24 stundir - 26.04.2008, Side 2
2 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir
Opið virka daga 10-20 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18
©
In
te
r I
KE
A
Sy
st
em
s B
.V
. 2
00
8
www.IKEA.is
195,-/stk.
SOMMAR íspinnabakkar
ýmsir litir, H10 cm.
úti á túni
með ...
VÍÐA UM HEIM
Algarve 25
Amsterdam 13
Alicante 23
Barcelona 20
Berlín 13
Las Palmas 32
Dublin 13
Frankfurt 14
Glasgow 13
Brussel 14
Hamborg 14
Helsinki 13
Kaupmannahöfn 12
London 16
Madrid 24
Mílanó 21
Montreal 11
Lúxemborg 11
New York 14
Nuuk 4
Orlando 19
Osló 11
Genf 18
París 16
Mallorca 22
Stokkhólmur 17
Þórshöfn 10
Vaxandi norðanátt, 8-15 m/s. Él norðantil og
sums staðar þokubakkar norðaustantil, en
bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Kólnar
talsvert í veðri.
VEÐRIÐ Í DAG
7
6
4
1
3
Kólnar í veðri
Norðanátt, víða 5-10 m/s og él austantil á
landinu, annars bjart veður. Frost 0 til 7 stig,
en 0 til 5 stiga hiti sunnanlands.
VEÐRIÐ Á MORGUN
3
4
0
0
0
Norðanátt
Manni á sextugsaldri voru í gær
dæmdar 65 milljónir króna í
skaðabætur að meðtöldum vöxtum
og dráttarvöxtum í Héraðsdómi
Reykjaness. Maðurinn féll niður
stiga á skemmtistaðnum Strikinu í
Reykjanesbæ fyrir fjórum árum og
taldi dómurinn að dyravörður og
rekstrarfélag staðarins bæru ábyrgð
á fallinu. Hann hafði verið mjög
ölvaður og dyravörðurinn ætlaði
að færa hann með valdi út af staðn-
um. Maðurinn hlaut sprungu í
höfuðkúpu, mar og blæðingu í
heilavef, er lamaður í andliti og í
vinstri líkamshelmingi, heyrnar-
skertur á vinstra eyra, þvoglumælt-
ur, þjáist af minnisleysi, einbeiting-
arskorti og úthaldsleysi. Þá er
máltjáningu og málskilningi veru-
lega áfátt.
Sönnunargögnum eytt
Öryggismyndavél á staðnum
náði hluta af atburðarásinni á
myndband. Þeim sönnunargögn-
um hafði hins vegar verið eytt áður
en þau komust í hendur lögreglu.
Því byggðist málið á framburði
vitna.
Bæturnar eru með þeim hæstu
sem hafa verið dæmdar hérlendis.
Grímur Sigurðsson, lögmaður
mannsins, segir að sök skemmti-
staðarins hafi legið í því að stiginn
uppfyllti ekki byggingarreglugerð.
„Sök dyravarðarins felst í því að
hann hélt manninum ekki nógu
traustum tökum þegar hann var að
bera hann út af staðnum.“ þsj
Dyravörður og skemmtistaður bera ábyrgð á falli manns niður stiga
Gert að greiða 65 milljónir
Reykjanesbær Maðurinn
féll niður stiga og hlaut meðal
annars heilaskaða.
Vigdís Árnadóttir, trúnaðar-
maður skurðhjúkrunarfræðinga á
Landspítalanum, segir meginþorra
þeirra ætla að hætta störfum um
næstu mánaðamót. Anna Stefáns-
dóttir, starfandi forstjóri spítalans,
er hins vegar bjartsýn á að meiri-
hlutinn dragi uppsagnir sínar til
baka, skv. fréttum RÚV í gær.
96 svæfinga- og skurðhjúkrun-
arfræðingar hafa sagt upp störfum
á LSH vegna óánægju með nýtt
vaktafyrirkomulag. Forráðamenn
spítalans munu eiga einstaklings-
viðtöl við þá starfsmenn og lýkur
þeim á mánudag. Eftir það hafa
hjúkrunarfræðingar tvo sólar-
hringa til að tilkynna hvort þeir
standi við uppsögn sína eða ekki.
Því kemur í ljós á miðvikudag hve
margir hætta um mánaðamót. þkþ
Lítið miðar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga
Meirihlutinn hættir
um mánaðamót
Lára Ómarsdóttir fréttamaður
hefur ákveðið að láta af störfum
hjá fréttastofu Stöðvar 2. Lára
segir ástæðuna vera ummæli sín í
netútsendingu, sem henni var
ekki kunnugt um, vegna mót-
mæla við Rauðavatn síðastliðinn
miðvikudag.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir að
símtal mitt við samstarfsmann
heyrðist á Vísi.is en í því sagði ég
í hálfkæringi að ég gæti fengið
einhvern til að kasta eggi meðan
við værum í beinni útsendingu.
Enginn sem þekkir mig lætur sér
detta í hug að mér hafi verið al-
vara,“ segir í yfirlýsingu frá Láru.
