24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 1
„Ég hef fengið gríðarleg viðbrögð við þessari litlu grein og mér skilst að
heilbrigðisráðherra vilji bregðast við. Það er gott ef greinin skilar ein-
hverju, ég skrifaði hana vegna þess að mér ofbuðu aðstæður,“ segir Árni
Tryggvason leikari sem á dögunum skrifaði blaðagrein þar sem hann
gagnrýndi aðbúnað á geðdeild Landspítalans en þar dvaldi
hann í nokkra daga vegna þunglyndis.
Barátta við þunglyndi
24stundir/RAX
„Mér ofbuðu aðstæðurnar á geðdeildinni“
»42
24stundirlaugardagur26. apríl 200879. tölublað 4. árgangur
Nadia Banine fór í eftirminnilega
ferð til Taílands sl. haust þar sem
hún kynntist heilsulind á heims-
mælikvarða. Nadia deilir reynslu
sinni af sumarfríi með fjórum
öðrum viðmælendum.
Taíland heillaði
SPJALLIл48
Fanny Merino Calle, starfsstúlka í
Fjarðarkaupum, ólst upp í kofa í
Perú. Nú býr hún á Íslandi og
þökk sé henni flytur fjöl-
skylda hennar senn í rúm-
betra húsnæði í Lima.
Launin duga vel
VIÐTAL»46
57% verðmunur
á bláberjasultu
NEYTENDAVAKTIN »4
Mike Hammond þurfti að fara
í gegnum fjölda umsókna þeg-
ar hann lýsti eftir manni til að
vera öldruðum föður sínum
til samlætis á hverfiskránni í
suðurhluta Englands. Í boði
voru 1000 krónur á tímann,
auk kostnaðar. Tveir menn
munu deila stöðunni með sér.
„Pabbi getur núna farið
nokkrum sinnum í viku á
pöbbinn. Þrisvar með nýju
vinunum sínum og tvisvar
með mér,“ segir Hammond. aij
Á launum við
sumblið
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
USD 73,65 -0,44
GBP 146,11 -0,20
DKK 15,45 -1,93
JPY 0,70 -0,88
EUR 115,35 -1,94
GENGISVÍSITALA 148,28 -1,37
ÚRVALSVÍSITALA 5.266,38 1,22
»18
7
6
4
1
3
VEÐRIÐ Í DAG »2
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Nýleg prófun á bóluefninu Neu-
Vax, sem á að verka gegn ákveð-
inni tegund brjóstakrabbameins,
lofar mjög góðu að sögn rannsak-
enda. Það gæti lengt líf mjög
margra því áætlað er að um 10%
kvenna fái brjóstakrabbamein, skv.
upplýsingum á vef Krabbameins-
félagsins.
„Niðurstöðurnar eru mjög
spennandi og gefa tilefni til meiri
bjartsýni en prófanir með önnur
bóluefni við krabbameini hafa
gert,“ segir Linda Benavides, einn
rannsakenda, við 24 stundir.
Hentar í 75% tilfella
„Markmiðin með bóluefninu
eru að draga úr líkum á endur-
komu meinsins í þeim einstakling-
um sem þegar hafa fengið meðferð
við brjóstakrabbameini og að auka
lífslíkur þeirra,“ segir Benavides.
Verkunin er sú að það kennir
hvítu blóðkornunum að þekkja
prótínið Her2neu sem er í frumu-
himnu krabbameinsfrumna í 75%
tilfella brjóstakrabbameins. Þann-
ig ræðst það aðeins á krabba-
meinsfrumur en ekki aðrar.
Ekki hafa fundist aðrar auka-
verkanir en væg flensueinkenni
daginn sem sprautað er, að sögn
George Peoples, stjórnanda rann-
sóknarvinnunnar á Krabbameins-
stofnun bandaríska hersins.
Þarf eina prófun enn
Áður en lyfið kemst á markað
þarf að prófa það í þriðja sinn. Sú
prófun hefst í haust og verða um
800 þátttakendur í henni um allan
heim.
Verði lyfið sett í sölu þurfa Ís-
lendingar ekki að bíða lengur en
aðrir Evrópubúar því Lyfjastofnun
Evrópu gefur út leyfi fyrir öll EES-
ríki að sögn Rannveigar Gunnars-
dóttur, forstjóra Lyfjastofnunar.
Bóluefni
við brjósta-
krabba?
Nýleg prófun á bóluefninu NeuVax lofar
mjög góðu að sögn rannsakenda Lyfið
gæti komið á markað innan fárra ára
DREGUR ÚR DAUÐSFÖLLUM»8
➤ Í prófun lyfsins voru þátttak-endur 163 konur sem allar
höfðu fengið meðferð við
krabbameini og voru ein-
kennalausar þegar prófun
hófst.
➤ 92 konur fengu bóluefnið enhinar 71 voru viðmiðunar-
hópur.
➤ Efnið var gefið einu sinni ímánuði í hálft ár og svo einu
sinni á hálfs árs fresti. Próf-
unin tók í heild 30 mánuði.
PRÓFUNIN
„Þetta er oft stórkostlegt vandamál
og hefur valdið slysum,“ segir Her-
dís Storgaard hjá Forvarnahúsi Sjó-
vár. Algengt er að flutt sé inn í ný
fjölbýlishús án þess að þeim fylgi
frágengið leiksvæði, líkt
og reglugerð segir til um.
Leiksvæðin eru
slysagildrur
»2
Reykjavíkurráð ungmenna 13 til
18 ára þykir hafa gefið góða raun.
Ungmennin sjálf vilja formlegri af-
greiðslu á þeim tillögum sem frá
þeim koma og hefur verið ákveðið
að þau taki sæti í ráð-
um borgarinnar.
Ungmennin í ráð
borgarinnar
»28