24 stundir - 07.02.2008, Síða 38

24 stundir - 07.02.2008, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ótakmarkað niðurhal er 80 gígabæt og það er núna búið að hefta þessa 12 megabæta tengingu mína niður í 512. Ég get ekkert sagt eða gert annað en segja upp áskriftinni minni. Bandaríska hljómsveitin Band of Horses hefur boðað komu sína á Hróarskeldu-hátíðina sem fer fram í Danmörku dagana 3. til 6. júlí. Band of Horses sló í gegn með laginu Funeral árið 2006 – sama ár og fyrsta breiðskífa sveit- arinnar, Everything All the Time, kom út. Í fyrra kom svo út önnur breiðskífa Band of Horses, Cease to Begin. afb Band of Horses á Hróarskeldu Kylie Minogue hefur vísað til föð- urhúsanna sögusögnum þess efn- is að hún og fyrrverandi kærast- inn, Olivier Martinez, séu farin að stinga saman nefjum á ný. „Tíkin mín, hin yndislega Sheba, er sú eina sem sefur í rúminu mínu. Olivier og ég erum bara vinir eins og við höfum alltaf ver- ið,“ sagði leikkonan eftir að hafa ítrekað sést með Olivier í Frakk- landi á dögunum. hþ Bara með hund- inn í rúminu Faðir söngkonunnar Jennifer Lo- pez hefur staðfest orðróm um að stjarnan gangi með tvíbura. „Já, það eru tvíburar á leiðinni. Þetta virðist vera gegnumgangandi í fjölskyldu minni, en systir mín átti einnig tvíbura,“ sagði David Lopez í viðtali við sjónvarpsstöð- ina Escándalo. „Ég er mjög stolt- ur. Jennifer hefur sjálfa langað til þess að verða móðir í mörg ár,“ bætti afinn við. hþ Tvíburar á leið- inni hjá Lopez Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Ég er með 12 megabæta tengingu og ótakmarkað niðurhal. Ótak- markað niðurhal er 80 gígabæt og það er núna búið að hefta þessa 12 megabæta tengingu mína niður í 512. Ég get ekkert sagt eða gert annað en segja upp áskriftinni minni,“ segir Jóhann Kiesel, við- skiptavinur Símans, um ástand nettengingar sinnar eftir að Sím- inn setti hömlur á hann fyrir að hafa farið yfir kvótann á erlendu gagnamagni. Síminn er síður en svo eina fyrirtækið sem setur tak- markanir á ótakmarkað niðurhal. Hægt eða aftengt Þrátt fyrir að auglýsingar gefi annað til kynna eru íslensku fjar- skiptafyrirtækin með takmarkanir á niðurhali viðskiptavina sinna sem telja sig vera með ótakmarkað niðurhal. Fyrirtækin setja sér sér- stök mörk sem viðskiptavinir eiga helst ekki að fara yfir. Þeir sem fara yfir þessi mörk geta átt von á því að hægt verði á tengingu þeirra, þeir aftengdir um stundarsakir eða þá fyrir fullt og allt. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, segir að tak- markanirnar á Vodafone- tengingum ættu ekki að koma neinum á óvart. „Þetta gagnamagn sem um ræðir er skilgreint í skil- málum sem eru tengdir hverjum viðskiptum þannig að þetta á að vera öllum ljóst.“ Hann segir að flestir við- skiptavinir Vodafone, um 99,9 prósent, séu undir þessum mörk- um og þar að leiðandi sé nið- urhalið ótakmarkað fyrir nær alla viðskiptavini. „Ég held því að orð- ið ótakmarkað sé miklu nær því að vera lýsandi fyrir fólk heldur en að segja 80 gígabæta niðurhal.“ Hive í sérstöðu Hive er eina fjarskiptafyrirtækið sem stendur við loforðið um ótak- markað niðurhal. „Hive var fyrst til að bjóða ótakmarkað niðurhal og hefur ekki takmarkað það síðan það kom á markaðinn,“ segir Óm- ar Ægisson, sölu- og markaðsstjóri Hive. Villandi auglýsingar fjarskiptafyrirtækja Niðurhalið er ekki ótakmarkað Ótakmarkað er í raun takmarkað Flestir ættu þó að sleppa við takmarkanir. ➤ Síminn: Erlent niðurhal meiraen 20 gígabæt á viku. ➤ Vodafone: Erlent niðurhal yfir80 gígabæt á mánuði. ➤ Sko: Erlent niðurhal yfir 80gígabæt á mánuði. ➤ Hive: Ekki neinar takmarkanir. TAKMARKAÐ NIÐURHAL Öll símafyrirtækin aug- lýsa ótakmarkað erlent niðurhal en flest þeirra setja þó takmarkanir á hið endalausa. Þeir sem hala of mikið niður fá skerta þjónustu. American Idol-dómarinn Paula Abdul virðist ekki hafa sagt sitt síðasta í poppbransanum. Söng- konan hyggst nú gefa út nýja plötu, en þetta mun vera hennar fyrsta í 13 ár. Ekkert hefur verið látið uppi varðandi plötuna sjálfa en á heimasíðu söngkonunnar segir að nýja platan muni að lík- indum líta dagsins ljós sumarið 2008. hþ Paula sendir frá sér nýja plötu      

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.