24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 57

24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 57
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 57 Ofurskutlan Katherine Heigl, úr Grey’s Anatomy og Knocked Up, og hjartaknús- arinn Gerard Butler, úr 300, hafa þótt heldur náin við tökur á kvikmyndinni The Ugly Truth. Heigl er með tónlistar- manninum Josh Kelley og bandarískir slúðurmiðlar tala um að hann ætti að vera órólegur. Butler þykir einn mesti feng- urinn í Hollywood. Hann var nýlega orð- aður við Cameron Diaz, en vísaði því til föðurhúsana í síðustu viku. The Ugly Truth er rómantísk gamanmynd og verð- ur að öllum líkindum frumsýnd 9. apríl á næsta ári. Heigl og Butler náin Pete Wentz, unnusti Ashlee Simp- son, neitaði sögusögnunum um meinta þungun hennar í viðtali við MTV-fréttastofuna í gær. Fréttir um meinta þungun Simp- son, sem er litla systir Jessicu Simpson, hafa farið eins og eldur í sinu um netheima. Bandarískir miðlar sögðu fréttirnar og töldu sig hafa þær eftir áreiðanlegum heimildum. Wentz sagði að hann hefði ekki heyrt af meintum frumburði sínum og sagði í kald- hæðni að hann biði eftir fréttum af meintri samkynhneigð sinni. Ashlee Simpson ekki ólétt? Heather Mills, fyrrverandi eig- inkona Bítilsins Pauls McCart- neys, fékk óblíðar móttökur á fegurðarsamkeppni Bandaríkj- anna fyrir skömmu. Áhorfendur bauluðu á hana þegar hún gekk inn í salinn, en stærsti vandinn var baksviðs. Skipuleggjendurnir gleymdu að segja Mills að keppn- in yrði endursýnd í sjónvarpi og það ætlaði hún ekki að sætta sig við – nema gegn hárri greiðslu. Svo fór að samningurinn var end- urskrifaður á staðnum eftir hennar egói. Mills óvinsæl á Ungfrú BNA Söngdívan Mariah Carey er komin með nýjan kærasta. Sá heppni er leikarinn Nick Cannon og er 11 árum yngri en Carey. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara í kvik- myndabransanum og er hálfgerð B-stjarna, en einhver man eftir honum úr Men in Black 2 og Bobby. Carey flaug með Cannon í einkaþotu til Las Vegas á mánudagskvöld þar sem þau fögnuðu afmæli rapparans Da Brat, sem er einn af hennar bestu vinum. Carey ku, samkvæmt heimildum slúð- urbloggarans Perez Hiltons, hafa verið með sólgleraugun á sér inni í partíinu, enda kýs hún að horfa ekki í augun á almúganum. Carey með nýjan kærasta Viking: The Battle for Asgard er samsuða af Hringadróttinssögu, norrænni goðafræði og God of War. Í leiknum fer leikmaðurinn í hlutverk Skarins sem er ungur tað- skegglingur sem er reistur upp frá dauðum af gyðjunni Freyju til þess að berjast gegn illum öflum sem herja á lönd manna. Skarin tekur því upp sverð sitt og öxi og tekur til við að höggva í sundur skrímsli sem eru skugga- lega lík orkunum í Hringadrótt- inssögu. Leikurinn býður upp á ágætis bar- dagakerfi sem auðveldar mönnum til muna að afhöfða skrímslin og fær maður seint leiða á því að berja á herjum þess illa. Það sem maður fær hins vegar fljótt leiða á er nánast allt annað. Leikurinn er gríðarlega einhæfur og eftir að hafa spilað hann í um klukkutíma hafa menn séð allt sem hægt er að sjá í leikn- um. Grafíkvélin hikstar allsvakalega í stórum bardögum en það er svo sem eðlilegt þar sem fjöldi her- manna á skjánum í stærstu bardög- unum er gífurlega mikill. Viking er ágætis leikur en því mið- ur er fátt sem gerir hann virkilega minnisstæðan. Tolkien grætur líklega í gröfinni Refsivöndur Freyju Skarin hikar ekki við að slátra skrímslunum. Grafík: 73% Ending: 43% Spilun: 65% Hljóð: 51% Viking: Battle for Asgard NIÐURSTAÐA: 58%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.