24 stundir


24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 6

24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 6
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is 06.00 Vaknaði á hótelher-bergi í Baltimore, en þangað hafði ég flogið frá To- ronto kvöldið áður. Vegna tíma- mismunar og stífra fundarhalda vakna ég iðulega klukkan sex í vinnuferðum í Bandaríkjunum og nota morguninn í að fara yfir tölvupóstinn minn og hringja nokkur símtöl. 07.30 Lagði af stað á skrif-stofu Icelandair í Baltimore. Á leiðinni kom ég við í Starbucks þar sem ég fékk mér cappuccino og croissant. Hálftíma síðar var ég kominn á skrifstofuna og settist niður með Þorsteini Eg- ilssyni, svæðisstjóra Icelandair í Norður-Ameríku, og sölu- og markaðsfólkinu þar til að fara yfir markaðsmál á sölusvæðinu. 09.00 Við áttum símafundvið samstarfsaðila okkar, OND, í Danmörku, um markaðsrannsóknir og sölumæl- ingar. Hann stóð í tvo tíma, á milli klukkan níu og ellefu í Baltimore en þrjú og fimm í Danmörku. 11.00 Haldinn var kynn-ingar- og samráðs- fundur með öllum starfsmönnum okkar í Bandaríkjunum. Við fór- um yfir stefnumótun og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í félaginu, til dæmis ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi um borð. 14.00 Ég settist niður meðyfirmanni skrifstof- unnar og við fórum yfir ýmis mál, eins og til dæmis aðgerðaáætlanir í tengslum við fyrsta flugið til To- ronto þann 2. maí næstkomandi. Ýmislegt þarf að undirbúa í tengslum við það og mikilvægt að nota tímann sem best í svona heimsóknum til að fara yfir sem flest mál sem eru í gangi. 16.00 Fundum var lokiðog ég keyrði af stað upp á flugvöll. Á leiðinni kom ég við í verslunarmiðstöð þar sem ég verslaði aðeins fyrir börnin í GAP. Í kjölfarið flaug ég frá Baltimore til Boston, sem er klukkustund- arflug. Þar hitti ég Bússa Thorberg sem er stöðvarstjóri Icelandair á Logan-flugvellinum í Boston. Við tókum púlsinn á málunum þar. 21.30 Var kominn umborð í flugvél Ice- landair og flaug af stað heim til Ís- lands. Ég spjallaði þar við Jónínu Sigmarsdóttur yfirflugfreyju og áhöfnina um stöðu mála og hvernig nýja afþreyingarkerfið virkaði. 07.00 Klukkan sjö ummorguninn að ís- lenskum tíma var ég lentur í Keflavík. Fundir og ferðir milli tímabelta 24stundir með Halldóri Harðarsyni hjá markaðsdeild Icelandair ➤ Halldór ferðast mikið á milliáfangastaða Icelandair, og sem dæmi má nefna að á síð- ustu tveimur vikum var hann erlendis í níu vinnudaga. STARFIÐ 24stundir/Frikki Kominn á skrifstofuna í Reykjavík Halldór Harðarson ferðast mikið í ́því skyni að fá aðra til að ferðast meira. Starf Halldórs Harð- arsonar, forstöðumanns markaðsdeildar Ice- landair, felst fyrst og fremst í því að auka um- ferð farþega með flug- vélum félagsins. Eins og gefur að skilja fylgja starfinu því mikil ferða- lög og fundarhöld, nú þegar aðalferðamanna- tíminn fer í hönd. 6 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 Vegagerðin hefur ákveðið að ganga til samninga um áframhald- andi vinnu við tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar, frá Strandarheiði að Njarðvík, við Ístak hf. á grund- velli tilboðs fyrirtækisins frá 8. apríl sl. Tilboð Ístaks, sem hljóðaði upp á 807,1 milljón króna, var ekki lægsta tilboðið. Það áttu fyrirtækin Adakris og Toppverktakar sem buðu 698,8 milljónir króna í verkið en áætlaður kostnaður var 770 milljónir. Eftir að tilboðin höfðu verið yf- irfarin og leiðrétt eftir því sem við átti kom í ljós að Adakris og Topp- verktakar uppfylltu ekki kröfur Vegagerðarinnar. Þess vegna var til- boði þeirra hafnað. Reiknað er með að vegarkaflinn verði opnaður um miðjan október. ibs Tvöföldun Reykjanesbrautar Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu fasteignir á Spáni, segir meirihluta Íslendinga kaupa hús ofan þjóðveg- arins við ströndina. „Ég veit ekki um neina sem eiga hús sem falla undir skilgreininguna um ríkiseigu. En auðvitað eru menn ekki spenntir fyrir því að kaupa hús á ströndinni á meðan ekki er vitað hvernig þessu lýkur.