24 stundir - 16.04.2008, Side 10

24 stundir - 16.04.2008, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Heimilt er nú að skipta skattlagn- ingarréttinum milli greiðsluríkis og búseturíkis lífeyrisþega sam- kvæmt breytingum sem gerðar voru á norræna tvísköttunar- samningnum fyrr í þessum mán- uði. Þetta getur mögulega leitt til viðbótarskatts fyrir lífeyrisþega, að því er Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, greinir frá. ,,Áður greiddi íslenskur lífeyr- isþegi, sem fékk lífeyri úr íslensk- um sjóði en eyddi til dæmis ell- inni í Danmörku, einungis tekjuskatt og útsvar á Íslandi. Það hefur verið mikil umræða um það á undanförnum árum að það sé ekki sanngjarnt að greiðsluríkið fái allan skattinn en búseturíkið, sem veitir þjónustuna, fái engan skatt. Þess vegna var ákveðið að heimila að skipta skattlagningar- réttinum,“ segir Maríanna. Hún tekur það fram að nið- urstaðan ráðist alfarið af því hvort mismunur sé á þeirri skattlagn- ingu sem er í greiðsluríkinu og í búseturíkinu. ,,Ef skattlagningin er hærri hér en til dæmis í Dan- mörku þá greiðir viðkomandi skatt á Íslandi en engan í Dan- mörku. Ef skattlagningin er jöfn kemur þetta út á sléttu en ef Dan- mörk innheimtir hærri skatt en sem nemur þeim skatti sem þegar hefur verið greiddur á Íslandi þá gæti komið til viðbótarskatts í Danmörku hjá viðkomandi lífeyr- isþega. Allt ræðst þetta þó af því um hvaða fjárhæðir er að ræða hjá hverjum og einum,“ segir Marí- anna sem bætir því við að það sé engin skylda að nota heimildina. Íslenskir lífeyrisþegar, sem fá greiðslur frá Íslandi og eru búsett- ir á Spáni, greiða bara skatt á Spáni samkvæmt tvísköttunar- samningi milli landanna. Dvelji menn hins vegar jafnlengi í báð- um löndum er kannað hvar mið- stöð persónulegra hagsmuna er, að því er Guðrún Jenný Jónsdótt- ir, forstöðumaður stjórnsýslusviðs ríkisskattstjóra, segir. „Vegi öll at- riði jafnt þá ræður ríkisborgara- rétturinn heimilisfesturíki.“ Getur mögulega leitt til viðbótarskattlagningar  Breytingar hafa verið gerðar á norræna tvísköttunarsamningnum  Nú er heimilt að skipta skattlagningu einstaklinga milli greiðsluríkis og búseturíkis lífeyrisþega Í Kaupmannahöfn Ekki þykir sanngjarnt að greiðsluríkið fái allan skattinn en búseturíkið engan. ➤ Breytingar hafa meðal annarsverið gerðar á þeim ákvæð- um norræna tvískött- unarsamningsins sem gilda um skattlagningu arðs, sölu- hagnaðar af hlutabréfum, endurgjalds af vinnu um borð í flugvélum og lífeyr- isgreiðslna. TVÍSKÖTTUN 24stundir/Brynjar Gauti Ferðamenn og aðrir sem dvelja tímabundið í Bretlandi þurfa að framvísa evrópska sjúkratryggingakortinu, eða svokölluðu bráðabirgðavott- orði, frá og með 1. apríl 2008 vegna þjónustu hjá opinbera heilbrigðiskerfinu í Bretlandi. Geti ferðamaður ekki fram- vísað skjölunum má hann bú- ast við að fá meðhöndlun sem einkasjúklingur og þurfa að greiða fyrir þjónustuna. ibs Til læknis í Bretlandi Ferðamenn hafi sjúkrakort Boðið verður upp á fjarnám frá Háskólanum á Akureyri til Grindavíkur frá og með næsta hausti, að því er segir á frétta- vef Víkurfrétta. Fram að þessu hefur eingöngu verið hægt að sitja fjarfundi í Reykjanesbæ. Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum hefur haft umsjón með aðstöðunni. ibs HA kennir Grindvíkingum Fjarnám í boði

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.