24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir
Ein ferð er mér alltaf ofarlega í huga en það er sólarferð til Majorka sem ég fór með Gunna
vini mínum sem nú er látinn. Við vorum tveir eldhressir strákar um tvítugt sem gerðum allt
sem tvítugir strákar gera á sólarströnd. Við fórum í tívolí, go-cart, sundlaugargarð og allt
annað sem var í boði. Ferðin er mér sérstaklega minnisstæð vegna þess að Gunni er ekki
lengur á meðal okkar.
Önnur minnisstæð ferð er ökuferðin mín um Norðurlandið sumarið 2006. Þá tók ég mig til
og keyrði á Ástjörn þar sem ég var mikið í sumarbúðum á yngri árum. Ég dvaldi þar í smá
tíma og rifjaði upp gamla góða tíma. Því næst fór ég til Akureyrar og heimsótti góða vini þar
og tók svo ferjuna út í Hrísey en þar vann ég í fiski þegar ég var yngri. Ég fékk vinnuna í Hrís-
ey í gegnum ættingja og það er óhætt að segja að um mjög sérstakan tíma hafi verið að ræða.
Ég man til dæmis eftir mikilli vetrarhörku þegar ég vann í eynni og við þurftum að vaða
snjóinn til að komast í frystihúsið. Það var mjög skemmtilegt að sjá hvað allt hefur breyst frá
því að ég varði sumrinu þar. Verbúðinni sem ég bjó í hefur til dæmis verið breytt í gistiheim-
ili. Ég skemmti mér mjög vel í Hrísey enda stóð þá Hríseyjarhátíðin yfir og mikið fjör á
eynni. Ég fór til Hríseyjar til þess að sjá hvort hún væri eins og hún er í minningunni og
hvort mikið hefði breyst og það er óhætt að segja að eyjan sé ekki eins og hún var.
Heiðar Austmann
útvarpsmaður.
Rifjaði upp minningar á Norðurlandi
24stundir/Brynjar Gauti
Skemmtilegasta sumarfríið sem ég hef
upplifað er tvímælalaust þegar ég og
maðurinn minn fórum saman til Taílands
árið 2006. Við ferðuðumst um fallegar
eyjar og strendur og lærðum meðal ann-
ars að kafa saman. Taíland er alger para-
dís og þetta var ótrúlega skemmtilegt
sumarfrí.
Svona innanlands held ég að síðasta sum-
ar standi upp úr en þá fórum við í stór-
skemmtilega útilegu í Landmannalaugum
sem endaði með því að við flúðum sand-
storm sem þar geisaði alla leið yfir í
Skaftafell en þar er alltaf gott veður.
Það var skítakuldi í Landmannalaugum
enda varla komið fram í miðjan júní.
Ég get aldrei beðið lengi með að fara í
útilegu þegar sumarið er á annað borð
komið að mínu mati.
Mér líður alltaf mjög vel úti í náttúrunni,
sérstaklega á fjöllum og ég elska að sofa í
tjaldi. Ég verð þó örugglega að fækka
fjallgöngunum eitthvað í sumar enda verð
ég þá orðin kasólétt.
Ég get þá allavega strokið bumbunni í
sólbaði meðan spúsinn hleypur um fjöll
og firnindi.
Brynja Björk blaðamaður.
Lærði að kafa
í Taílandi
Eftirminnilegasta sumarfríið er tvímælalaust
frí með vinkonum mínum til Thaílands í
september síðastliðnum.
Við vorum tvær sem flugum til Krabi og
keyrðum niður til Ko lanta. Þar gistum við á
dásamlegu hóteli sem heitir Layana. Húsin,
þjónustan, maturinn og heilsulindin, allt al-
gjörlega fyrsta flokks. Þarna fékk ég meðal
annars besta nudd sem ég hef nokkurn tíma
fengið. Umhverfið er ólýsanlega fallegt og
staðurinn er frábær fyrir þá sem hafa gaman
af köfun. Við leigðum okkur hraðbát í heilan
dag og sigldum meðal annars út í Phi phi
eyju þar sem myndin The Beach var tekin
upp. Eftir viku bættist önnur vinkona við en
þá tókum við ferju yfir til Koh samui. Þar
gistum við á Kamalaya resort and spa, sem
er paradís á jörðu. Þar var ákveðið að taka
mataræðið og heilsuna í gegn og hittum við
meðal annars næringafræðing og fórum í
mjög sérstaka mælingu þar sem athugað var
hvað betur mætti fara. Dagskráin þar er
þéttskipuð alls kyns áhugarverðum tímum.
