24 stundir - 07.02.2008, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
„Við vorum að vigta okkur í
Sundlaug Akureyrar, bosmamikl-
ir alvörukarlmenn. Menn heyrð-
ust taka andköf þegar stafræn
vogin birti þeim nöturlegan
sannleikann. Einn vildi ekki á
vigtina. Kvaðst ekkert hafa með
það að gera. Hann væri ánægður
með sig eins og hann væri.“
Séra Svavar Alfreð Jónsson
svavaralfred.blog.is
„Ekki tekur betra ár við hjá Kín-
verjunum, ár rottunnar, kannski
dönsku fjölskyldurnar væru til í
að senda sínar rottur til Kína.
Nei, það er ekki gerandi grín að
þessu, en hvað skyldu þeir hafa
verið að elda á Nings þegar allt í
einu tók að skíðloga í öllu hjá
þeim?“
Ásdís Sigurðardóttir
asdisomar.blog.is
„Tarantúla er er frekar óhugn-
anlegt kvikindi og baneitrað. Ég
skil nú ekki hvað fólk hefur út úr
því að hafa svona gæludýr, nema
til ógnunar.Fóðraði hana á mús-
um, þvílíkur vibbi. Hann hlýtur
að hafa fengið eitthvað út úr því-
að horfa á hana éta mýsnar.“
Guðrún Emilía Guðnadóttir
milla.blog.is
BLOGGARINN
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Það verður gaman að hitta hann.
Ég hitti þá alla þrjá í janúar og það
var mjög gaman,“ segir Emil
Grímsson, framkvæmdastjóri Arc-
tic Trucks, um hinn skelegga sjón-
varpsmann Jeremy Clarkson, einn
af stjórnendum bílaþáttarins Top
Gear.
Jeremy Clarkson er væntanlegur
til landsins í dag. Hann verður sér-
stakur heiðursgestur á forsýningu
Top Gear-þáttar í Laugarásbíói
sem fjallar um ferð Top Gear,
Toyota í Bretlandi og Arctic Trucks
á Íslandi á segulpólinn í apríl á síð-
asta ári.
Emil Grímsson var einn þriggja
Íslendinga sem voru með í för.
Hann segir þremenningana í Top
Gear hafa verið mjög skemmtilega
ferðafélaga. „Þeir eru algjörir snill-
ingar,“ segir hann. „Jeremy [Clark-
son] og James [May] eru mjög líkir
sjálfum sér úr þáttunum. Þeir
djóka og grína mikið.“
Ferðin á pólinn var þó ekkert
spaug og mun erfiðari en bresku
félagarnir gerðu sér grein fyrir að
sögn Emils. „… Það rann upp fyrir
þeim þegar við fórum út fyrir það
svæði þar sem erfitt var að fá að-
stoð,“ segir hann. „Þá áttuðu þeir
sig á því að við vorum eitt lið sem
varð að standa saman.“
Enginn íburður
Hallveig Andrésdóttir hjá Arctic
Trucks segir að Jeremy Clarkson sé
að gera félögum sínum hjá Arctic
Trucks greiða með því að mæta til
landsins á forsýningu þáttarins.
Top Gear er með vinsælustu sjón-
varpsþáttum Bretlands með yfir
átta milljónir áhorfenda í viku
hverri. Jeremy Clarkson er því með
þekktari mönnum Bretlandseyja,
en þrátt fyrir það fór hann ekki
fram á neinn íburð á ferðalagi sínu
til landsins. „Við höfum ekki feng-
ið kröfur um eitt né neitt frá hon-
um,“ segir Hallveig og hlær. „Þrír
af starfsmönnum okkar voru með í
leiðangrinum. Þó að menn séu
stjörnur þá myndast vinátta og
traust milli manna þegar þeir eru
háðir hver öðrum til að komast til
byggða aftur. Hann
er að gera okk-
ur greiða með
að koma.“
Þátturinn
um ferðalagið
verður sýndur á
Skjá einum á
sunnudag.
Breski sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson mætir til landsins
Clarkson horfir á
Top Gear á Íslandi
Jeremy Clarkson úr sjón-
varpsþáttunum Top Gear
er væntanlegur til lands-
ins í dag. Tilefnið er for-
sýning á Top Gear-þætti
þar sem þrír Íslendingar
komu mikið við sögu.
Á pólnum Ferðin á seg-
ulpólinn var ekkert grín.
HEYRST HEFUR …
Moli sem birtist í þessum dálki í gær um auglýs-
ingar DV í kvikmyndahúsum, þar sem Sigurjón M.
