24 stundir - 26.04.2008, Síða 35
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 35ATVINNAstundir
Leikskólinn Lönguhólar
Leikskólinn Lönguhólar er að ljúka sínu fyrsta ári í þróunarvinnu sem útileikskóli.
Þessi vinna er á byrjunarstigi og áætlað að þróa áfram.
Spennandi kostur fyrir nýja leikskólakennara. Lausar stöður í sérkennslu, deildarstjóra og leikskólakennara.
Leikskólinn Krakkakot
Leikskólinn Krakkakot verður vígður heilsuleikskóli í vor og starfar í anda heilsustefnunnar.
Spennandi fyrir leikskólakennara og annað áhugasamt fólk með uppeldismenntun.
Grunnskólinn á Höfn
Það er einn grunnskóli á Höfn sem starfar í þremur húsum. Síðustu tvö árin hefur hann verið tilnefndur nýsköpunarskóli ársins og í vor förum
við með hóp til Minneapolis til að taka þátt í legókeppni.
Í skólanum leggjum við áherslu á einstaklingsmiðað nám og skapandi vinnu.
Nú bráðvantar okkur áhugasamt fólk til að koma og vinna með okkur.
Í boði er umsjónarkennsla, handmenntakennsla, heimilisfræðikennsla, íþrótta- og sundkennsla.
Öll skólastig vinna nú í því að tileinka sér Uppeldi til ábyrgðar.
Á Höfn er ný sundlaug í byggingu, glæsilegt útiíþróttasvæði nýkomið og knattspyrnuhús í burðarliðnum.
Þar er auðvelt að koma börnum í leikskóla, á staðnum er góður tónskóli og einn best búni framhaldsskóli landsins.
Við bjóðum afslátt á húsaleigu, flutningsstyrk, góða vinnuaðstöðu og alúðlegt samstarfsfólk.
Hafið endilega samband og kynnið ykkur betur það sem við höfum að bjóða.
Nánari upplýsingar veita: Þorvaldur Viktorsson, skólastjóri við Grunnskóla Hornafjarðar, gsm: 895 1939, netf. thjv@hornafjordur.is,
Margrét Ingólfsdóttir, leikskólastjóri á Lönguhólum, gsm: 697 7234, netf. margreti@hornafjordur.is,
Snæfríður Svavarsdóttir, leikskólastjóri á Krakkakoti, gsm: 820 9619, netf. snaefridur@hornafjordur.is