Boðið er upp á jóga, hugleiðslu, pílates og
margt fleira. Frá Kamalaya kemur maður
gjörsamlega endurnýjaður á líkama og sál.
Nadia Banine
dagskrárgerðarkona.
Fór í vinkonuferð
á heilsulind
Ég hef alltaf haft mjög gaman af tjald-
útilegum og þegar ég og maðurinn minn
ræddum um hvað ég vildi gera á fertugs-
afmælinu mínu sagðist ég vilja verja deg-
inum úti í náttúrunni.
Stuttu fyrir afmælið mitt tilkynnti maðurinn
minn mér að hann ætlaði að gefa mér hring í
afmælisgjöf. Hringurinn reyndist ekki passa
á puttann enda var um hring í kringum
landið að ræða. Ég var að sjálfsögðu mjög
ánægð og við héldum af stað í tíu daga ferð
um landið. Á sjálfan afmælisdaginn vorum
við í tjaldi í Hljóðklettum en þar var ekkert
gsm-símasamband. Yfirleitt myndi ég telja
það kost en foreldrar mínir eru vanir að
hringja í mig á afmælisdaginn og syngja á
meðan pabbi spilar á harmonikku. Ég vildi
alls ekki missa af því og keyrði því langa leið
til þess að fá símasamband.
Það fyndnasta við afmælisdaginn var að ég
beið allan daginn eftir að eiginmaðurinn
drægi pakka upp úr töskunni en hann hafði
þá skipulagt fríið í staðinn fyrir að gefa mér
gjöf. Ég var auðvitað skúffuð yfir því og
ákvað því að kaupa mér sjálf dýrindis afmæl-
isgjöf þegar við komum aftur heim. Hann
hefur ekki sleppt pakkanum síðan.
Linda Björk Hilmarsdóttir
framkvæmdastjóri.
Afmælisveisla
úti í náttúrunni
Fyrir utan brúðkaupsferðina mína kemur
eitt frí upp í hugann. Fyrir mörgum árum
fórum við þrír félagar í mánaðarlangt bak-
pokaferðalag til Austur- og Suður-Evrópu;
ekkert athugavert við það, nema hvað
mennirnir tveir sem voru með mér í för eru
um og yfir 190 cm á hæð og við fengum þá
stórkostlegu hugmynd að vera mikið í tjaldi
til að spara. Við fórum sem leið lá í Rúm-
fatalagerinn og keyptum þriggja manna tjald
á slikk og héldum af stað. Framan af ferðinni
reyndi lítið á tjaldið enda prýðisgistiheimili
víða í Austur-Evrópu en eftir jökulkalda
næturferjuferð frá Ítalíu til Grikklands dróg-
um við fram tjaldið og þá áttuðum við okk-
ur á því að þriggja manna tjald er einmitt
bara það, en við vorum þrír (og rúmlega
það) og með farangur að auki sem tók
a.m.k. jafnmikið pláss og lítill hestur! Þarna
kúldruðumst við á grískri eyju í vikutíma í
steikjandi hita í pínulitlu tjaldi og sökum
hitans var ekki annað hægt en að sofa mjög
fáklæddur. Við erum enn góðir vinir í dag,
en við höfum ekki rætt þetta ferðalag í háa
herrans tíð. Ég vona bara að þið fyrirgefið
mér strákar fyrir að rifja upp gömul sár.
Orri Huginn leikari.
Fáklæddur í tjaldi
með vinunum
Hvert er
eftirminnilegasta
sumarfríið þitt?
Sumarið er komið og sumarfríin eru á næsta leiti. Öll höfum við
farið í eitthvert ógleymanlegt sumarfrí þar sem við annað hvort
hegðuðum okkur sérstaklega illa eða áttum góða stund með vin-
um og vandamönnum.
Hvort sem það er innanlands eða utan er víst að sumarfríin eru
uppspretta ógleymanlegra minninga.
Hér segja fimm þekktar manneskjur okkur frá eftirminnilegasta
sumarfríinu sínu.
LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ
lifsstill@24stundir.is a
Ég fór til Hríseyjar til þess að
sjá hvort hún væri eins og hún
er í minningunni og hvort mikið
hefði breyst.