24 stundir - 22.02.2008, Side 25

24 stundir - 22.02.2008, Side 25
24stundir FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 25 KYNNING Það er oft léttara en maður held- ur að hugsa um sig með einföld- um aðferðum, leysa minni háttar vandamál og fyrirbyggja þau. Margir þjást af þyngslum í fótum eða tilfallandi bjúg. Æðahnútar og marblettir sem ekki vilja hverfa eru að sama skapi algengir hjá bæði konum og körlum. Fó- tapirringur getur valdið vanlíðan og truflað svefn en margir glíma við þann vanda. Fyrir þetta fólk hefur Weleda þróað Venadoron sem er fitulaust gel sem styrkir og losar bjúg. Að sama skapi dregur það úr þreytu í vöðum og liðum. Venadoron er búið til úr lækn- ingajurtum og kopar og gengur því auðveldlega inn í húðina þar sem það frískar og svalar. Venadoron er tilvalið fyrir þá sem ferðast mikið með flugvélum en gelið er notað kvölds og morgna. Innihaldsefni Venadoron eru meðal annars hreinar ilm- kjarnaolíur, sítrónusýra, sítrón, vatn og margt fleira en Weleda vörurnar eru allar unnar úr líf- rænum jurtum án aukaefna. We- leda vörurnar má fá í heilsuversl- unum og apótekum um allt land. Venadoron frá Weleda er fyrir þreytta fætur Lífrænar jurtir án aukaefna Þreyttir fætur Margir þjást af þyngslum í fótum eða hafa bjúg en Venadoron gelið frá Weleda er fitulaust gel sem frískar og svalar. Venadoron Gelið er búið til úr lækningajurtum og kopar. Ef þú ert með stutta fætur og vilt láta þá sýnast lengri skaltu forðast eins og heitan eldinn að klæðast síðu pilsi og flatbotna skóm við. Það á bara eftir að gera illt verra. Síð pils geta gengið með háum hælum eða miðsíð með flottum, háhæluðum stígvélum. Stutt pils geta hjálpað stuttum fótum en það er undir hverri og einni komið í hversu stuttu hún þorir að ganga. Varúð, varúð, stuttir fætur Þessi sæti kjóll kallast tekjóll upp á ensku eða tea dress. Hann smell- passar því til að fara í teboðið á sunnudagseftirmiðdegi eða morg- unmatinn í miðri viku. Sætur og sumarlegur kjóll sem getur látið þér finnast vorið vera komið að- eins fyrr. Þér þarf ekki að verða kalt í honum klæðir þú þig í góðar sokkabuxur, stígvél og peysu. Brúnir eða svartir fylgihlutar myndu passa vel við. Vorlegur og sætur tekjóll Þegar þú ert búin að klæða þig upp í fínustu sparifötin, farða þig og setja á þig fallega skartgripi ertu tilbúin að fara á árshátíðina, ballið eða afmælið. Eða hvað? Passaðu vel að neglurnar séu líka hreinar og fínar. Sumar konur kjósa að vera með gervineglur þar sem það er þægilegt og þarfnast lítils viðhalds. Annars er að hafa neglurnar vel klipptar og mótaðar og lakkaðar með fallegum lit. Neglurnar mega ekki gleymast

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.