24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 22
Skýrsla um aðra úttekt GRECO
á Íslandi var gerð opinber í ágúst
2004. Í henni var sex tilmælum
beint til íslenskra stjórnvalda og
þeim gefinn frestur til ársloka 2005
til að leggja fram skýrslu um inn-
leiðingu þeirra.
Í fyrsta lagi var lagt til að eign-
arupptökuheimildir stjórnvalda
yrðu víkkaðar og lagt til að sönn-
unarbyrði ákæruvalds í slíkum
málum yrði endurskoðuð. Þegar
svör höfðu borist taldi GRECO að
tilmælin hefðu ekki verið innleidd.
Þá var lagt til að komið yrði á
siðareglum sem byggðust á al-
mennri stefnumörkun gegn spill-
ingu innan opinbera geirans. Talið
var að tilmælin hefðu verið inn-
leidd að hluta.
GRECO mælti einnig með því
að viðeigandi reglur yrðu settar
varðandi hagsmunaárekstra, til
dæmis varðandi gjafir til opinberra
aðila, og varðandi það þegar op-
inberir starfsmenn færðu sig yfir í
einkageirann. Tilmælin voru talin
hafa verið innleidd að hluta.
Fjórðu tilmælin mæltu með því
að innleiddar yrðu reglur og boðið
upp á þjálfun fyrir opinbera starfs-
menn til að gera þeim auðveldara
með að tilkynna ólöglegar, ósæmi-
legar eða ósiðlegar gjörðir sem þeir
yrðu varir við í sínu starfi. GRECO
taldi að þessi tilmæli hefðu verið
innleidd með fullnægjandi hætti.
Þá var lagt til að fyrirtækjaskrá
fengi frekari úrræði til að nálgast
viðeigandi upplýsingar um lögaðila
í skráningarferli fyrirtækja.
GRECO taldi að ekki hefði verið
farið að þessum tilmælum.
Að lokum var lagt til að sá
möguleiki yrði skoðaður að banni
yrði komið á viðskiptaþátttöku
einstaklinga sem hefðu verið
dæmdir fyrir alvarleg brot, svo sem
spillingu. GRECO taldi að Íslend-
ingar hefðu tekist á við þetta atriði
á fullnægjandi hátt.
Því telur GRECO að íslensk yf-
irvöld hafi tekist á við þriðjung til-
mælanna með fullnægjandi hætti.
Önnur úttekt GRECO á Íslandi
Einungis þriðjungur
umbóta fullnægjandi
22 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir
Sumardekk hjólbarðaþjónusta
Sumar- og heilsársdekk fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa.
Hagstætt verð og traust þjónusta.
Reykjavík Akureyri
Tangarhöfða 15 : 587 5810 Réttarhvammi 1 : 464 7900
Vagnhöfða 6 : 577 3080
www.alorka.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
07
53
Við tökum vel á móti þér
á þjónustustöðvum okkar!
Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða
GRECO, samtök ríkja í Evrópu-
ráðinu gegn spillingu, hafa fram-
kvæmt úttektir á vörnum Íslands
gegn spillingu frá árinu 2001. Tvær
skýrslur um þriðju úttekt stofnun-
arinnar á íslenskum aðstæðum var
kynnt fyrir skemmstu. Í henni er
varað við því að sú almenna skoð-
un íslenskra stjórnvalda að hér
þrífist lítil spilling geti haft þau nei-
kvæðu áhrif að ekki verði nægilega
gætt að spillingarhættunni. Þar var
sérstaklega tekið fram að í ljósi þess
mikla hagvaxtar sem ríkt hefur á
Íslandi undanfarin ár, þeirra stóru
fjárfestinga sem Íslendingar hafi
ráðist í bæði heima fyrir og erlendis
og einkavæðingar ríkisfyrirtækja sé
afar mikilvægt að vera vakandi fyrir
spillingarhættunni.
Alls hefur 24 tilmælum verið
beint til íslenskra stjórnvalda í
þessum þremur úttektum. Of víð-
tækt er að fjalla um þau öll og því
verða ein tilmæli úr hverri úttekt
tekin hér til nánari skoðunar.
