24 stundir - 22.02.2008, Síða 15

24 stundir - 22.02.2008, Síða 15
24stundir FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 15 Það hefur valdið allnokkrufjaðrafoki að alþingismað-urinn Birkir Jón Jónsson skuli vera pókerspilari og spila upp á peninga. Menn hafa ýmist svívirt hann fyrir at- hæfið eða tekið upp hanskann. Bjarni Harðarson fer í vörn fyrir samflokksmann sinn á heimasíðu sinni og viðurkennir eigin syndir Birki til málsbóta og öðrum þingmönnum. Það er ekki hægt annað en brosa út í annað yfir syndalista Bjarna sem er fremur óvenjuleg viðurkenning á eigin göllum: „En auðvitað er Birkir vinur minn breyskur mað- ur og það er ég líka,“ viðurkennir Bjarni og heldur áfram með syndalista sinn. Kannski óvenjulega breysk-ur meira að segja því aðég reyki, ég safna spiki, ég skila skattframtalinu alltaf of seint og það kemur fyrir að ég hugsi girndarlega um alls óviðkomandi og þroskaðar konur. Svo er ég í tilbót trúlaus og fer aldrei svo mikið sem í anddyri á leik- fimihúsum. Ég man ekki hvað ég get talið fleira en ef það er ætlun hæstvirtra kjósenda að ekki skuli aðrir en vammlausir einir séu á Alþingi þá er ég ekki rétti mað- urinn,“ segir Bjarni og verður að telja þetta óvenjulega hreinskilni. Hitt vita kjósendur að þingmenn eru langt í frá þeir saklausustu enda hafa þeir setið í fangelsi, ek- ið fullir og farið illa með al- mannafé svo fátt eitt sé talið upp. Stjórnmálamenn gera hvaðsem er til að komast í fjöl-miðla fyrir prófkjör og kosningar. Þá samþykkja þeir alls kyns fáránlegar uppákomur til að vekja athygli á sér. Hins vegar er það þekkt saga að eftir að kosningum lýkur getur verið erfitt að ná í þetta sama fólk. Það hefur t.d. gengið afar illa að ná í borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins undanfarið, jafnvel svo að visir.is birti tilkynningu í gær þar sem hann lýsir eftir þremur borg- arfulltrúum. Það eru Vilhjálmur, Ólafur og Hanna Birna. Blaða- menn Vísis og Fréttablaðsins biðu í tvo tíma eftir þeim en þau létu sig hverfa bakdyramegin, sem virðist vera vinsælt hjá þessu fólki. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Svo virðist sem auðveldasta leið- in fyrir danska stjórnmálamenn til að ná athygli æsingaþyrstra fjöl- miðla og öðlast tímabundinn stuðning háværra hópa heima fyrir sé að leggja illt orð til innflytjenda, – sér í lagi múslima. Lengst af voru það helst stjórnmálamenn í Danska þjóðarflokknum og síðar hægriflokknum Venstre sem lögð- ust svo lágt. En þegar hinn geð- þekki leiðtogi danskra vinstri manna Villy Søvndal fer að hræra í þessum sama drullupolli er fjand- inn laus. Deilan sem varð í kjölfar Múhameðsteikninganna þar sem spámaðurinn birtist sem hryðju- verkamaður og morðóður saurlífs- seggur gaus upp á nýjan leik um daginn þegar svo til öll dagblöð Danmerkur ákváðu að birta eina afskræmingarmyndina vegna þess eins að lögreglan grunaði þrjá unga múslimadrengi um samsæri gegn teiknaranum. Það þótti semsé rétt að saurga trúarbrögð milljóna manna vegna þess að þrír einstak- lingar höfðu lagt á ráðin um glæp. Skotgrafir Allir sem þekkja til í Danmörku vita að andrúmsloftið á milli inn- fæddra og innflytjenda er grafal- varlegt. Í fjölmiðlum hér heima er okkur sagt frá því að múslimar brenni bíla og berji gamlar konur fyrir engar sakir. En einhverra hluta vegna þykir sú staðreynd ekki jafn fréttnæm að mun fleiri inn- flytjendur eru barðir til óbóta og drepnir af dönskum rasistum held- ur en innfæddir Danir sem verða fyrir árás af hendi innflytjenda. Í Danmörku hefur undangenginn áratug orðið stórhættuleg pólar- íseríng í samfélaginu þar sem sífellt er verið að ala á tortryggni í garð útlendinga. Gagnkvæm tortryggn- in magnast svo upp og verður smám saman að hreinni andúð. Svo sýður upp úr. Því miður eru margir