24 stundir - 26.04.2008, Page 6

24 stundir - 26.04.2008, Page 6
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is 06.00 Vaknaði á hótelher-bergi í Baltimore, en þangað hafði ég flogið frá To- ronto kvöldið áður. Vegna tíma- mismunar og stífra fundarhalda vakna ég iðulega klukkan sex í vinnuferðum í Bandaríkjunum og nota morguninn í að fara yfir tölvupóstinn minn og hringja nokkur símtöl. 07.30 Lagði af stað á skrif-stofu Icelandair í Baltimore. Á leiðinni kom ég við í Starbucks þar sem ég fékk mér cappuccino og croissant. Hálftíma síðar var ég kominn á skrifstofuna og settist niður með Þorsteini Eg- ilssyni, svæðisstjóra Icelandair í Norður-Ameríku, og sölu- og markaðsfólkinu þar til að fara yfir markaðsmál á sölusvæðinu. 09.00 Við áttum símafundvið samstarfsaðila okkar, OND, í Danmörku, um markaðsrannsóknir og sölumæl- ingar. Hann stóð í tvo tíma, á milli klukkan níu og ellefu í Baltimore en þrjú og fimm í Danmörku. 11.00 Haldinn var kynn-ingar- og samráðs- fundur með öllum starfsmönnum okkar í Bandaríkjunum. Við fór- um yfir stefnumótun og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í félaginu, til dæmis ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi um borð. 14.00 Ég settist niður meðyfirmanni skrifstof- unnar og við fórum yfir ýmis mál, eins og til dæmis aðgerðaáætlanir í tengslum við fyrsta flugið til To- ronto þann 2. maí næstkomandi. Ýmislegt þarf að undirbúa í tengslum við það og mikilvægt að nota tímann sem best í svona heimsóknum til að fara yfir sem flest mál sem eru í gangi. 16.00 Fundum var lokiðog ég keyrði af stað upp á flugvöll. Á leiðinni kom ég við í verslunarmiðstöð þar sem ég verslaði aðeins fyrir börnin í GAP. Í kjölfarið flaug ég frá Baltimore til Boston, sem er klukkustund- arflug. Þar hitti ég Bússa Thorberg sem er stöðvarstjóri Icelandair á Logan-flugvellinum í Boston. Við tókum púlsinn á málunum þar. 21.30 Var kominn umborð í flugvél Ice- landair og flaug af stað heim til Ís- lands. Ég spjallaði þar við Jónínu Sigmarsdóttur yfirflugfreyju og áhöfnina um stöðu mála og hvernig nýja afþreyingarkerfið virkaði. 07.00 Klukkan sjö ummorguninn að ís- lenskum tíma var ég lentur í Keflavík. Fundir og ferðir milli tímabelta 24stundir með Halldóri Harðarsyni hjá markaðsdeild Icelandair ➤ Halldór ferðast mikið á milliáfangastaða Icelandair, og sem dæmi má nefna að á síð- ustu tveimur vikum var hann erlendis í níu vinnudaga. STARFIÐ 24stundir/Frikki Kominn á skrifstofuna í Reykjavík Halldór Harðarson ferðast mikið í ́því skyni að fá aðra til að ferðast meira. Starf Halldórs Harð- arsonar, forstöðumanns markaðsdeildar Ice- landair, felst fyrst og fremst í því að auka um- ferð farþega með flug- vélum félagsins. Eins og gefur að skilja fylgja starfinu því mikil ferða- lög og fundarhöld, nú þegar aðalferðamanna- tíminn fer í hönd. 6 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 Vegagerðin hefur ákveðið að ganga til samninga um áframhald- andi vinnu við tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar, frá Strandarheiði að Njarðvík, við Ístak hf. á grund- velli tilboðs fyrirtækisins frá 8. apríl sl. Tilboð Ístaks, sem hljóðaði upp á 807,1 milljón króna, var ekki lægsta tilboðið. Það áttu fyrirtækin Adakris og Toppverktakar sem buðu 698,8 milljónir króna í verkið en áætlaður kostnaður var 770 milljónir. Eftir að tilboðin höfðu verið yf- irfarin og leiðrétt eftir því sem við átti kom í ljós að Adakris og Topp- verktakar uppfylltu ekki kröfur Vegagerðarinnar. Þess vegna var til- boði þeirra hafnað. Reiknað er með að vegarkaflinn verði opnaður um miðjan október. ibs Tvöföldun Reykjanesbrautar Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu fasteignir á Spáni, segir meirihluta Íslendinga kaupa hús ofan þjóðveg- arins við ströndina. „Ég veit ekki um neina sem eiga hús sem falla undir skilgreininguna um ríkiseigu. En auðvitað eru menn ekki spenntir fyrir því að kaupa hús á ströndinni á meðan ekki er vitað hvernig þessu lýkur.