“ Þorsteinn bætir því við að kaupi menn hús ofan strandvegar sleppi þeir þar að auki við sollinn við ströndina. Samtök eigenda íbúða á strand- lengjunni, sem stofnuð voru í jan- úar og um 20 þúsund manns hafa skráð sig í, telja að ákvörðun stjórn- valda kunni að ná til allt að hálfrar milljóna annarra, ekki bara einstak- linga heldur einnig eigenda hótela og veitingastaða. Yfirvöld á Spáni hafa tilkynnt þúsundum heimamanna og útlend- inga að húsin og íbúðirnar þeirra á strandlengjunni tilheyri þeim í raun og veru ekki, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Allt í einu hef- ur okkur verið tjáð að húsið sem við höfum átt í 30 ár sé ekki lengur okk- ar,“ segir Bretinn Clifford Carter, sem býr í La Casbah á austurströnd Spánar. „Húsið var byggt á löglegan hátt en nú segja þeir að við getum aðeins búið hérna þangað til við deyjum. Við getum hvorki selt hús- ið né eftirlátið það erfingjum,“ segir Carter. Spænska stjórnin vísar í lög frá 1988 um að strandlengjan sé í eigu ríkisins. Hingað til hefur hefur lögunum lítt verið framfylgt. Þorsteinn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Casa Firma sem selur Gríðarlegur fjöldi húsa hefur ver- ið byggður í leyfisleysi á strand- lengju Spánar. Í mörgum tilfellum hafa bæjaryfirvöld sneitt hjá skipu- lagsákvörðunum og þegið mútur. Nú er verið að ákveða hvaða hlutar strandarinnar eru í ríkiseigu. Hluti þess fjár sem varið verður í að taka til á ströndinni fer til húseigenda sem samkvæmt lögunum geta ekki selt einkaaðilum hús sín. ingibjorg@24stundir.is Eigendur húsa og íbúða á ströndum Spánar í uppnámi Mega hvorki selja né arfleiða Á fjórða hundrað kvenna er nú á Höfn í Hornafirði en þar fer fram sjöunda kóramót Gígjunnar, landssambands kvenna- kóra. 14 kórar taka þátt í mótinu. „Það hefur verið allt á fullu í undirbúningi og við erum svo heppnar að vera vel giftar og karlarnir okkar eru búnir að vera á fleygiferð um allan bæ að keyra flygla og svona,“ segir Ragnheiður Rafnsdóttir, formaður Kvennakórs Hornafjarðar. Dagskrá mótsins er þéttskipuð, í dag verða tónleikar þar sem hver kór syngur tvö lög af efnisskrá sinni og á morgun verða aðrir tónleikar þar sem afrakstur vinnuhópa mótsins verður kynntur auk þess sem frum- flutt verður nýtt lag eftir Þóru Marteinsdóttur tónskáld við texta Guð- bjarts Össurarsonar sem hún samdi fyrir mótið. a ak Á fjórða hundrað fagurgala Félags- og tryggingamálaráðherra vill setja reglur um hvernig standa skuli að móttöku flótta- fólks í lög, skv. drögum að fram- kvæmdaáætlun í málefnum inn- flytjenda, sem hún hefur lagt fyrir þing. Móttaka flóttamanna er mest í höndum sveitarfélaga og hafa slíkar reglur ekki verið til áður. Er hér verið „að laga laga- umhverfið“ eins og Hrannar B. Arnarsson aðstoðarmaður ráð- herra orðar það. þkþ Móttaka flótta- fólks lögleidd Fulltrúar minnihlutans í Reykja- vík lögðu fram í borgarráði í gær tillögu um að þegar í stað yrði hafinn undirbúningur í tilrauna- skólum að því að frístundafræð- ingar, kennarar og annað starfs- fólk skólanna vinni samsíða og skapi innihaldsríkan skóladag þar sem tómstundir og nám flétt- ist saman fyrir börn í 1. til 3.bekk til að byrja með. Í tillögunni er gert ráð fyrir að frístundafræðingar verði í fullu starfi og því verði ekki lengur um það að ræða að frístundaheimilin starfi frá 14 til 17, heldur verði frístundastarfið hluti af skóla- starfinu. Bent er á að manneklan sem fylgt hafi starfsemi frí- stundaheimilanna tengist ekki síst óhagstæðum vinnutíma. Með samþættingu væri hægt að ráða frístundafræðinga í fullt starf. ibs Frístundir hluti af skólastarfinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.