Danir komnir svo djúpt of- an í skotgrafirnar að þeir sjá málið aðeins frá sinni eigin niðurgröfnu hlið sem byrgir þeim auðvitað sýn á vandann. Yfirsýnin hverfur. Sú blinda verður svo til þess að menn sjá enga aðra leið en að skvetta olíu á eldinn. Bókstaflega. Hingað til að hafa vinstri menn í Danmörku frekar reynt að róa ástandið en nú er sjálfur leiðtogi þeirra farinn að grafa sig ofan í jörðina. Í fyrradag lagði Villy Søvn- dal semsé til múslíma í grein á heimasíðu sinni og var umsvifa- laust klappaður upp. Að vísu gerði hann örlitla tilraun til að greina á milli íslamista og annarra mús- limskra innflytjenda sem gjarnan vilja aðlagast dönsku samfélagi. Vissulega stafar ákveðin ógn af uppgangi íslamista í Evrópu og auðvitað eigum við að berjast gegn öllum þeim sem ekki virða vest- ræna lifnaðarhætti. Það á ekki gefa neinn afslátt á því. Vandinn er hins vegar sá að í almennri umræðu í Danmörku er þessum gjörólíku hópum yfirleitt grautað saman í gruggugan grautarpott þar sem rasistarnir hræra sína göróttu eit- ursúpu í öruggu skjóli gagnrýnis- lausra fjölmiðla. Svo botna leiðtog- ar Dana ekkert í því að hver alþjóðarannsóknin á fætur annarri sýnir að hvergi á Vesturlöndum er verra fyrir innflytjendur að búa heldur en í Danmörku og að hvergi fjalla fjölmiðlar með neikvæðari hætti um íslam heldur en í Dan- mörku. Þversögn Þrátt fyrir þessa neikvæðu af- stöðu til innflytjenda er óvíða gerð ríkari krafa um að innflytjendur aðlagist samfélaginu heldur en í Danmörku. Þeim er ætlað að for- danska sig, eins og það heitir nú í málflutningi Danska þjóðarflokks- ins. Þeir eiga að yfirtaka dönsk gildi; almenn gildi á borð við frelsi, lýðræði og mannréttindi en einnig það sem sérstaklega danskt þykir; fánann, smurbrauð, Kim Larsen, Rødgrød med fløde, krúnuna og Carlsberg. Þversögnin er bara sú að á sama tíma er andúðin slík að þeir eru svo gott sem útilokaðir frá samfélaginu. Því miður stefnir allt í að ná- kvæmlega sama þróun verði hér á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Svo sýður upp úr VIÐHORF aEiríkur Bergmann Einarsson En einhverra hluta vegna þykir sú stað- reynd ekki jafn frétt- næm að mun fleiri innflytj- endur eru barðir til óbóta og drepnir af dönskum rasistum heldur en inn- fæddir Danir sem verða fyrir árás af hendi inn- flytjenda. Opið er í Galleríi Fold Rauðarárstíg virka daga frá kl.10–18, laugardaga frá kl. 11–16 og sunnudaga frá kl. 14–16 Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is Sara Vilbergsdóttir sýnir í Galleríi Fold Sara ræðir við gesti sýningarinnar laugardag og sunnudag kl. 14–16 Gallerí Fold · Rauðarárstíg og Kringlunni Smásögur Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta ECC - Bolholti 4 – Sími 511 1001 – Opið 10-18 – www.ecc.is Bætt líðan með betra lofti Nýtt! Einstök tækni í bland við verðlauna hönnun færir þér hreinna og betra loft! Með Light Air lofthreinsitækinu getur þú haft veruleg áhrif á loftgæðin á þínu heimili eða vinnustað og gert það með stæl. Með frábærri tækni og verðlaunaðri hönnun hreinsar LightAir loftið algjörlega hljóðlaust, með lágmarks orkunotkun (7w) og ekki skemmir fyrir að það þarf aldrei að skipta um fílter. Rannsóknir sýna að LightAir lofthreinsitæki sem er í stöðugri notkun hreinsar mjög vel allra smæstu agnirnar úr loftinu (agnir í nano stærð). Agnir í þessari stærð telja um 90% af öllum mengandi ögnum sem fljóta um í loftinu og eru taldar valda verstu heilsukvillunum. LightAir tækin koma frá Svíþjóð og hafa hlotið mikið lof um allann heim. Suðurlandsbraut 50 (bláu húsunum við Fákafen) www.gala.is • Sími 588 9925 Opið 11-18 • 11-16 lau. Glæsifatnaður Erum með falleg föt frá ..Gina Bacconi... ..Michaela Louisa… ..Pause Café… St:34-52

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.