24 stundir - 16.04.2008, Page 57

24 stundir - 16.04.2008, Page 57
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 57 Ofurskutlan Katherine Heigl, úr Grey’s Anatomy og Knocked Up, og hjartaknús- arinn Gerard Butler, úr 300, hafa þótt heldur náin við tökur á kvikmyndinni The Ugly Truth. Heigl er með tónlistar- manninum Josh Kelley og bandarískir slúðurmiðlar tala um að hann ætti að vera órólegur. Butler þykir einn mesti feng- urinn í Hollywood. Hann var nýlega orð- aður við Cameron Diaz, en vísaði því til föðurhúsana í síðustu viku. The Ugly Truth er rómantísk gamanmynd og verð- ur að öllum líkindum frumsýnd 9. apríl á næsta ári. Heigl og Butler náin Pete Wentz, unnusti Ashlee Simp- son, neitaði sögusögnunum um meinta þungun hennar í viðtali við MTV-fréttastofuna í gær. Fréttir um meinta þungun Simp- son, sem er litla systir Jessicu Simpson, hafa farið eins og eldur í sinu um netheima. Bandarískir miðlar sögðu fréttirnar og töldu sig hafa þær eftir áreiðanlegum heimildum. Wentz sagði að hann hefði ekki heyrt af meintum frumburði sínum og sagði í kald- hæðni að hann biði eftir fréttum af meintri samkynhneigð sinni. Ashlee Simpson ekki ólétt? Heather Mills, fyrrverandi eig- inkona Bítilsins Pauls McCart- neys, fékk óblíðar móttökur á fegurðarsamkeppni Bandaríkj- anna fyrir skömmu. Áhorfendur bauluðu á hana þegar hún gekk inn í salinn, en stærsti vandinn var baksviðs. Skipuleggjendurnir gleymdu að segja Mills að keppn- in yrði endursýnd í sjónvarpi og það ætlaði hún ekki að sætta sig við – nema gegn hárri greiðslu. Svo fór að samningurinn var end- urskrifaður á staðnum eftir hennar egói. Mills óvinsæl á Ungfrú BNA Söngdívan Mariah Carey er komin með nýjan kærasta. Sá heppni er leikarinn Nick Cannon og er 11 árum yngri en Carey. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara í kvik- myndabransanum og er hálfgerð B-stjarna, en einhver man eftir honum úr Men in Black 2 og Bobby. Carey flaug með Cannon í einkaþotu til Las Vegas á mánudagskvöld þar sem þau fögnuðu afmæli rapparans Da Brat, sem er einn af hennar bestu vinum. Carey ku, samkvæmt heimildum slúð- urbloggarans Perez Hiltons, hafa verið með sólgleraugun á sér inni í partíinu, enda kýs hún að horfa ekki í augun á almúganum. Carey með nýjan kærasta Viking: The Battle for Asgard er samsuða af Hringadróttinssögu, norrænni goðafræði og God of War. Í leiknum fer leikmaðurinn í hlutverk Skarins sem er ungur tað- skegglingur sem er reistur upp frá dauðum af gyðjunni Freyju til þess að berjast gegn illum öflum sem herja á lönd manna. Skarin tekur því upp sverð sitt og öxi og tekur til við að höggva í sundur skrímsli sem eru skugga- lega lík orkunum í Hringadrótt- inssögu. Leikurinn býður upp á ágætis bar- dagakerfi sem auðveldar mönnum til muna að afhöfða skrímslin og fær maður seint leiða á því að berja á herjum þess illa. Það sem maður fær hins vegar fljótt leiða á er nánast allt annað. Leikurinn er gríðarlega einhæfur og eftir að hafa spilað hann í um klukkutíma hafa menn séð allt sem hægt er að sjá í leikn- um. Grafíkvélin hikstar allsvakalega í stórum bardögum en það er svo sem eðlilegt þar sem fjöldi her- manna á skjánum í stærstu bardög- unum er gífurlega mikill. Viking er ágætis leikur en því mið- ur er fátt sem gerir hann virkilega minnisstæðan. Tolkien grætur líklega í gröfinni Refsivöndur Freyju Skarin hikar ekki við að slátra skrímslunum. Grafík: 73% Ending: 43% Spilun: 65% Hljóð: 51% Viking: Battle for Asgard NIÐURSTAÐA: 58%

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.