24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Heimilt er nú að skipta skattlagn- ingarréttinum milli greiðsluríkis og búseturíkis lífeyrisþega sam- kvæmt breytingum sem gerðar voru á norræna tvísköttunar- samningnum fyrr í þessum mán- uði. Þetta getur mögulega leitt til viðbótarskatts fyrir lífeyrisþega, að því er Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, greinir frá. ,,Áður greiddi íslenskur lífeyr- isþegi, sem fékk lífeyri úr íslensk- um sjóði en eyddi til dæmis ell- inni í Danmörku, einungis tekjuskatt og útsvar á Íslandi. Það hefur verið mikil umræða um það á undanförnum árum að það sé ekki sanngjarnt að greiðsluríkið fái allan skattinn en búseturíkið, sem veitir þjónustuna, fái engan skatt. Þess vegna var ákveðið að heimila að skipta skattlagningar- réttinum,“ segir Maríanna. Hún tekur það fram að nið- urstaðan ráðist alfarið af því hvort mismunur sé á þeirri skattlagn- ingu sem er í greiðsluríkinu og í búseturíkinu. ,,Ef skattlagningin er hærri hér en til dæmis í Dan- mörku þá greiðir viðkomandi skatt á Íslandi en engan í Dan- mörku. Ef skattlagningin er jöfn kemur þetta út á sléttu en ef Dan- mörk innheimtir hærri skatt en sem nemur þeim skatti sem þegar hefur verið greiddur á Íslandi þá gæti komið til viðbótarskatts í Danmörku hjá viðkomandi lífeyr- isþega. Allt ræðst þetta þó af því um hvaða fjárhæðir er að ræða hjá hverjum og einum,“ segir Marí- anna sem bætir því við að það sé engin skylda að nota heimildina. Íslenskir lífeyrisþegar, sem fá greiðslur frá Íslandi og eru búsett- ir á Spáni, greiða bara skatt á Spáni samkvæmt tvísköttunar- samningi milli landanna. Dvelji menn hins vegar jafnlengi í báð- um löndum er kannað hvar mið- stöð persónulegra hagsmuna er, að því er Guðrún Jenný Jónsdótt- ir, forstöðumaður stjórnsýslusviðs ríkisskattstjóra, segir. „Vegi öll at- riði jafnt þá ræður ríkisborgara- rétturinn heimilisfesturíki.“ Getur mögulega leitt til viðbótarskattlagningar  Breytingar hafa verið gerðar á norræna tvísköttunarsamningnum  Nú er heimilt að skipta skattlagningu einstaklinga milli greiðsluríkis og búseturíkis lífeyrisþega Í Kaupmannahöfn Ekki þykir sanngjarnt að greiðsluríkið fái allan skattinn en búseturíkið engan. ➤ Breytingar hafa meðal annarsverið gerðar á þeim ákvæð- um norræna tvískött- unarsamningsins sem gilda um skattlagningu arðs, sölu- hagnaðar af hlutabréfum, endurgjalds af vinnu um borð í flugvélum og lífeyr- isgreiðslna. TVÍSKÖTTUN 24stundir/Brynjar Gauti Ferðamenn og aðrir sem dvelja tímabundið í Bretlandi þurfa að framvísa evrópska sjúkratryggingakortinu, eða svokölluðu bráðabirgðavott- orði, frá og með 1. apríl 2008 vegna þjónustu hjá opinbera heilbrigðiskerfinu í Bretlandi. Geti ferðamaður ekki fram- vísað skjölunum má hann bú- ast við að fá meðhöndlun sem einkasjúklingur og þurfa að greiða fyrir þjónustuna. ibs Til læknis í Bretlandi Ferðamenn hafi sjúkrakort Boðið verður upp á fjarnám frá Háskólanum á Akureyri til Grindavíkur frá og með næsta hausti, að því er segir á frétta- vef Víkurfrétta. Fram að þessu hefur eingöngu verið hægt að sitja fjarfundi í Reykjanesbæ. Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum hefur haft umsjón með aðstöðunni. ibs HA kennir Grindvíkingum Fjarnám í boði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.