24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 47

24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 47
24stundir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 47 Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is NÝTT OFURNÁMSKEIÐ FYRIR SUMARIÐ árangur dekur & P L Á N E T A N ∆ Mataræði tekið í gegn ∆ Einfaldar æfingar sem miða að því að tryggja hámarks fitubruna ∆ Hjólatími 2x í viku ∆ Styrktartími 1x í viku ∆ Byrjað rólega Innifalið: Ótakmarkaður aðgangur að heilsurækt Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu með jarðsjávarpotti og gufuböðum Aðgangur að Blue Lagoon spa Blue Lagoon orkumeðferð (60 mín. nudd) 4-vikna ofurnámskeið fyrir þær sem vilja „hrista af sér“ veturinn og hefja vorið af krafti. Komdu í hóp með konum sem hafa það að markmiði að losa sig við þessi síðustu „föstu“ 3-5 kíló. Forgangsraðaðu og settu sjálfa þig í fyrsta sæti! Hefst 6. maí. Tímarnir eru kl. 20.30 á þriðjud. og fimmtud. og á laugard. kl. 10.15. Verð: 29.900 kr. Hringdu núna í 414 4000 eða sendu okkur tölvupóst á hreyfing@hreyfing.is Námskeiðið er undir stjórn Ágústu Johnson og Önnu Eiríksdóttur íþróttakennara. af auðvelt þar sem ég á ennþá í basli með tungumálið. Í hvert skipti sem ég næ að þræla mér í gegnum blaðagreinarnar og skilja nokkurn veginn um hvað þær fjalla verð ég ánægð.“ Hún vill ekki meina að hún myndi sér almennt sterkar skoð- anir á þjóðfélagsmálum en annað kemur þó á daginn þegar talið berst aftur að Perú. „Perú er fallegt land sem býður upp á ótrúlega marga möguleika og íbúar landsins eru harðduglegt og vinnusamt fólk. Hins vegar þarf margt að breytast þar og ég held ég hafi ekki síst lært það eftir að ég flutti til Íslands. Hér er töluverður jöfnuður meðal íbú- anna og ég vildi óska þess að hið sama væri uppi á teningnum heima í Perú. Þar er mikill fjöldi fólks sem býr við fátækt og hefur litla sem enga möguleika á að vinna sig upp úr henni. Til að mynda eru engar atvinnuleysisbæt- ur og svo hafa þeir fátæku minna aðgengi að menntun og heilbrigð- isþjónustu en þeir efnaðri. Ríka fólkið sendir börn sín í rándýra einkaskóla þar sem þau fá fyrsta flokks menntun en þeir sem hafa ekki efni á háum skólagjöldum verða að sætta sig við lakari mennt- un, ef þá einhverja. Mikil fátækt veldur líka hárri tíðni þjófnaða og annarra glæpa og skapar þannig ótryggt ástand. Ekki bætir úr skák að mikil spilling þrífst innan stjórnkerfisins,“ segir hún og hrist- ir höfuðið. Hún segist þó hafa fulla trú á að ástandið eigi eftir að batna. „Hér áður bjó fólk í stöðugum ótta við hryðjuverk byltingarsinna en nú hefur blessunarlega dregið stór- lega úr ofbeldi. Þar með koma fleiri ferðamenn til landsins og um leið meira fjármagn og fleiri störf. Ég held að ferðamönnum til Perú eigi eftir að fjölga enn meira á komandi árum, enda býður landið í raun- inni upp á allt; þar er hægt að heimsækja regnskóga, snævi þakin fjöll, baðstrendur og iðandi mann- líf í borgum og bæjum.“ Breyttir tímar Þegar Fanny ákvað að vera um kyrrt eftir ársdvöl á Íslandi fyrir þremur árum gat hún farið á vinnumarkaðinn án þess að þurfa að fara heim til Perú í millitíðinni. Vinnuveitandi hennar sér til þess að hún fái atvinnuleyfið endurnýj- að einu sinni á ári. Nú eru hins vegar breyttir tímar og ljóst þykir að systir hennar þurfi að snúa aftur til Perú eftir ársdvöl sem au-pair stúlka og vilji hún fá atvinnuleyfi eftirleiðis verður alls ekki hlaupið að því. „Við erum strax farnar að hafa áhyggjur af því hvort hún á eftir að geta verið hérna áfram, en hún er þegar búin að vera hér í fjóra mánuði af þeim tólf sem hún hefur leyfi til. Því miður er það orðið mun erfiðara núna en það var fyrir mig á sínum tíma. Reynd- ar er almennt séð erfitt fyrir Perú- búa að flytja úr landi þótt margir reyni eins og þeir geta. Þegar fátækt er svona mikil reynir fólk auðvitað að leita annað til þess að geta unnið og séð fyrir fjölskyldum sínum en fæstum verður nokkuð ágengt og allra síst þeim fátækustu. Flestir reyna að fara til Evrópu og Norð- ur-Ameríku en löndin þar eru okk- ur nánast lokuð. Ég vildi óska þess að þetta væri ekki svona, því að ef fleiri gætu starfað erlendis og sent peninga heim myndi auðvitað draga úr fátækt. Konan sem ég bý hjá núna heitir Hanna og hún er móðir Matthildar sem ég vann fyr- ir áður. Hún hefur farið til Perú og hún sagði mér að þar hefðu margir innfæddir spurt hana hvernig þeir ættu að fara að ef þeir vildu flytja til Íslands. Þetta er bara sjálfsbjargar- viðleitni hjá fólki sem reynir eins og það getur að afla sér upplýsinga í hvert skipti sem tækifæri gefst,“ segir hún að lokum. ndi a Ég tók fljótlega eftir því þegar ég kom að Íslendingar virðast mun lokaðri en Perúbúar og eru lítið fyrir að bera tilfinningar sínar á torg. Ég get sagt sem dæmi að nú eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi hef ég aldrei séð Íslending gráta. 24stundir/hag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.