Styrking efnahagsbrotadeildar
GRECO benti á það í fyrstu út-
tekt sinni á Íslandi að efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra þyrfti
að vera séð fyrir aukinni þjálfun
þannig að hún gæti sýnt meira
frumkvæði í að fyrirbyggja, rann-
saka og sækja til saka í spillingar-
málum. Í svari íslenskra stjórn-
valda var tekið fram að framlög til
embættisins hefðu tvöfaldast á
tímabilinu 2001 til 2005 og farið úr
58 milljónum króna á ári í um 113
milljónir króna. Starfsmönnum
hefði að sama skapi fjölgað úr 10 í
15 á sama tíma. GRECO komst því
að þeirri niðurstöðu að tilmælun-
um hefði verið fullnægt.
24 stundir sögðu hins vegar frá
því 12. apríl síðastliðinn að starfs-
mönnum efnahagsbrotadeildar
hefði fækkað úr 17 í 15 milli áranna
2007 og 2008 og framlög til hennar
hlutfallslega staðið í stað. Þau eru
raunar enn mjög sambærileg við
það sem þau voru árið 2005.
Helgi Magnús Gunnarsson, sak-
sóknari efnahagsbrotadeildar, sagði
í viðtali hér í blaðinu síðastliðið
sumar að deild sín væri ekki sam-
keppnishæf við það umhverfi sem
hún starfar í. Orðrétt sagði hann að
„við þurfum að hefja frekari rann-
sóknir að eigin frumkvæði og ég tel
ekki óraunhæft að miða við tvö-
földun á starfsmannafjölda á ekki
mjög löngum tíma. Þá þurfum við
að sækja þekkingu og menntun
fyrir fólk en slík þekking er sérhæfð
og bara að finna erlendis.“ Af þess-
um orðum virðist ljóst að yfirmað-
ur deildarinnar er ekki sammála
því mati íslenskra stjórnvalda og
GRECO að aðstæður og úrræði
hennar til að sýna meira frum-
kvæði í að fyrirbyggja, rannsaka og
sækja til saka í spillingarmálum
hefði aukist með viðunandi hætti.
Eignarupptökuákvæði
Í annarri skýrslu GRECO var
bent á að Íslendingar þyrftu að
víkka eignarupptökuheimildir sín-
ar og lagt til að sönnurbyrði ákæru-
valdsins yrði endurskoðuð, en hún
þótti of mikil. Við þessu var brugð-
ist í nóvember síðastliðnum þegar
dómsmálaráðherra lagði fram
frumvarp til breytinga á almennum
hegningarlögum sem gerir ráð fyrir
því að nýr kafli sem nefnist „Upp-
taka“ komi í stað 69. greinar gömlu
laganna. Með því verður sönnun-
arbyrðin öfug við það sem verið
hefur og færist yfir á brotamennina
verði þeir fundnir sekir. Það þýðir í
raun að í stað þess að ákæruvaldið
þurfi að sanna að menn hafi eign-
ast hluti með ólögmætum hætti
þurfa dæmdir brotamenn að sanna
að þeir hafi eignast þá á löglegan
hátt. Gert er ráð fyrir að beita megi
þessu ákvæði í fíkniefna-, skatt-
svika- og fjársvikamálum. Slíkar
heimildir hafa verið í dönskum og
norskum lögum í meira en áratug.
Framlög í stjórnmálastarfsemi
Í skýrslu GRECO um gagnsæi
fjármögnunar stjórnmálastarfsemi
á Íslandi (þriðja úttekt) er því sér-
staklega fagnað að sett hafi verið
lög hérlendis um fjármál stjórn-
málasamtaka og frambjóðenda. Þó
er alls níu tilmælum beint til ís-
lenskra stjórnvalda til að lög þeirra
uppfylli betur kröfur um varnir
gegn spillingu. Ef orðið yrði við til-
mælunum þyrftu íslenskir stjórn-
málaflokkar meðal annars að upp-
lýsa hvaða einstaklingar styðja þá
með fjárframlögum yfir ákveðnu
marki, en í gildandi lögum er ein-
ungis skylt að upplýsa hvaða lög-
aðilar hafa innt slík framlög af
hendi. Þá er líka kallað eftir því að
reglur verði settar sem tryggðu
gagnsæi fjármögnunar framboða
til forsetakosninga. Athyglisvert er
að í upphaflegu frumvarpi til laga
um fjármögnun stjórnmálastarf-
semi var gert ráð fyrir að þau næðu
einnig til forsetaframbjóðenda. Í
lokaútgáfu laganna, sem gengu í
gildi 1. janúar 2007, var það ákvæði
þó hvergi að finna.
