24 stundir - 22.02.2008, Side 38

24 stundir - 22.02.2008, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Við erum eins og fótboltalið nema í stað fótboltavallar höfum við tölvur. Microsoft og Epic Games til- kynntu á Game Developers Conference sýningunni, sem stendur nú yfir í San Francisco, að framhaldið af hinum geysi- vinsæla Xbox360 leik Gears of War væri væntanlegt á mark- aðinn í nóvember. Í leiknum munu leikmenn fara aftur í fót- spor hermannsins og drápsvél- arinnar Marcus Fenix þar sem hann berst gegn hinum illu Loc- ust Horde skrímslum með til- heyrandi blóðsúthellingum, vél- sagarbardögum og byssuhvellum. Eins og við er að búast hefur leik- urinn fengið dágóða uppfærslu á grafíkinni og lítur leikurinn mjög vel út. Fyrri Gears of War leik- urinn naut sem fyrr sagði gríð- arlegra vinsælda og var af mörg- um leikjafjölmiðlum valinn sem besti leikur ársins 2006. vij Gears of War 2 í nóvember Það er ekkert launungarmál að bilanatíðni Xbox360 tölvunnar er óeðlilega há, eða allt að 16 pró- sent samkvæmt fullyrðingum sumra fagaðila. Það er engu að síður einstaklega vandræðalegt þegar tölvur bila á fagsýningum eins og gerðist á GDC sýningunni í San Francisco þegar Xbox360 tölva í sýningarbási Microsoft fékk hinn víðfræga rauða hring dauðans fyrir framan fjölmennan hóp af blaðamönnum. vij Vandræðalegt fyrir Microsoft Samkvæmt nýrri rannsókn ísr- aelsku vísindakonunnar dr. Siegal Sadetzki, sem birtist í American Journal of Epidemiology, eykur notkun farsíma hættuna á því að fólk fái æxli í munnvatnskirtlum. Rannsóknin var framkvæmd í Tel Aviv og voru um 1.800 manns skoðaðir með hliðsjón af far- símanotkun og heilsufari. Rann- sóknin leiddi í ljós að þeir sem töluðu mjög mikið í farsíma voru 50 prósentum líklegri til að fá krabbamein en hinir. vij Slefkrabbamein frá farsímum Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Undanfarin ár höfum við rekið samtök sem nefnast Copenhagen eSport, sem eru samtök atvinnu- manna í tölvuleikjaspilun. Þessi hugmynd kom þegar við vorum að vinna að því að koma okkur upp félagshúsi,“ segir Rasmus Pedersen, skólastjóri hins nýstárlega skóla GamingSchool sem opnar senn dyr sínar í Kaupmannahöfn. Fræðsla um heim leikjanna Tilgangurinn með Gaming- School er að fræða jafnt unga sem aldna um tölvuleiki, hvernig sé best að spila þá en einnig hvernig sé hægt að höfða til þeirra sem lifa og hrærast í þessum heimi. „Við erum að fara af stað með verkefni þar sem við ætlum að fræða leiðbeinendur félagsmið- stöðva, æskulýðsfulltrúa og fleiri um tölvuleiki og venjur tölvu- leikjaspilara svo að þeir geti betur skilið af hverju fólki finnst tölvu- leikir svo spennandi og hvernig fé- lagslegu tengslin ganga fyrir sig í þessum heimi.“ Æfingabúðir fyrir atvinnumenn Rasmus segir að tilgangur skól- ans sé líka sá að koma upp góðu liði atvinnumanna í tölvuleikjum. „Við erum eins og fótboltalið nema í stað fótboltavallar höfum við tölvur. Við munum hafa þjálfara starfandi við skólann, sem eru þaul- vanir leikjaspilarar, og þeir munu kenna fólki alls konar aðferðir til að ná betri árangri í tölvuleikjum.“ Rasmus segir að nú þegar hafi hon- um borist óskir um að opna sam- bærilega skóla annars staðar í Dan- mörku. „Kannski ef allt gengur vel getum við opnað skóla á Íslandi.“ Sannur leikjaunnandi Rasmus Pedersen, skólastjóri og stofnandi GamingSchool. Nýstárleg menntastofnun í Danmörku Leikjaskóli í Köben Í Kaupmannahöfn hefur verið opnaður skóli þar sem markmiðið er að kenna fólki hvernig skuli spila tölvuleiki. Þar er einnig leitað að tilvon- andi atvinnumönnum. ➤ Vefsíðu skólans er að finna áwww.gamingschool.dk. ➤ Skólinn hefur vakið mikla at-hygli víða um heim og berast skólanum um tuttugu tölvu- skeyti og fimm símtöl á degi hverjum. GAMINGSCHOOL Tölvuleikir frikki@mbl.is The Club er að mörgu leyti nokk- uð athygliverður leikur, sem minn- ir í rauninni nokkuð mikið á blöndu af þriðju persónu skotleik og gömlum spilakassa þar sem maður þurfti að komast yfir borð- ið og fékk stig fyrir hvern óvin sem drepinn var. The Club er sem sagt klúbbur nokkurra ríkra pappakassa, sem láta sér ekki nægja að horfa á Rambó, heldur ráða þeir þig til að hlaupa í gegnum hin ýmsu völ- undarhús og drepa þó nokkuð margt fólk, þetta þarftu að gera á sem skemmstum tíma. Til að fá sem flest stig þá þarftu að tvinna drápin saman í röð „combo-a“. Eftir fyrsta drápið hefurðu u.þ.b. 5 sekúndur til að drepa þann næsta til að missa ekki niður combo. Til allrar hamingju ertu nokkuð ódrepandi og allir óvinir þínir gætu þess vegna verið úr pappír og það er bókstaflega engin gervi- greind í leiknum. Þar að auki eru líka bara tvær týpur af óvinum, þeir sem hlaupa að þér og skjóta eða bíða þess að þú hlaupir að þeim og þeir sem fela sig á bak við kassa og skjóta í áttina að þér, eins og gefur að skilja þá býður það ekki upp á mikla dýpt eða her- kænsku af hálfu spilarans. The Club er ágætis leikur til að grípa í við og við, en hann skortir fjöl- breytileika og dýpt. Skotleikja-Pac Man fyrir 21. öldina Við öllu búinn Keppandi í The Club býr sig undir blóðbaðið. FERMING 2008 SKYRTA 3490 SVÖRT JAKKAFÖT 12890 LEGGINGS 1990 PILS 2590 TOPPUR 3990 HÁRSPÖNG 3990 Kringlan 1.hæð Grafík: 70% Ending: 50% Spilun: 50% Hljóð: 60% The Club PS3 og Xbox360 NIÐURSTAÐA: 60% BANNAÐUR INNAN 16

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.