“ Þorsteinn bætir því við að kaupi menn hús ofan strandvegar sleppi þeir þar að auki við sollinn við ströndina. Samtök eigenda íbúða á strand- lengjunni, sem stofnuð voru í jan- úar og um 20 þúsund manns hafa skráð sig í, telja að ákvörðun stjórn- valda kunni að ná til allt að hálfrar milljóna annarra, ekki bara einstak- linga heldur einnig eigenda hótela og veitingastaða. Yfirvöld á Spáni hafa tilkynnt þúsundum heimamanna og útlend- inga að húsin og íbúðirnar þeirra á strandlengjunni tilheyri þeim í raun og veru ekki, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Allt í einu hef- ur okkur verið tjáð að húsið sem við höfum átt í 30 ár sé ekki lengur okk- ar,“ segir Bretinn Clifford Carter, sem býr í La Casbah á austurströnd Spánar. „Húsið var byggt á löglegan hátt en nú segja þeir að við getum aðeins búið hérna þangað til við deyjum. Við getum hvorki selt hús- ið né eftirlátið það erfingjum,“ segir Carter. Spænska stjórnin vísar í lög frá 1988 um að strandlengjan sé í eigu ríkisins. Hingað til hefur hefur lögunum lítt verið framfylgt. Þorsteinn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Casa Firma sem selur Gríðarlegur fjöldi húsa hefur ver- ið byggður í leyfisleysi á strand- lengju Spánar. Í mörgum tilfellum hafa bæjaryfirvöld sneitt hjá skipu- lagsákvörðunum og þegið mútur. Nú er verið að ákveða hvaða hlutar strandarinnar eru í ríkiseigu. Hluti þess fjár sem varið verður í að taka til á ströndinni fer til húseigenda sem samkvæmt lögunum geta ekki selt einkaaðilum hús sín. ingibjorg@24stundir.is Eigendur húsa og íbúða á ströndum Spánar í uppnámi Mega hvorki selja né arfleiða Á fjórða hundrað kvenna er nú á Höfn í Hornafirði en þar fer fram sjöunda kóramót Gígjunnar, landssambands kvenna- kóra. 14 kórar taka þátt í mótinu. „Það hefur verið allt á fullu í undirbúningi og við erum svo heppnar að vera vel giftar og karlarnir okkar eru búnir að vera á fleygiferð um allan bæ að keyra flygla og svona,“ segir Ragnheiður Rafnsdóttir, formaður Kvennakórs Hornafjarðar. Dagskrá mótsins er þéttskipuð, í dag verða tónleikar þar sem hver kór syngur tvö lög af efnisskrá sinni og á morgun verða aðrir tónleikar þar sem afrakstur vinnuhópa mótsins verður kynntur auk þess sem frum- flutt verður nýtt lag eftir Þóru Marteinsdóttur tónskáld við texta Guð- bjarts Össurarsonar sem hún samdi fyrir mótið. a ak Á fjórða hundrað fagurgala Félags- og tryggingamálaráðherra vill setja reglur um hvernig standa skuli að móttöku flótta- fólks í lög, skv. drögum að fram- kvæmdaáætlun í málefnum inn- flytjenda, sem hún hefur lagt fyrir þing. Móttaka flóttamanna er mest í höndum sveitarfélaga og hafa slíkar reglur ekki verið til áður. Er hér verið „að laga laga- umhverfið“ eins og Hrannar B. Arnarsson aðstoðarmaður ráð- herra orðar það. þkþ Móttaka flótta- fólks lögleidd Fulltrúar minnihlutans í Reykja- vík lögðu fram í borgarráði í gær tillögu um að þegar í stað yrði hafinn undirbúningur í tilrauna- skólum að því að frístundafræð- ingar, kennarar og annað starfs- fólk skólanna vinni samsíða og skapi innihaldsríkan skóladag þar sem tómstundir og nám flétt- ist saman fyrir börn í 1. til 3.bekk til að byrja með. Í tillögunni er gert ráð fyrir að frístundafræðingar verði í fullu starfi og því verði ekki lengur um það að ræða að frístundaheimilin starfi frá 14 til 17, heldur verði frístundastarfið hluti af skóla- starfinu. Bent er á að manneklan sem fylgt hafi starfsemi frí- stundaheimilanna tengist ekki síst óhagstæðum vinnutíma. Með samþættingu væri hægt að ráða frístundafræðinga í fullt starf. ibs Frístundir hluti af skólastarfinu

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.