Lára segist virða siðareglur
blaða- og fréttamanna og að hún
taki starf sitt alvarlega. „Þess
vegna fellur mér þungt að hafa
orðið þetta á og þar með orðið
völd að því að trúverðugleiki
minn og fréttastofunnar sem ég
vinn hjá hafi að ósekju verið
dreginn í efa í þjóðmálaumræð-
unni. Fréttaflutningur verður að
vera hafinn yfir allan vafa. Sé ekki
svo, getur orðspor fréttastof-
unnar og starfsmanna hennar
beðið hnekki.“
Hún þakkar samstarfsmönnum
sínum stuðninginn sem þeir hafa
sýnt henni undanfarna daga, en
telur það vera fyrir bestu að hún
axli með þessum hætti ábyrgð, þó
orð hennar hafi verið ætluð sem
glettni og bara einum manni sem
vissi sem var að engin alvara lá að
baki þeim. aí
Lára hættir hjá Stöð 2
Miklar tafir urðu á um-
ferð um Miklubraut í
Reykjavík á fjórða tím-
anum í gær þegar um eitt
hundrað ungmenni höfðu
komið sér fyrir á götunni,
að sögn til að mótmæla
meðal annars háu miða-
verði í kvikmyndahús.
Á þriðja tug lögreglu-
manna tók þátt í að ryðja
Miklubrautina við gatna-
mót Kringlumýr-
arbrautar, en öll umferð
um Miklubrautina í vestur stöðvaðist vegna aðgerða ungmennanna.
Meðan á aðgerðunum stóð bað lögregla ökumenn að fara Háaleit-
isbraut til að komast suður í Kópavog og í Hafnarfjörð. Lögregla fyr-
irskipaði ungmennunum að yfirgefa svæðið þegar í stað eða vera
handtekin að öðrum kosti og komst umferðin í samt lag nokkru síðar.
aí
Ungmenni trufluðu umferð
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Alengt er að flutt sé inn í fjölbýlis-
hús án þess að þeim fylgi frágengið
leiksvæði barna, þrátt fyrir að það
stangist á við byggingarreglugerð.
„Þetta er oft stórkostlegt vanda-
mál,“ segir Herdís Storgaard hjá
Forvarnahúsi Sjóvár. Hún segir
ófrágengin leiksvæði geta skapað
mikla hættu og mál hafi ratað inn á
sitt borð þar sem ófrágengin leik-
svæði hafi stuðlað að slysum á
börnum.
„Oft er búið að flytja leiktækin á
lóðina, en eftir er að festa þau nið-
ur. Ég man eftir atvikum þar sem
krakkar fóru sjálfir í að reisa við
tæki sem átti að grafa niður, en þau
féllu síðan yfir börn sem slösuðust
mjög alvarlega.“
Það síðasta sem gengið er frá
„Leiksvæði barna er yfirleitt það
síðasta sem gengið er frá á lóðun-
um, og oft löngu eftir að fólk er
flutt inn í húsin,“ segir Þórður
Árnason smiður. „Leiksvæðið er þá
jafnvel bara gröfur og stórir bílar,
sem skapar augljósa hættu.“
Í 65. grein byggingarreglugerðar
segir að hverju húsi á íbúðasvæði
eigi að fylgja leiksvæði fyrir börn á
lóð, sem skuli vera frágengið áður
en íbúðarhús er tekið í notkun. Þá
segir í reglugerð um öryggi leik-
svæða og leiktækja að lokaúttekt
byggingafulltrúa skuli fara fram
áður en leiksvæði er tekið í notkun.
Magnús Sædal, byggingafulltrúi
Reykjavíkur, segir reglurnar skýrar.
„Leiksvæði barna á að vera frá-
gengið áður en flutt er inn, það er
alveg klárt. Þetta er mál sem við
skoðum í lokaúttekt mannvirkis. Ef
leiksvæði vantar þegar við komum
í lokaúttekt gerum við kröfur um
að það sé gert.“
Frágangur háður veðri
Jón Sigurðsson hjá bygginga-
sviði Hafnarfjarðarbæjar tekur
undir með Magnúsi. „En fólk getur
náttúrulega flutt inn áður en loka-
úttekt fer fram.“
Þá bendir Magnús á að lóðafrá-
gangur sé oft háður veðurfari.
„Menn ganga ekki frá leiksvæði um
vetur, en fresta oft ekki að flytja inn
í desember þrátt fyrir að leiksvæði
sé ógert.“
Leiksvæðin eru
slysagildrur
Flutt er inn í ný fjölbýlishús þótt leiksvæði séu ófrágengin
Ókláruð leiksvæði skapa hættu Flutt inn í trássi við reglugerð
Uppbygging Leiksvæðin
eru gjarnan það síðasta sem
gengið er frá, segir smiður.
➤ Í 65.1. grein bygginga-reglugerðar segir: „Hverju
íbúðarhúsi [innan íbúð-
arsvæðis] skal fylgja leik-
svæði barna á lóð.“
➤ Í 65.2. grein segir: „Ljúka skalfrágangi leiksvæða á lóðum
áður en íbúðarhús eru tekin í
notkun.“
SKÝRAR REGLUR
24stundir/Júlíus
STUTT
● Fjármálamisferli
Framkvæmdastjóra og rekstr-
arstjóra Byggingafélags náms-
manna hefur verið vikið frá
störfum af stjórn félagsins sem
hefur kært meint fjár-
málamisferli til lögreglu.
Fréttastofa RÚV skýrði frá
þessu.
● 75 ára gamall karlmaður úr
Kópavogi hefur verið kærður
til lögreglu fyrir kynferðisof-
beldi gegn stúlku á átta ára
tímabili, frá því því hún var
tólf ára til tvítugs. Húsleit var
gerð heima hjá manninum og
þar fundust að sögn lögreglu
gögn sem eru nú til rann-
sóknar.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.