24 stundir - 26.04.2008, Page 4

24 stundir - 26.04.2008, Page 4
4 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir Ódýrasta eldsneytið í dag Umhverfið í framsætið Matti Vanhanen, forsætisráð- herra Finnlands, kemur í tveggja daga opinbera heimsókn til Ís- lands á mánudaginn. Vanhanen mun eiga fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra og munu þeir ræða tvíhliða sam- skipti ríkjanna, efnahagsmál, málefni ESB og samskiptin við Rússland. Vanhanen mun einnig funda með fulltrúum íslenskra fyrirtækja sem eru með starfsemi í Finnlandi. aí Vanhanen sækir Ísland heim Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Nemendur í Réttarholtsskóla sem sækja valfrjálst heimspekinámskeið hjá Jóhanni Björnssyni, heimspek- ingi og kennara, eru ekki þjakaðir af prófkvíða vegna námsins eins og svo margir aðrir nemendur á þess- um árstíma. Jóhann hætti nefnilega að prófa nemendurna fyrir nokkr- um árum. „Mér blöskraði þegar ég hóf störf hér fyrir 6 árum yfir því hversu gríðarlega uppteknir nemendur voru af einkunnum. Mér fannst það há kennslunni. Nemendur spurðu mig á göngunum um hvers vegna þeir hefðu fengið þessa tölu í ein- kunn en ekki einhverja aðra. Núna eiga þeir hins vegar til að velta upp einhverjum spurningum varðandi námsefnið þegar þeir mæta mér á göngunum,“ greinir Jóhann frá. Hlustun einnig þátttaka Hann gerir heldur ekki kröfu um að nemendur tjái sig í heimspeki- tímunum. „Í sumum skólum er ætlast til að allir taki til máls og tjái sig og svo eru nemendur metnir í framhaldi af því. Ég hef aldrei kraf- ist þess. Hlustun og umhugsun er einnig þátttaka. Ég sannfærðist enn betur um þetta eftir að hafa verið með nemanda sem var málhaltur. Það hefði verið óréttlátt gagnvart honum að meta hann með tilliti til þátttöku í umræðu. Ég sá hins vegar á látbragði hans að hann var virk- ur.“ Jóhann kveðst reyna að halda prófafjölda í öðrum greinum sem hann kennir, landafræði og frönsku, í lágmarki. Og hann lætur nemendur taka þátt í gerð próf- anna. „Í landafræði hef ég stundum látið nemendur búa til eins margar spurningar og þeir geta úr náms- efninu. Þeir læra um leið og þeir semja spurningarnar sem þeir skila undir nafni. Ég vel síðan hluta af spurningum þeirra og nota sem grunn í prófinu.“ Próf sem agastýring Það er mat Jóhanns að kennarar noti í mörgum tilfellum próf sem agastýringu og hann kveðst sakna vitrænnar umræðu um námsmat. „Þegar fjöldi prófa er mikill hætta sumir nemendur að taka þau alvar- lega en aðrir fyllast af streitu. Þegar lestur fyrir mörg skyndipróf í sömu viku bætist ofan á fullan vinnudag nemenda verður þessu ekki öllu sinnt. Kennarar þurfa að spyrja sig hvers vegna þeir prófa og hversu oft þeir eigi að prófa.“ Jóhann saknar þess einnig að skólastarf skuli ekki miða að því að stuðla að hamingju nemenda. „Það má leggja meiri rækt við það á með- vitaðri hátt. Þetta markmið vantar í námskrána. Með því að fækka próf- um reyni ég að leggja mitt af mörk- um.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Hversu oft þarf að prófa? Jóhann Björnsson, heimspekingur og kenn- ari, segir kennara þurfa að spyrja sig hversu oft eigi að prófa og hvers vegna þeir prófi. Hætti að prófa nemendurna  Jóhann Björnsson kennari saknar vitrænnar umræðu um náms- mat og vill fækka prófum  Áhugi á einkunnum háir kennslunni ➤ Fjöldi nemenda leitar sér að-stoðar vegna prófkvíða á hverju ári. ➤ Kvíðastjórnunarnámskeið erureglulega haldin í skólum. PRÓFKVÍÐI 24stundir/Árni Sæberg Borgarráð samþykkti í gær að selja Fríkirkjuveg 11. Fyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, kaupir húsið á 650 milj- ónir króna. Fram kemur í bókun Þorleifs Gunnlaugssonar, fulltrúa VG í borgarráði, að fráleitt sé að und- irrita samning þar sem Reykja- víkurborg afsali sér í raun for- ræði yfir Hallargarðinum öllum og afhendi þar að auki einkaað- ilum lóð sem börn og ungmenni hafi nýtt sér til leikja um áratugi. Í tilkynningu frá Novator segir hins vegar að uppbygging hússins muni laða almenning á nýjan leik að þessum fallega stað í mið- bænum. aí Borgin selur Fríkirkjuveg 11 Brot 120 ökumanna voru mynd- uð í Suðurhólum og Norðurfelli í vikubyrjun. Meðalhraði þeirra var 43 til 46 kílómetrar en á báð- um stöðum er 30 kílómetra há- markshraði. Eftirlit lögreglu í Breiðholti er hluti af sérstöku eft- irliti í og við íbúðargötur. Ómerkt lögreglubifreið með myndavélarbúnaði var notuð en lögregla segir reynsluna hafa sýnt að notkun slíks búnaðar gefi gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldi leit að lausnum þar sem þeirra er þörf. 120 teknir fyrir hraðakstur Fíkniefni fundust við húsleit í miðborginni í fyrrinótt. Talið er að um sé að ræða tæplega 50 grömm af kókaíni og lítilræði af marijúana. Einnig var lagt hald á 150 þúsund krónur í peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl um þrítugt var handtekinn vegna rann- sóknar málsins. Fíkniefni og fjármunir Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á St. Dalffour sykurskertri bláberjasultu, 284 g. Mikill verðmunur er á þessari vöru og var hæsta verð 57,3% hærra en það lægsta eða 137 króna munur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 57% verðmunur á sultu Sonja McManus NEYTENDAVAKTIN St. Dalffour sykurskert bláberjasulta 284 g. Verslun Verð Verðmunur Bónus 239 Krónan 240 0,4 % Kaskó 249 4,2 % Þín verslun, Seljabraut 319 33,5 % Samkaup-Úrval 339 41,8 % Nóatún 376 57,3 %

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.