24 stundir


24 stundir - 22.02.2008, Qupperneq 12

24 stundir - 22.02.2008, Qupperneq 12
urkenningu og verður tekinn tími til að skoða málið vel. Þar verður sérstaklega litið til þess hverjar fyrirætlanir eru varð- andi minnihlutahópa og þess að þetta er fyrrverandi átakasvæði og mögulega eldfimt ástand. Áhyggjur íslensku ríkisstjórnar- innar virðast eiga hljómgrunn hjá ríkisstjórnum annarra norrænna ríkja, þó þær hafi kosið að stíga skrefi lengra. Norðmenn veita vilyrði Jonas Gahr Støre, utanríkisráð- herra Noregs, gaf á miðvikudag vilyrði fyrir því að Noregur við- urkenndi Kosovo. Formleg viður- kenning Noregs bíður staðfesting- ar ríkisstjórnar. „Það er réttast að Noregur fylgi Evrópu. Ef við eig- um að tryggja stöðugleika á Balk- anskaga þarf alþjóðasamfélagið að standa eins þétt saman og mögu- Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Sjálfstæðisyfirlýsing Kosovo hefur fengið misjafnar móttökur. Hvorki Sameinuðu þjóðirnar né Evrópu- sambandið hafa tekið sameigin- lega afstöðu, heldur látið það eftir hverju aðildarríki fyrir sig. Ísland mun að sögn utanríkis- ráðherra fylgja fordæmi alþjóða- samfélagsins, en Evrópa er klofin í afstöðu sinni. Hin norrænu ríkin hafa orðið fyrri til að lýsa því yfir að þau muni viðurkenna aðskiln- að Kosovo-héraðs frá Serbíu. Áhyggjur af mannúðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra hefur ekki sagt berum orðum að Ísland muni við- urkenna sjálfstæði Kosovo. Innan utanríkisráðuneytisins er verið að skoða hvernig fara megi í slíka við- legt er,“ segir Støre. Sendiherra Serbíu undrast það hve fljótur Noregur var til. „Um leið og viðurkenningin verður formleg, þegar hún fær staðfest- ingu ríkisstjórnarinnar, þá verð ég kallaður heim,“ segir Vladislav Mladenovic sendiherra. Danir senda staðfestingarbréf Per Stig Møller, utanríkisráð- herra Danmerkur, sendi forseta Kosovo í gær skeyti þar sem hann lýsti yfir stuðningi Dana við að- skilnaðinn frá Serbíu. „Danmörk viðurkennir í dag Kosovo sem sjálfstætt land. Það skiptir ríkisstjórnina höfuðmáli að Kosovo hefur skuldbundið sig til að koma á fót lýðræðislegu, verald- legu og fjölmenningarlegu ríki, sem tryggir að minnihlutahópar njóti öryggis,“ sagði Møller. Bætist Danmörk þar með í hóp þeirra Evrópusambandsríkja sem styðja vilja við nýbakað Kosovo- ríki. Í þeim hópi var fyrir Finnland. Hefur Ilkka Kanerva utanríkisráð- herra heitið því að Finnland muni styðja efnahagsþróun í Kosovo um 1,5 milljarða króna á næstu árum. Kosovo bætist lið  Ríkjunum sem styðja sjálfstæði Kosovo fjölgar stöðugt  Austantjaldsríki flest á móti ➤ Meðal annars viðurkennt afBandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og Tyrklandi. ➤ Ekki viðurkennt af Rússlandi,Spáni, Slóvakíu og Kýpur, auk annarra. ➤ Fjöldi ríkja hefur sett af staðviðurkenningarferli. ➤ Þar á meðal eru Noregur, Sví-þjóð, Danmörk og Austurríki. SJÁLFSTÆTT KOSOVO Þakkarkoss Maður sýnir fán- um Bandaríkjanna og Albaníu hversu vel hann kann að meta stuðning þjóðanna við sjálf- stæði Kosovo. 12 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 24stundir Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Auris - Nýtt upphaf. Bíll er miklu meira en farartæki. Bíll er tákn um karakter, tákn um hvert þú ætlar þér, hvað þú stendur fyrir. Toyota kynnir Auris. Bíl sem er hannaður utan um þig og þína tilveru. Finndu hljóðláta snerpuna. Leyfðu honum að flytja þig þangað sem þú vilt. Leyfðu þér að skoða hann, reynsluaka. Þá stenstu ekki mátið. Verð frá: 2.069.000 kr. Dísil Auris Nú er Auris líka fáanlegur með Toyota D-4D dísilvélinni, en sú tækni tryggir þér hljóðlátari, sparneytnari og aflmeiri akstur en áður hefur þekkst, auk þess sem D-4D dísilvélin er mun umhverfisvænni kostur en sambærileg bensínvél. Kynntu þér eiginleika D-4D dísilvéla Toyota. Kostirnir leyna sér ekki. Nýtt upphaf ÍS LE N SK A/ SI A. IS /T O Y 40 99 0 02 /0 8 Norski netþjónustuaðilinn Im- bera fjarlægði mynd af Múhameð spámanni af heimasíðu samtak- anna Human Rights Service. Hege Storhaug, formaður sam- takanna segir þetta vera yf- irgengilegt. Jon Bing, prófessor við háskól- ann í Ósló, telur norsk lög um netsamskipti gera þjónustuað- ilann endanlega ábyrgan fyrir innihaldi síðna sem hjá honum eru vistaðar. Því sé eðlilegt að Im- bera hafi gripið til þessa ráðs. „Afleiðing laganna getur verið að tæknimenn ákveði hvað maður getur lesið á netinu,“ segir Bing . Ritskoða Mú- hameðsmyndir Norska jafnlaunanefndin hefur lagt til að breytingar verði gerðar á lögum um fæðingarorlof að ís- lenskri fyrirmynd. „Við leggjum til að þriðjungur sé frátekinn fyr- ir móður, þriðjungur fyrir föður og að frjálst val sé um síðasta þriðjunginn,“ segir Anne Enger, formaður nefndarinnar. Telur Enger breytingarnar skipta miklu máli til að jafna launamun kynjanna. „Sá mikli launamunur sem er á milli karla og kvenna verður til á tímabilinu sem fólk verður foreldrar. Mæður sitja eft- ir, en 40 prósent launamunarins í einkageiranum má rekja til þessa tímabils,“ segir Enger. aij Vilja íslenskt fæðingarorlof

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.