Ónógar varnir
gegn spillingu
Ísland þykir ekki hafa nægar varnir gegn spillingu Úr ýmsu
hefur verið bætt en mikilvægar varnir hafa setið á hakanum
➤ Alls hafa þrjár úttektir veriðgerðar á vegum GRECO á
spillingarvörnum á Íslandi.
➤ 24 tilmælum til úrbóta hefurverið beint til íslenskra
stjórnvalda.
➤ Varnirnar þykja ekki styrkjastí samræmi við umhverfið.
GRECO
Bessastaðir Í þriðju úttekt GRECO er
lagt til að lög um fjárframlög til stjórnmála-
starfsemi nái til forsetaframbjóðenda.
24stundir/Ómar
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@24stundir.is
FRÉTTASKÝRING
Fyrsta úttekt var framkvæmd
hérlendis árið 2001 og skýrslu skil-
að í desember það ár. Alls var
þrennum tilmælum beint til ís-
lenskra stjórnvalda.
Í fyrsta lagi var lagt til að lögð
yrðu drög að virkri stefnu gegn
spillingu og varið til þess nægu fé.
Íslensk yfirvöld sendu frá sér svar-
skýrslu í apríl 2003 og eftir að hafa
kynnt sér svörin komst GRECO að
þeirri niðurstöðu að þessum til-
mælum hefði verið sinnt með full-
nægjandi hætti.
Önnur tilmælin voru á þann veg að
rannsóknardeild efnahags-brota hjá
embætti ríkislögreglustjóra yrði séð fyr-
ir nauðsynlegri þjálfun til að unnt yrði
að sækja meira á í að fyrirbyggja, rann-
saka og sækja til saka í spillingarmálum.
GRECO komst að þeirri niðurstöðu að
Íslendingar hefðu sinnt þessu með full-
nægjandi hætti.
Þriðju tilmælin voru þau að
leidd yrðu í lög ákvæði sem tryggja
að upplýsingar sem opinberir
starfsmenn fá í starfi sínu um spill-
ingarmál, eða grunur um slíkt,
verði tilkynntar þeim stjórnvöldum
sem annast rannsóknir á slíkum
brotum. GRECO komst að þeirri
niðurstöðu að þessum tilmælum
hefði verið sinnt að hluta til.
Fyrsta úttekt GRECO á Íslandi
Ísland varð við
flestum tilmælunum
Þriðja úttekt GRECO var tví-
þætt. Önnur skýrslan fjallaði um
innleiðingu á mútuákvæðum Evr-
ópuráðssamnings gegn spillingu á
sviði refsiréttar en hin skýrslan um
gagnsæi fjármögnunar stjórnmála-
starfsemi hérlendis.
Í fyrri skýrslu GRECO segir að
íslenska löggjöfin sé í meginatrið-
um í samræmi við þær skuldbind-
ingar sem finnast í Evrópuráðs-
samningum. Í skýrslunni er samt
varað við andvaraleysi gagnvart
spillingu. Sex tilmælum er beint til
íslenskra stjórnvalda. Meðal þeirra
er að ákvæði um mútubrot í al-
mennum hegningarlögum skuli
einnig ná til alþingismanna og
meðlima erlendra fulltrúaþinga
sem hafa með stjórnsýslu að gera,
svo sem gerðardómara og kvið-
dómenda. Svo er ekki í dag.
Í síðari skýrslunni er því fagnað
að loks hafi verið sett lög um fjár-
mál stjórnmálasamstaka og fram-
bjóðenda hérlendis en alls er níu
tilmælum beint til stjórnvalda til
að lög uppfylli betur kröfur Evr-
ópuráðsins um varnir gegn spill-
ingu.
Íslensk stjórnvöld hafa frest til
októberloka 2009 til að skila
skýrslu um hvernig til hafi tekist að
hrinda tilmælunum í framkvæmd.
Þriðja úttekt GRECO á Íslandi
Fimmtán tilmælum
beint til stjórnvalda