka vatn í stað gosdrykkja eða
annarra sykraðra drykkja sem
geta leikið glerunginn grátt.
Vatnið er ekki aðeins ódýrt held-
ur er auðvelt að nálgast það þar
sem það bíður manns í næsta
krana. Í stað þess að sötra gos all-
an liðlangan daginn er upplagt að
setja svalt vatn í plastflösku og
hafa við höndina í skólanum eða
í vinnunni.
Foreldrar ættu enn fremur að
hvetja börn sín til að drekka
meira vatn enda hafa rannsóknir
sýnt að gosdrykkja íslenskra
barna er meiri en góðu hófi gegn-
ir.
Hollur svaladrykkur
Það styttist í að
borgarbúar geti
stundað heilsu-
rækt í hæstu
hæðum því næst-
komandi mánu-
dag verður ný
World Class-stöð
í Turninum í
Kópavogi opnuð almenningi.
Stöðin er á 15. hæð í byggingunni
og því gott útsýni yfir Kópavog og
nágrenni. Stöðin er 700 fermetrar
að stærð og þar er fullkominn
tækjasalur.
Sama kort gildir í nýju stöðina og
aðrar stöðvar World Class auk
þess sem korthafar hafa aðgang
að þremur sundlaugum.
Heilsurækt í
Turninum
Ef menn þurfa að lækka blóð-
þrýstinginn getur verið gott ráð
að bæta rauðrófum á matseð-
ilinn. Niðurstöður nýrrar breskr-
ar rannsóknar benda til þess að
með því að drekka hálfan lítra af
rauðrófusafa á dag geti maður
dregið verulega úr blóðþrýstingi.
Rauðrófur eru nítratríkar og er
talið að það hafi þessi áhrif á
þrýstinginn.
Rauðrófur draga
úr blóðþrýstingi
Skólavörðustíg 21 - Sími - 551 4050 - Reykjavík
Gullfalleg
sængurverasett
aldrei meira úrval