Egilsson, fyrrverandi ritstjóri DV og núverandi rit-
stjóri Mannlífs, tilkynnir gestum að hann sé ritstjóri
blaðsins sló í gegn á ritstjórn DV. En þegar hlátr-
inum linnti brugðust Reynir Traustason, núver-
andi ritstjóri DV, og félagar skjótt við og létu fjar-
lægja auglýsinguna úr kvikmyndahúsum. afb
Í Bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudag lagði pistla-
höfundurinn Karen D. Kartansdóttir þessi orð út-
varpsstjóranum Páli Magnússyni í munn: „Ég er
þeirrar skoðunar að RÚV eigi ekki að vera á auglýs-
ingamarkaði …“ Þá skýtur Karen föstum kaldhæðn-
isskotum að Páli í framhaldinu, en pistillinn ber
nafnið „Elsku Páll“ og fjallar um beltið og axlabönd-
in sem RÚV fær að bera umfram aðra miðla ...
Er Páll Magnússon las pistilinn brá honum þó held-
ur betur í brún enda kannaðist hann ekki við þessi
ummæli sem Karen lagði honum í munn. Eftir sam-
tal þeirra tveggja kom upp úr dúrnum að það var
ekki Páll sem sagði þessi fleygu orð heldur Ágúst
Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylking-
arinnar! Óskaði Páll eftir leiðréttingu Fréttablaðsins
á mistökunum. Þjóðin (61,8%) bíður spennt. tsk
Ólafi Má Ægissyni brá heldur
betur í brún um síðustu helgi, þeg-
ar hann hugðist sækja skemmti-
staðinn Vegamót heim ásamt vini
sínum.
„Eftir langa bið í röðinni var
loks komið að okkur félögunum.
Ég var frekar snyrtilega til fara eins
og ævinlega og skartaði aukreitis
sixpensara, en félagi minn var með
derhúfu. Við vorum þó vinsamleg-
ast beðnir að fjarlægja höfuðfötin,
sem við og gerðum. Hinsvegar
þegar við létum þau upp aftur inni
á staðnum kom stæðilegur dyra-
vörður að okkur og lét félaga minn
fjarlægja höfuðfatið og tók fram að
slíkt væri bannað, ásamt hettu-
peysum, því slíkur klæðnaður væri
einkennisklæðnaður Pólverja! Þá
sprungum við úr hlátri auðvitað,“
sagði Ólafur, örlítið hneykslaður.
Óvarlegt orðalag dyravarðarins
Rósella Pétursdóttir, vaktstjóri á
Vegamótum, segist harma orðalag
dyravarðarins, en það sé hans eig-
ið, ekki stefna staðarins.
„Þetta hljóta að hafa verið ein-
hverjir persónulegir fordómar hjá
dyraverðinum. Vissulega erum við
þó með reglur um klæðaburð líkt
og tíðkast víða. Víður hip-hop-
klæðnaður, hettupeysur og derhúf-
ur, er ekki leyfður,“ segir Rósella og
bætir við að útlendingar séu allir
velkomnir á staðinn. „Þeir hafa þó
kosið að halda sig meira á öðrum
stöðum. Annars er staðurinn vin-
sæll hjá öllum kynþáttum og hing-
að mega allir koma, svo framarlega
sem þeir virða reglur okkar um
klæðnað og framkomu,“ sagði Ró-
sella í lokin.
traustis@24stundir.is
Lentu á fordómafullum dyraverði
Bannað að klæðast
eins og Pólverjar
Hnuss! Ólafi þótti dyravörðurinn
heldur óvæginn í garð Pólverja.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
7 9 3 8 1 5 2 4 6
8 1 4 6 2 3 7 9 5
2 5 6 7 9 4 8 1 3
3 2 1 9 5 7 4 6 8
9 6 5 1 4 8 3 2 7
4 7 8 2 3 6 9 5 1
5 4 2 3 7 1 6 8 9
6 3 9 5 8 2 1 7 4
1 8 7 4 6 9 5 3 2
Einhverjar spurningar?
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Nei, ekki eftir að tannburstinn var
fundinn upp fyrir nokkrum árum.
Eru Bolvíkingar ekkert hræddir við Karíus og Baktus?
Grímur Atlason er bæjarstjóri Bolungarvíkur, sem er eini
staðurinn á landinu þar sem krakkar maska þrjá daga í
röð. Auk þess er enginn tannlæknir starfandi í plássinu.
Jeremy Clarkson
Mætir til landsins í dag.